Leita í fréttum mbl.is

Ókeypis sjálfvirk líkamsrækt vanmetin

Ég held að sú líkamsrækt sem maður getur fengið í daglega lífinu án kostnaðar eða sérstakra tilfæringa sé stórlega vanmetin. Þá á ég einkum við þá líkamsrækt sem felst í því að ganga eða hjóla í og úr vinnu. Þeir sem gera þetta næstum daglega komast í ágætis form án þess að taka eiginlega eftir því. Auk þess örvar þessi iðja hugann á leið í vinnu og hreinsar hann á leiðinni til baka.

Líkamsrækt þarf ekki að vera aðskilin frá öðru í lífinu. Hún getur sem best verið hluti af því.

Kannski væri fólk duglegra að hjóla og ganga ef það þyrfti að borga fyrir það, kaupa mánaðarkort til að mega ganga, eða eitthvað í þá veru.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband