Leita í fréttum mbl.is

Sjálfbærar hvalveiðar?

Í dag var tilkynnt að hrefnuveiðar gætu hafist innan skamms. Í tengslum við þetta sá ég eða heyrði einhvers staðar talað um „sjálfbærar veiðar“. Hvað sem mönnum finnst um veiðarnar, legg ég til að sjálfbærnihugtakinu sé haldið utan við málið. Reyndar virðast flestir sammála um að veiðarnar skipti engu máli fyrir hrefnustofninn. En þau líffræðilegu rök duga ekki til að hægt sé að tala um sjálfbærar veiðar. Áður en menn fullyrða eitthvað um sjálfbærni tiltekinnar aðgerðar, þarf nefnilega að huga líka að efnahagslegum og félagslegum hliðum málsins. Ein forsenda þess að hrefnuveiðarnar geti talist sjálfbærar er sú, að þær gefi eitthvað af sér í efnahagslegu tilliti. Það þýðir m.a. að kjötið þurfi að seljast fyrir ásættanlegt verð og að veiðarnar skaði ekki aðra efnahagslega hagsmuni í nútíð eða framtíð. Ef veiðarnar leiða t.d. til minni tekna af erlendum ferðamönnum samanlagt, umfram það sem nemur hag þjóðarbúsins af veiðunum, þá eru veiðarnar ekki sjálfbærar. Félagslega hliðin getur líka orkað tvímælis, m.a. þegar tekið er tillit til þess hversu mjög skoðanir á veiðunum eru skiptar.

Sem sagt: Líffræðileg rök duga ekki til að hægt sé að dæma um sjálfbærni hvalveiða. Efnahagslegu og félagslegu rökin þurfa líka að vera traust. Um það eru mjög skiptar skoðanir. Þess vegna legg ég til að menn láti nægja að segja að veiðarnar skaði ekki hrefnustofninn, en sleppi öllum fullyrðingum um sjálfbærni.

Til glöggvunar ætla ég að vísa í skýringarmynd Wikipediu um sjálfbæra þróun. Skýringarnar eru á ensku. Nenni ekki að þýða þær núna.
Sjálfbær þróun (Wikipedia)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur

Sæll, Stefán.

Þegar talað er um sjálfbærar veiðar að þá er einfaldlega átt við að ekki sé gengið á stofninn.

Eftirfarandi er fengið með hjálp Google

Definitions of Sustainable on the Web:

  • generally refers to land management practices that provide goods and services from an ecosystem without degradation of the site quality, and without a decline in the yield of goods and services over time.
    www.sfrc.ufl.edu/Extension/ssfor11.htm
  • A resource or system that meets present needs without compromising those of future generations. Example: a continuously maintained forest where mature trees are harvested and new trees are replanted to filter pollutants and provide continued resources and products for future generations.
    www.reddawn.com/glossary.html

Það má alveg ræða það hvort hvalveiðar séu arðbærar eða hvort þær hafi hagkvæm áhrif á þjóðarbúið. En það er enginn vafi um að þær eru sjálfbærar.

Ingólfur, 22.5.2008 kl. 22:36

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

Hvalur étur nytja fisk og fæðu hans. Við reynum að nýta þennan fisk. við erum í samkeppni við hvalina um fæðu. þú sendir ekki allar beljurnar á bænum út á nýslegið tún ef þú vilt að það spretti almennilega.  hvaða barn sem farið hefur í líffræði getur frætt þig um fæðupíramídan.

ef við ætlum að nýta einn hluta fæðupíramídans þá verðum við að nýta þá hluta einnig sem koma fyrir ofan hann. því neðar sem við förum, því fleyri þrep verðum við að nýta til þess að viðhalda jafnvægi í lífríkinu.

hinsvegar er það bara svo að þeir sem vilja banna hvalveiðar í dag, vilja banna allar veiðar á morgun. hér er um að ræða sömu eða sambærilega einstaklinganna og reka járn og stálteina inn í tré til þess að koma í veg fyrir skógarhögg. öfga umhverfisverndarsinna og hryðjuverkasamtök eins og Earth First samtökinn og Sea Shepard. 

Þegar hvalveiðar voru bannaðar var atvinnufrelsi stjórnarskráarinnar. Tekið skal fram að bann við hvalveiðum var sett sem tímabundið bann og alls ekki sem alsherjar bann um alla eylíf eins og margir hvalfriðunarsinnar vilja halda. þannig var um að ræða tímabundna atvinnuskerðingu með því loforði að hvalveiðar yrðu leyfðar aftur innan nokkura ára. 

Fannar frá Rifi, 22.5.2008 kl. 22:38

3 Smámynd: Stefán Gíslason

Takk fyrir athugasemdirnar.

