23.8.2008 | 14:46
Markmiðið náðist ekki ;-(
Ég náði ekki því markmiði mínu í 10 km hlaupi Reykjavíkurmaraþonsins að hlaupa á betri tíma en 43:27 mín.
Tíminn minn í morgun var bara 44:04 mín, sem dugði í 84. sæti af 2.929 keppendum samkvæmt bráðabirgðaúrslitum á www.marathon.is. Held ég hafi verið í 6. sæti karla á sextugsaldri. Þetta eru náttúrulega gríðarleg vonbrigði og ljóst að ég verð að taka næstu daga í að fara yfir hvað fór úrskeiðis. Jæja, ég veit það svo sem alveg. Í fyrsta lagi fór ekkert úrskeiðis, ég leyfði mér bara að njóta hlaupsins og leit aldrei á klukkuna fyrr en á síðustu 100 metrunum. Og ég er náttúrulega bara glaður að geta enn hlaupið þessa vegalengd á ekki lengri tíma. Í öðru lagi hef ég einfaldlega ekki hlaupið nógu mikið síðari hluta sumars.
Þorkell frumburður var auðvitað langt á undan mér eins og venjulega. Hann hljóp á 42:47 mín og varð í 63. sæti af þessum sömu 2.929 keppendum. Hann hélt sem sagt uppi heiðri fjölskyldunnar.
Þetta var 15. 10 km keppnishlaupið mitt - og reyndar 5. besti tíminn frá upphafi, þrátt fyrir allt. Besta tímanum náði ég á innanfélagsmóti ÍR á Melavellinum sunnudaginn 6. október 1974, 36:54,8 mín. Eins og ég hef áður sagt hefur gengið illa að toppa það upp á síðkastið. Næstbesti tíminn náðist í Ármannshlaupinu 25. júlí 1996, 41:00 mín. Síðan koma 43:14 mín. í Ármannshlaupinu 29. júlí 2004, 43:42 mín í Brúarhlaupinu á Selfossi 3. september 2005 og svo 44:04 mín í dag.
Margt hefur breyst í hlaupunum síðan árið 1974. Það ár náðu samtals 11 Íslendingar þeim áfanga að hlaupa 10 km í keppni - og höfðu aldrei verið fleiri! (Ég var með 6. besta tímann). Nú gæti ég trúað að þeir væru um 2.000. Fjöldi hlaupara í morgun gefur einhverja vísbendingu, en eins og fram hefur komið voru þeir u.þ.b. 2.929. Þar af voru auðvitað allmargir útlendingar, en á móti kemur að margir Íslendingar hlaupa þessa vegalend annars staðar en í Reykjavíkurmaraþoni. Mér sýnist þannig talan 2.000 hljóta að vera nærri lagi. Þetta finnst mér skemmtileg þróun!
Tenglar
Gamla bloggið
- Gamla bloggið Bloggfærslurnar mínar 11/1 2007 - 29/2 2008
Síðurnar mínar
- Fjallvegahlaup Bráðabirgðasíða um Stóra Fjallvegahlaupaverkefnið :-)
- Olíuhreinsistöð Umhverfisþættir í rekstri olíuhreinsistöðva
Börnin mín (sum)
- Keli Frumburðurinn
- Jóhanna - myndir Myndirnar hennar Jóhönnu á Flickr
Vinir og ættingjar
- Hörpumyndir Aðallega Ragnar Ingi auðvitað
Frjálsar og hlaup
- FRÍ Frjálsíþróttasamband Íslands
- Hlaup.is Hlaupasíðan
- Hlaupadagbókin Segir ALLA söguna
- Sænska FRÍ Sænska frjálsíþróttasambandið
- Alþjðafrlsítrasambndð Heimasíða Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, IAAF
Umhverfismálin
- Orð dagsins Af vettvangi Staðardagskrár 21
- UMÍS ehf. Environice Fyrirtækið mitt :-)
- Svanurinn í Noregi Svanur eins og svanir eiga að vera
- Miljø og sundhed Informationscenter for miljø og sundhed í Danmörku
- Landvernd Landvernd
- Náttúran.is Verðandi umhverfisvefur númer eitt
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 145212
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú ert nú eitthvað verri :) Þetta er ekki beint lélegur tími!!! Brunasár (ör?) og allt. Kannski þú náir markmiðinu þegar þú hættir að tuða um þennan sextugsaldur þinn. :P Til hamingju með þennan flotta tíma og til hamingju með frumburðinn :)
Fríða, 24.8.2008 kl. 11:06
Takk Fríða!
Stefán Gíslason, 24.8.2008 kl. 12:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.