26.5.2008 | 17:50
Húsfluga drepin með haglabyssu
Síðla vetrar varð ég fyrir því óláni að togna í öxl, nánar tiltekið í einhverjum örvöðva undir brún hægra herðablaðsins. Þetta háði mér þó alls ekkert í daglegu amstri, enda umræddur vöðvi greinilega í afar lítilli notkun. Hins vegar var þetta frekar vont til að byrja með. Fyrstu næturnar truflaði verkurinn meira að segja svefn þegar leið að morgni. En þar sem ég er frekar duglegur að sjá til, ákvað ég að sjá til í nokkra daga hvort þetta lagaðist ekki af sjálfu sér. Eitthvað drógst batinn, en fljótlega hætti þetta þó að angra mig um nætur. Alltaf var samt einhver sársauki til staðar, einkum fyrst á morgnana. Þar kom því að lokum að ég pantaði tíma hjá lækni á heilsugæslustöðinni.
Eftir stutt samtal staðfesti heilsugæslulæknirinn þá sjúkdómsgreiningu sem ég hafði þegar gert og vildi skrifa upp á Voltaren Rapid sem er jú bólgueyðandi lyf með verkjastillandi og hitalækkandi verkun. Ég maldaði aðeins í móinn og þóttist telja ólíklegt að bólgueyðandi lyf gæti læknað tognun eitt og sér. Læknirinn benti mér hins vegar á, sem eflaust var rétt, að verkurinn stafaði af blæðingu og bólgu í vöðvanum, þótt lítill væri, og þess vegna myndi Voltaren Rapid flýta fyrir batanum. Þá þakkaði ég fyrir spjallið, sem vissulega hafði verið gagnlegt og upplýsandi, einkum vegna þess að óvissu um sjúkdómsgreininguna hafði að mestu verið eytt. Um leið afþakkaði ég lyfið að sinni og kvaðst ætla að íhuga málið betur áður en lyfseðlaskrif hæfust.
Eftir samtalið við lækninn herti heldur á batanum, þótt engin væru lyfin. Staðfesting hans á sjúkdómsgreiningunni gerði það nefnilega að verkum að ég sneri mér óhræddur að því að teygja og styrkja umræddan vöðva, eða líklega öllu heldur aðliggjandi vöðva. Slíkar aðgerðir hafa jafnan reynst mér vel í tilvikum sem þessu, enda býst ég við að margar tognanir stafi beint og óbeint af misræmi í styrk vöðva á tognunarsvæðinu. Nú eru liðnar 10 vikur frá tognuninni. Ég veit ennþá af henni, en hún er löngu hætt að skipta mig nokkru máli, hvort sem er í svefni eða vöku. Býst við að einkennin verði horfin og gleymd eftir 2-4 vikur til viðbótar.
En hvers vegna afþakkaði ég lyfið? Svarið við því er einfalt. Samkvæmt lauslegum útreikningum mínum var svæðið sem meðhöndla þurfti að hámarki um 8 rúmsentimetrar að stærð, eða um það bil 1/10.000 af líkama mínum. Og þar sem verkurinn hafði hvorki veruleg áhrif á nætursvefn né dagleg störf, þá gat ég með engu móti réttlætt það fyrir sjálfum mér að taka inn lyf, sem óhjákvæmilega hefði einhver alveg óþörf áhrif á hina 9.999/10.000 partana af líkamanum. Ég er samt nokkurn veginn sáttur við lækninn, þó að mér finnist að vísu að hann hefði átt að benda á aðra möguleika til að meðhöndla vandann, þ.e.a.s. staðbundna möguleika, hvort sem var í formi smyrsla, nudds, líkamsæfinga eða annars.
Að ráðast að örlítilli bólgu í örlitlum vöðva sem angrar mann ekki nema örlítið, með inntökulyfjum sem hafa áhrif á allan líkamann, er að mínu mati álíka gáfulegt og að drepa húsflugu með haglabyssu.
Tenglar
Gamla bloggið
- Gamla bloggið Bloggfærslurnar mínar 11/1 2007 - 29/2 2008
Síðurnar mínar
- Fjallvegahlaup Bráðabirgðasíða um Stóra Fjallvegahlaupaverkefnið :-)
- Olíuhreinsistöð Umhverfisþættir í rekstri olíuhreinsistöðva
Börnin mín (sum)
- Keli Frumburðurinn
- Jóhanna - myndir Myndirnar hennar Jóhönnu á Flickr
Vinir og ættingjar
- Hörpumyndir Aðallega Ragnar Ingi auðvitað
Frjálsar og hlaup
- FRÍ Frjálsíþróttasamband Íslands
- Hlaup.is Hlaupasíðan
- Hlaupadagbókin Segir ALLA söguna
- Sænska FRÍ Sænska frjálsíþróttasambandið
- Alþjðafrlsítrasambndð Heimasíða Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, IAAF
Umhverfismálin
- Orð dagsins Af vettvangi Staðardagskrár 21
- UMÍS ehf. Environice Fyrirtækið mitt :-)
- Svanurinn í Noregi Svanur eins og svanir eiga að vera
- Miljø og sundhed Informationscenter for miljø og sundhed í Danmörku
- Landvernd Landvernd
- Náttúran.is Verðandi umhverfisvefur númer eitt
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 145272
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Alveg er ég sammála. Og svo gætu þessi lyf jú haft þau áhrif þar sem þau eru ekki bara bólgueyðandi, heldur líka verkjastillandi, að þú t.d. hefðir getað legið skakkur og sofið án þess að finna strax að þú værir að fara illa með einhverja aðra vöðva, með þeim afleiðingum að þú værir kannski með hálsríg alveg að óþörfu, sem svo þarf að taka lyf við og svo framvegis. Ég er alltaf afskaplega skeptísk á það þegar það er verið að rugla svona tilfinningu manns fyrir sjálfum sér.
Fríða, 26.5.2008 kl. 20:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.