Hvað sjálfbærnina varðar, þá er reyndar bara fyrsta skilgreiningin, sem Ingólfur Harri nefnir, alveg eftir bókinni, enda er hún ættuð úr skýrslu Brundtlandnefndarinnar ("Our Common Future") frá 1987. Þessi skilgreining er hin opinbera skilgreining á hugtakinu sjálfbær þróun, enda var hún lögð til grundvallar á Heimsráðstefnunni í Ríó 1992. Fjórða skilgreiningin (Reddawn.com) byggir líka á sama texta, en dæmið sem tekið er, er afar takmarkandi. Hinar skilgreiningarnar þrjár lúta aðeins að einum af þremur grunnþáttum sjálfbærrar þróunar, þ.e.a.s. vistfræðilega þættinum. Efnahagslegi þátturinn og félagslegi þátturinn eru skildir útundan. Ég held því fast við þá skoðun að þegar rætt er um sjálfbærni hvalveiða, verði að horfa til allra þessara þriggja grunnþátta. Vafinn um sjálfbærni veiðanna er því enn til staðar. Kannski skrifa ég nýja bloggfærslu um þetta bráðum, með dálitlum söguskýringum.

Fannar, það er auðvitað alveg rétt að hvalir éta fisk og eru þannig í samkeppni við okkur um fæðu. Hins vegar eru þetta engin rök fyrir þeim veiðum sem eru stundaðar núna. Mér finnst eiginlega dálítið fyndið að heyra sömu mennina tala um að veiðarnar hafi engin áhrif á hvalastofnana og að veiðarnar séu nauðsynlegar til að hvalirnir éti ekki eins mikið af fiski. Ef veiðarnar hafa engin áhrif á hvalastofnana, þá hafa þær nefnilega heldur engin áhrif á það fiskmagn sem þessir stofnar éta! Ef menn ætla að auka fiskgengd með hvalveiðum, þá verður að veiða margfalt fleiri hvali en gert er í dag!

Stefán Gíslason, 23.5.2008 kl. 09:34

4 Smámynd: Ingólfur

Stefán, ef ég skil hugtökin rétt að þá á sjálfbær þróun við heilt samfélag en getur ekki átt við hvalveiðar einar og sér.

Því er munur á sjálfbærum veiðum og sjálfbærri þróun. 

Þannig getur þú sagt að sjálfbærar hvalveiðar hafi neikvæð áhrif á sjálfbæra þróun þjóðarinnar, en hvalveiðarnar sjálfar eru samt sem áður sjálfbærar.

Ingólfur, 23.5.2008 kl. 14:50

5 Smámynd: Stefán Gíslason

Ósammála. Ég álít að ekki sé rétt að nota orðið „sjálfbær“ um neitt nema samtímis sé tekið tillit til vistfræðilegra, efnahagslegra og félagslegra þátta.

Stefán Gíslason, 23.5.2008 kl. 15:01

6 Smámynd: Fannar frá Rifi

Við skulum setja þetta upp svona:

Hvalur er syndandi kú. við étum kjöt af dýrum. ergó við étum eða eigum að éta hvali.

það er skortur á matvælum í heiminum og verð á kjöti mun hækka gríðarlega vegna hækkandi kornsverðs. ergó ódýrt hvalkjöt mun koma neytendum vel.

en ef þú vilt fara út í einhverjar djúpar vistfræðilegar, sjálfbærar, efnahagslega, félagslegar og pælingar, ættiru á byrja á einni. afhverju eru við að halda úti samfélagi til að byrja með? ef við ætlum að undanskylja eina skeppnu frá nýtingu okkar á náttúrunni afhverju undanskiljum við þær ekki allar?

Að mínu mati á að veiða +1000 hrefnur á ári og hundruð stórhvela. það sem við étum ekki á að nota í dýrafóður. yrði ekki lengi að verða hagkvæmt vegna hækkanna á alþjóðamörkuðum.  

Fannar frá Rifi, 26.5.2008 kl. 00:14

7 Smámynd: Stefán Gíslason

Fannar. Þessi umræða snýst ekki um það hvort eigi að veiða eða ekki veiða hvali, né um það hvort eigi að éta eða ekki éta két. Hún snýst bara um það hvort hægt sé að kalla þessar veiðar sjálfbærar, eða hvort með því sé verið að afbaka sjálfbærnihugtakið.

Stefán Gíslason, 26.5.2008 kl. 08:52

8 Smámynd: Fannar frá Rifi

Þá ertu kominn á þær götur sem kallast hártoganir og ofurskylgreiningar.

Við setjum upp eitthvað hugtak og svo koma menn og hártogast hver í öðrum um það hvort hugtakið sé svona eða hinseginn.

Ef ofurskylgreinum Sjálfbærnishugtakið, er þá nokkurt það sem við mennirnir gerum sem getur að öllu leiti fallist undir sjálfbærni?  

Fannar frá Rifi, 26.5.2008 kl. 17:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband