Leita í fréttum mbl.is

Eskifjarðarheiðin að baki

Í dag hljóp ég Eskifjarðarheiðina með Pjetri St. Arasyni. Lögðum af stað úr Eyvindardal við mynni Slenjudals kl. 10 í morgun og vorum komnir að kirkjunni í Eskifirði kl. 12.

Austurland 006web
Lagt á Eskifjarðarheiði úr Eyvindardal í morgun. (Ljósm. Björk J)

Leiðin mældist 18,76 km og tíminn nákvæmlega 2:00:50 klst, sem var langtum betra en ég bjóst við. Hafði gert ráð fyrir að þetta tæki allt að þremur tímum. En leiðin er afar greið, vegarslóði alla leiðina, að hluta til listilega hlaðinn á þeim tíma sem Eskifjarðarheiði var þjóðvegur undir lok 19. aldar.

Veðrið lék við okkur rétt eins og í gær. Hægur vindur var af norðvestri, sem sagt meðvindur mestalla leiðina, þurrt og bjart og hitinn um 16°C á láglendi.

Óhætt er að mæla sterklega með Eskifjarðarheiði sem göngu- og hlaupaleið. Heiðin er auðrötuð og laus við mikinn bratta og klungur. Að vísu er nokkuð bratt upp brúnina að norðanverðu, en sá halli ætti ekki að vefjast fyrir neinum. Upphafspunktur leiðarinnar er í u.þ.b 205 m hæð yfir sjó, en hæst fer leiðin í 663 m, ef marka má Garmin hlaupaúrið mitt. Endamarkið er niðri undir sjávarmáli (u.þ.b. 24 m). Vegalengdin frá upphafi upp á hæstu hæðir er um 7 km, en eftir það er allt heldur á undanhaldinu.

Sem sagt: Frábær leið og skemmtilegur dagur. Frásagnir af hlaupum dagsins og gærdagsins verða væntanlega komnar inn á www.fjallvegahlaup.is í næstu viku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn elding

Bíð spenntur eftir frásögn af hlaupunum. Skilaðu kveðju til Péturs St. - Örn elding, hlaupagikkur sem hvílir nú hlaup en hjólar.

Örn elding, 18.7.2008 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband