Leita í fréttum mbl.is

Hafnið Mugabe!

Í dag fór ég að ráði Avaaz-samtakanna og sendi Geir H. Haarde svohljóðandi tölvupóst á netfangið postur@for.stjr.is:

------------------------------
03-07-2008

Kæri Geir,

Ég skrifa þér þessar línur til að hvetja þig til að gefa nú þegar út opinbera yfirlýsingu um að ríkisstjórn Íslands viðurkenni ekki Robert Mugabe sem forseta Zimbabve, og hvetji um leið ríkisstjórnir annarra landa til að gera slíkt hið sama.

Besta leiðin til að greiða úr málum í Zimbabve er að koma á viðræðum milli MDC og ZANU PF, en leggja þarf mikla áherslu á að gengið verði til þeirra viðræðna á jafnréttisgrundvelli og að niðurstöður kosninganna 29. mars sl. verði lagðar þar til grundvallar. Miklu máli skiptir að ríkisstjórn Íslands bregðist skjótt við og gefi út yfirlýsingu um málið nú þegar. Ástandið í Zimbabve versnar með hverjum degi sem líður án afgerandi skilaboða alþjóðasamfélagsins um afstöðu þeirra til Mugabe-stjórnarinnar! Hér er ekki eftir neinu að bíða!

Með bestu kveðjum,

Stefán Gíslason
Borgarnesi  
stefan@environice.is
------------------------------

Ég hvet ykkur líka til að senda Geir svona bréf. Þið getið t.d. farið inn á síðuna http://www.avaaz.org/en/zimbabwe_chance_for_peace/6.php?cl=104182148 og fyllt út reitina vinstra megin með nafni ykkar, þjóðlandi o.s.frv. Þá birtist sjálfkrafa bréf til Geirs á ensku í reitnum hægra megin á síðunni. Ef þið viljið, getið þið afritað textann í bréfinni mínu og límt hann yfir enska textann áður en þið ýtið á „SEND“.

Ekki halda að ástandið í Zimbabve skipti ykkur engu máli. Ekki halda heldur að rödd ykkar skipti engu máli. Munið að „Enginn gerði stærri mistök en sá sem gerði ekkert af því að honum fannst hann geta gert svo lítið“, eins og mig minnir að Edmund Burke hafi orðað það. Og var það ekki Tómas Guðmundsson sem orti:

Á meðan til var böl sem bætt þú gast
og barist var á meðan hjá þú sast,
er ólán heimsins einnig þér að kenna!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband