Leita í fréttum mbl.is

7x7

Í dag lauk 7 daga hlaupaæfingalotu með 7 km á dag. Ég held reyndar að ekki sé mælt með svona æfingafyrirkomulagi í hlaupablöðum og -bókum, enda fljótt á litið óskynsamlega einhæft. Ég hef hins vegar alveg sæmilega reynslu af svona háttalagi til að bæta formið á stuttum tíma, held ég hafi notað það fyrst þegar ég var að æfa fyrir landsmót UMFÍ á Akranesi 1975. Hafði slegið mjög slöku við æfingar mánuðina á undan, en tókst með þessu móti að komast í sæmilegt hlaupaform á mjög stuttum tíma. Reyndar var dagskammturinn bara 3,1 km ef ég man rétt en ekki 7. Já, og formið varð vel að merkja ekki meira en sæmilegt. Ég keppti í 1.500 og 5.000 m hlaupum á landsmótinu, náði mínum bestu tímum í báðum hlaupum, en „dó“ líka í þeim báðum.

Tilgangurinn með þessari 7x7 km tilraun er náttúrulega að reyna að herða mig upp fyrir aðra atlögu að 43:27 mínútna markmiðinu í 10 km, sem mér tókst ekki að ná um síðustu helgi. Fæ tækifæri í Brúarhlaupinu á Selfossi nk. laugardag, ef ég nenni. Það verður gaman að sjá hvort þetta uppátæki hafi skilað einhverju.

Ein góð ástæða þess að taka svona einhæfa æfingaviku er sú, að þetta lítur svo vel út í hlaupadagbókinni á www.hlaup.com: Smile

Úr hlaupadagbókinni

Býst við að bæta tveimur 7 km dögum við þessa lotu á morgun og hinn og hvíla mig svo það sem eftir er vikunnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband