Leita ķ fréttum mbl.is

Ekki bakka meš umhverfismatiš

Žessa dagana er mikiš rętt um žį įkvöršun umhverfisrįšherra aš framkvęmdir vegna įlvers į Bakka skuli fara ķ heildstętt umhverfismat. Reyndar finnst mér einkennilegt aš menn žurfi aš ręša žessa įkvöršun eitthvaš. Žaš hlżtur aš vera öllum til góšs žegar til lengri tķma er litiš aš slķkt heildstętt mat fari fram.

Til hvers er umhverfismat?
Tilgangur meš umhverfismati er ekki aš koma ķ veg fyrir framkvęmdir, heldur aš tryggja eftir föngum aš įšur en endanleg įkvöršun er tekin, liggi fyrir allar tiltękar upplżsingar um vęntanleg įhrif viškomandi framkvęmdar į umhverfi og samfélag. Žegar um jafnstóra framkvęmd er aš ręša og įlveriš viš Hśsavķk, er naušsynlegt aš skapa sem besta yfirsżn yfir žau įhrif sem įlveriš, virkjanir ķ tengslum viš žaš, hįspennulķnur – og allt sem žessu tengist – hafa žegar į heildina er litiš. Žaš er nefnilega svo meš alla hluti, aš heildarįhrifin geta veriš önnur en įhrif einstakra žįtta lögš saman.

Vönduš įkvaršanataka
Mįliš snżst ekki sķst um vandaša įkvaršanatöku. Žeim mun gleggri upplżsingar sem liggja fyrir um įhrif framkvęmdanna, žeim mun vandašri veršur įkvaršanatakan. Ferliš į ekki aš vera žannig aš fyrst taki menn ófrįvķkjanlega įkvöršun og aš sķšan sé litiš į alla upplżsingasöfnun – og jafnvel upplżsingamišlun – sem ónęši sem eingöngu er til žess falliš aš spilla fyrir ferlinu.

Aš skipta um skošun
Endanleg įkvöršun um aš rįšast ķ framkvęmd er alltaf pólitķsk. Hśn byggir sem sagt į skošun žeirra sem įkvöršunina eiga aš taka, aš teknu tilliti til regluverksins. Įkvöršunin er sem sagt ekki vélręn, ekki eitthvert „jį“ eša „nei“ sem dettur śt af vélvęddu og óskeikulu įkvaršanatökufęribandi. Til žess aš geta tekiš įkvöršunina žurfa viškomandi einstaklingar žvķ aš hafa skošaš sem flesta žętti mįlsins sem best. Annars eru žeir ekki ķ ašstöšu til aš taka vandaša įkvöršun.

Nišurstöšur umhverfismats neyša engan til aš skipta um skošun. En žęr geta hins vegar leitt til žess aš skošanir breytist – į hvorn veginn sem er! Žegar nišurstöšur žessa heildstęša umhverfismats liggja fyrir, munu žannig vęntanlega einhverjir sem nś eru į móti žessum framkvęmdum skipta um skošun žegar žeir sjį aš žetta veršur lķklega ekki eins slęmt og žeir héldu. Og ašrir sem nś eru fylgjandi žessum framkvęmdum munu vęntanlega einnig skipta um skošun žegar žeir sjį hversu mikil hin samanlögšu įhrif verša. Eftir žetta er mönnum ekkert aš vanbśnaši aš taka įkvöršun.

Gott fordęmi Landsvirkjunar og Alcoa
Fyrirtękin sem bera hvaš mestan žunga af fyrirhugušum framkvęmdum viš Hśsavķk eru Landsvirkjun og Alcoa. Bęši žessi fyrirtęki hafa mikinn metnaš į sviši umhverfis- og samfélagsmįla, jafnvel žótt żmsir kunni aš halda öšru fram. Žessi metnašur endurspeglast m.a. ķ sameiginlegu verkefni fyrirtękjanna, svonefndu sjįlfbęrniverkefni, sem sett var į laggirnar til aš fylgjast meš įhrifum framkvęmda viš Kįrahnjśkavirkjun og įlveriš į Reyšarfirši į samfélag, umhverfi og efnahag į Austurlandi. Eins og Frišrik Sophusson forstjóri Landsvirkjunar hefur sjįlfur sagt, žį var tilgangurinn meš verkefninu ekki „aš sannfęra neinn heldur śtbśa męlikvarša į įhrif framkvęmdanna žannig aš viš tölušum sama tungumįl žegar viš förum aš meta hvort įhrifin eru góš eša slęm“. Aš hans sögn er nefnilega „afar mikilvęgt aš allar upplżsingar séu uppį boršinu“. Hann telur aš af žessu verkefni megi „draga lęrdóm til framtķšar og bęta vinnubrögšin ķ nżjum verkefnum“. Helsti gallinn viš verkefniš fyrir austan var sį aš žaš fór ekki ķ gang fyrr en menn stóšu frammi fyrir oršnum hlut. Žaš nżttist meš öšrum oršum ekki ķ upphaflegri įkvaršanatöku – og sömuleišis var ekki alltaf aušvelt aš įtta sig į nśllpunktinum, ž.e.a.s. stöšu einstakra męlikvarša eins og hśn var įšur en framkvęmdir hófust. Ekki mį rugla verkefni af žessu tagi saman viš hiš formlega umhverfismatsferli, en hugmyndafręšin er af sama toga!

