21.8.2008 | 09:07
Áheitahlaup á laugardag
Eins og landsmönnum er kunnugt ætla ég að hlaupa 10 km í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardaginn. Ætlaði upphaflega töluvert lengri vegalengd, en æfingamagn sumarsins gefur tæplega tilefni til þess. Því ákvað ég að láta 10 km duga, enda gefur það líka tækifæri til að ljúka ákveðnu verki. Ég þarf nefnilega að hlaupa 10 km á betri tíma en 43:27 mín við fyrstu hentugleika.
Forsaga málsins er sú, að í fyrra hitti ég Pétur Pétursson, vin minn, Strandamann og fyrrum landsliðsmann í þrístökki, á förnum vegi, nánar tiltekið á Djúpvegi skammt frá Hólmavík. Við þetta tækifæri benti hann mér á að hann hefði hlaupið 10 km á 43:27 mín eftir fimmtugt og lét að því liggja að ég hlyti nú að geta gert betur á nýfengnum sextugsaldri. Það er því ljóst að ég verð ekki í rónni fyrr en þessu markmiði er náð.
Reyndar á ég miklu betri tíma en 43:27 mín. Ég hef sko hlaupið 10 km á 36:54,8 mín, en það var þegar ég var 17 ára, og af einhverjum ástæðum hefur mér gengið illa að nálgast þann tíma síðustu árin. Núna er 43:27 raunhæft markmið, sem ég tel mig eiga um 50% möguleika á að ná á laugardaginn.
Hlaupið á laugardag er áheitahlaup. Þeir sem vilja heita á mig eða aðra hlaupara, t.d. Þorkel son minn, sem á vel að merkja best 39:32 mín í 10 km, geta gert það með einföldum hætti með því að fara inn á heimasíðu Reykjavíkurmaraþonsins, smella þar á tengilinn Heita á hlaupara og fylgja þeim leiðbeiningum sem þar birtast. Féð sem við feðgarnir söfnum með þessum hætti rennur til FSMA, félags aðstandenda og einstaklinga með SMA-sjúkdóminn (Spinal Muscular Atrophy) á Íslandi.
Tenglar
Gamla bloggið
- Gamla bloggið Bloggfærslurnar mínar 11/1 2007 - 29/2 2008
Síðurnar mínar
- Fjallvegahlaup Bráðabirgðasíða um Stóra Fjallvegahlaupaverkefnið :-)
- Olíuhreinsistöð Umhverfisþættir í rekstri olíuhreinsistöðva
Börnin mín (sum)
- Keli Frumburðurinn
- Jóhanna - myndir Myndirnar hennar Jóhönnu á Flickr
Vinir og ættingjar
- Hörpumyndir Aðallega Ragnar Ingi auðvitað
Frjálsar og hlaup
- FRÍ Frjálsíþróttasamband Íslands
- Hlaup.is Hlaupasíðan
- Hlaupadagbókin Segir ALLA söguna
- Sænska FRÍ Sænska frjálsíþróttasambandið
- Alþjðafrlsítrasambndð Heimasíða Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, IAAF
Umhverfismálin
- Orð dagsins Af vettvangi Staðardagskrár 21
- UMÍS ehf. Environice Fyrirtækið mitt :-)
- Svanurinn í Noregi Svanur eins og svanir eiga að vera
- Miljø og sundhed Informationscenter for miljø og sundhed í Danmörku
- Landvernd Landvernd
- Náttúran.is Verðandi umhverfisvefur númer eitt
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Innlent
- Starfsfólkið oft úr tengslum við raunveruleikann
- Fyrirtaka í menningarnæturmálinu á morgun
- Nærri 500 tré voru felld í Öskjuhlíð um helgina
- HHÍ leitar að 250 vinningshöfum
- Foreldrar ræði ekki við fjölmiðla
- Grunaður um þjófnað úr bifreiðum
- Kólnar með norðanáttinni
- Samstaðan er lykilatriði
- Formaður SÍS rúinn trausti
- Vill einn héraðsdóm í landinu
Erlent
- Fáni fyrir hvern fallinn Úkraínumann
- Beint: Leiðtogar mættir til Úkraínu
- Loftvarnaflautur óma um Kænugarð
- Líkti Bandaríkjum Trumps við Rússland
- Þrjú ár frá innrás Rússa
- Þúsundum sagt upp í Bandaríkjunum fyrir miðnætti
- AfD réttir fram höndina til CDU
- Trump fagnar úrslitunum í Þýskalandi
- Kristilegir demókratar stærstir: AfD í sókn
- Ætlar að nýta sér einstakt samband við Trump
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.