7.7.2008 | 11:34
Svansmerkt jarðgerðarílát
Fyrr í sumar leit ég við í helstu garðyrkjubúðunum og kannaði úrvalið af ílátum til heimajarðgerðar. Að vanda varð ég fyrir miklum vonbrigðum. Ég fann nánar tiltekið ekki eitt einasta nothæft ílát. Hins vegar fann ég botnlausan og óeinangraðan kassa í einni búðinni fyrir 28.000 kall!!! Svoleiðis ílát eru sem sagt ekki nothæf að mínu mati. Þau fjúka t.d. nokkuð auðveldlega í íslenskum vindi, veita sáralitla mótspyrnu gegn innrásum dýra sem ágirnast innihaldið og búa ekki til góðar aðstæður fyrir lífverurnar sem sjá um jarðgerðina. Til þess þarf einangrun.
Það er í sjálfu sér mjög auðvelt að velja gott jarðgerðarílát. Það þarf bara að vera vottað af Norræna svaninum. Þá getur maður m.a verið viss um að ílátið sé laust við hættuleg efni, að engin göt eða rifur á kassanum séu stærri en 7 mm (sem þýðir að engin meindýr komast inn), að lokið geti ekki fokið af, að ílátið sé í 5 ára ábyrgð og að virknin haldist þótt frost sé úti.
Samt er þetta ekki auðvelt, því að svansmerktir kassar fást ekki í íslenskum búðum. Hins vegar flytur R. Gíslason ehf. inn nokkrar gerðir af svansmerktum ílátum í smáum stíl. Þeir sem vilja stunda heimajarðgerð og vantar nothæf ílát til þess, geta því sem best snúið sér þangað. Eðlilega er verðið hins vegar nokkuð hátt, þar sem hagkvæmni stærðarinnar nýtur ekki við.
Á heimasíðu Svansins í Noregi er hægt að fræðast meira um heimajarðgerð og Svansmerkt jarðgerðarílát. Þar er líka þessi fína mynd af nýja jarðgerðarílátinu mínu.
Tenglar
Gamla bloggið
- Gamla bloggið Bloggfærslurnar mínar 11/1 2007 - 29/2 2008
Síðurnar mínar
- Fjallvegahlaup Bráðabirgðasíða um Stóra Fjallvegahlaupaverkefnið :-)
- Olíuhreinsistöð Umhverfisþættir í rekstri olíuhreinsistöðva
Börnin mín (sum)
- Keli Frumburðurinn
- Jóhanna - myndir Myndirnar hennar Jóhönnu á Flickr
Vinir og ættingjar
- Hörpumyndir Aðallega Ragnar Ingi auðvitað
Frjálsar og hlaup
- FRÍ Frjálsíþróttasamband Íslands
- Hlaup.is Hlaupasíðan
- Hlaupadagbókin Segir ALLA söguna
- Sænska FRÍ Sænska frjálsíþróttasambandið
- Alþjðafrlsítrasambndð Heimasíða Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, IAAF
Umhverfismálin
- Orð dagsins Af vettvangi Staðardagskrár 21
- UMÍS ehf. Environice Fyrirtækið mitt :-)
- Svanurinn í Noregi Svanur eins og svanir eiga að vera
- Miljø og sundhed Informationscenter for miljø og sundhed í Danmörku
- Landvernd Landvernd
- Náttúran.is Verðandi umhverfisvefur númer eitt
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Viðskipti
- Íslenski hlutabréfamarkaðurinn skelfur
- Væntingar fyrir uppgjör Alvotech voru miklar
- Bandarísk hlutabréfaverð hrynja við opnun
- Nær 100 tonn af hrossakjöti
- Hertz tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty
- Sveinn ráðinn verkefnastjóri
- Tvöfalt hærra auðlindagjald en mögulegur tollakostnaður
- Hlutabréfaverð féll eftir tollatilkynningu Trumps
- Hringl í útgjaldamálunum á Íslandi
- Harpa var arðbær fjárfesting
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.