Nišurstaša

  1. Heildstętt umhverfismat er naušsynlegt til aš stušla aš sem vandašastri įkvaršanatöku um žaš hvort eša hvernig skuli rįšist ķ framkvęmdirnar fyrir noršan.
  2. Žessi vinnubrögš eru mjög ķ anda žeirra sem Landsvirkjun og Alcoa hafa beitt ķ sjįlfbęrniverkefninu į Austurlandi, nema hvaš nś er tękifęri til aš nżta žann lęrdóm sem žar fékkst og bęta vinnubrögšin meš žvķ aš hefjast handa mun fyrr, ž.e.a.s. nógu snemma til aš hjįlpa til viš įkvaršanatökuna.
  3. Žaš er hugsanlegt aš heildstętt umhverfismat lengi undirbśningsferliš, en į móti kemur aš žaš aušveldar hlutašeigandi ašilum aš móta sér skošun (sbr. 1. liš) og er til žess falliš aš skapa sįtt um hina endanlegu įkvöršun um žaš hvort rįšist skuli ķ framkvęmdirnar og hvernig skuli žį gengiš til verks.

mbl.is Žórunn kemur ekki į nefndarfund
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt

« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir žetta. Vķsa ķ žetta į heimasķšu minni.

Gķsli Baldvinsson (IP-tala skrįš) 13.8.2008 kl. 09:57

2 Smįmynd: Lįra Hanna Einarsdóttir

Tek heilshugar undir meš žér. Nema hvaš... ég er alltaf tortryggin gagnvart mati eins og žessu sjįlfbęrniverkefni žegar hagsmunaašilar standa aš slķku. Žaš er žeim ķ hag aš nišurstašan sé jįkvęš, ķ óhag aš hśn sé neikvęš og žeim ķ lófa lagiš aš haga seglum eftir vindi. Betra vęri aš óhįšir, sjįlfstęšir ašilar sęju um slķkt verkefni.

Lįra Hanna Einarsdóttir, 13.8.2008 kl. 10:28

3 Smįmynd: Stefįn Gķslason

Žetta meš hagsmunatengslin er alltaf vandamįl, sérstaklega ķ litlum samfélögum eins og žvķ ķslenska. Um leiš og einhver óhįšur ašili er byrjašur aš vinna svona verk er hętt viš žvķ aš hann flękist ķ verkiš, m.a. vegna žess aš žaš er jś framkvęmdaašilinn sem borgar brśsann. Lķklega er erfitt aš finna ašra leiš ķ žvķ. Žar koma m.a. upp spurningar um žaš hvort verjandi sé aš hinn sameiginlegi sjóšur (rķkiš) kosti umfangsmiklar rannsóknir fyrir hagsmunaašila. Kannski vęri hęgt aš leysa žaš meš fjįrsterkum aušlindasjóši?

Sś leiš sem Landsvirkjun og Alcoa fóru ķ verkefninu sķnu er athyglisverš, en žar var stofnašur breišur samrįšshópur, žar sem bęši fylgjendur og andstęšingar įttu sķna fulltrśa. Ķ žessum hópi var reynt aš nį samstöšu um žaš hvaša žętti skyldi męla og hvernig - og gekk bara žokkalega. En įkvöršunin var nįttśrulega stašreynd įšur en sest var nišur.

Stefįn Gķslason, 13.8.2008 kl. 10:55

4 Smįmynd: Gušrśn Helgadóttir

Takk fyrir skżra śtlistun į žessu umdeilda mįli. Žaš er ekki vanžörf į aš skżra mįlin betur žvķ allt of mörgum viršist koma žaš mjög ķ opna skjöldu aš umhverfisrįšherra skuli fyrst og fremst horfa į góša stjórnsżslu varšandi umhverfismįl framkvęmda. Er starfsheitiš hennar Žórunnar ekki nógu gagnsętt?

Gušrśn Helgadóttir, 15.8.2008 kl. 16:36

5 identicon

Tengist žessu mįli ekki neitt, en hérna er vķdjóiš sem viš vorum aš leita aš ķ gęr: http://www.youtube.com/watch?v=HBfUldT8XpI

Keli (IP-tala skrįš) 16.8.2008 kl. 15:27

6 identicon

Žaš var vķst bśiš aš henda žvķ śt!

Keli (IP-tala skrįš) 16.8.2008 kl. 15:29

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Jan. 2020
S M Ž M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband