Leita ķ fréttum mbl.is

Eskifjaršarheišin aš baki

Ķ dag hljóp ég Eskifjaršarheišina meš Pjetri St. Arasyni. Lögšum af staš śr Eyvindardal viš mynni Slenjudals kl. 10 ķ morgun og vorum komnir aš kirkjunni ķ Eskifirši kl. 12.

Austurland 006web
Lagt į Eskifjaršarheiši śr Eyvindardal ķ morgun. (Ljósm. Björk J)

Leišin męldist 18,76 km og tķminn nįkvęmlega 2:00:50 klst, sem var langtum betra en ég bjóst viš. Hafši gert rįš fyrir aš žetta tęki allt aš žremur tķmum. En leišin er afar greiš, vegarslóši alla leišina, aš hluta til listilega hlašinn į žeim tķma sem Eskifjaršarheiši var žjóšvegur undir lok 19. aldar.

Vešriš lék viš okkur rétt eins og ķ gęr. Hęgur vindur var af noršvestri, sem sagt mešvindur mestalla leišina, žurrt og bjart og hitinn um 16°C į lįglendi.

Óhętt er aš męla sterklega meš Eskifjaršarheiši sem göngu- og hlaupaleiš. Heišin er aušrötuš og laus viš mikinn bratta og klungur. Aš vķsu er nokkuš bratt upp brśnina aš noršanveršu, en sį halli ętti ekki aš vefjast fyrir neinum. Upphafspunktur leišarinnar er ķ u.ž.b 205 m hęš yfir sjó, en hęst fer leišin ķ 663 m, ef marka mį Garmin hlaupaśriš mitt. Endamarkiš er nišri undir sjįvarmįli (u.ž.b. 24 m). Vegalengdin frį upphafi upp į hęstu hęšir er um 7 km, en eftir žaš er allt heldur į undanhaldinu.

Sem sagt: Frįbęr leiš og skemmtilegur dagur. Frįsagnir af hlaupum dagsins og gęrdagsins verša vęntanlega komnar inn į www.fjallvegahlaup.is ķ nęstu viku.


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Athugasemdir

1 Smįmynd: Örn elding

Bķš spenntur eftir frįsögn af hlaupunum. Skilašu kvešju til Péturs St. - Örn elding, hlaupagikkur sem hvķlir nś hlaup en hjólar.

Örn elding, 18.7.2008 kl. 23:23

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Jan. 2020
S M Ž M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband