Leita í fréttum mbl.is

Brekkugjá hlaupin í austfirskri blíðu

Hlaupið um Brekkugjá í dag gekk vonum framar, enda veðrið eins og best verður á kosið. Ég lagði upp frá Brekku í Mjóafirði um 2-leytið í fylgd með Norðfirðingnum Pjetri St. Arasyni. Leiðin upp á hæstu hæðina tók rúman klukkutíma (1:01:25 klst.). Þessi spölur er reyndar bara 4,02 km, en innifalin er u.þ.b. 750 m hækkun. Alla vega sýndi GPS-hlaupaúrið 808 m hæð þar sem hæst bar. Leiðin upp var greið, nema hvað efst þar sem farið var um brattar fannir. Þar hefðu keðjurnar komið sér vel. Reynið ekki að fara þarna á blankskóm!

Til að gera langa sögu stutta komum við að endamarkinu við Þórarinsstaði í Seyðisfirði þegar klukkan var 10 mínútur gengin í 5. Þá voru 14,11 km að baki og liðnar 2:10:33 klst. Mjög sáttur við það.

Skrifa meira um þetta síðar, að vanda. Á morgun er það Eskifjarðarheiðin. Leggjum af stað úr Eyvindardal kl. 10.00

Brekkugjá 021web
Þarna sést Pjetur stefna ótrauður upp í Brekkugjá á 3. tímanum í dag. Leiðin upp liggur hægra megin við langa bogna skaflinn lengst til vinstri á myndinni. Þegar upp er komið blasir við nýr hjalli. Þar er betra að fara varlega á bröttum fönnum. Veðrið sést á myndinni.

PS: Hægt er fræðast meira um hlaup dagsins í Svæðisútvarpinu á Austurlandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband