2.9.2008 | 23:27
Gaflfellsheiðin framundan
Nú er farið að styttast í Gaflfellsheiðina. Ætla að skokka yfir hana fimmtudaginn 11. september nk. í tilefni af því að þá verða liðin 100 ár frá fæðingu pabba og hann steig jú fyrstu sporin á Brunngili í Bitru, einmitt þar sem komið er niður af heiðinni að norðanverðu.
Hlaupið yfir Gaflfellsheiðina byrjar hjá bænum Ljárskógum, skammt norðan Búðardals. Fyrstu 10 kílómetrarnir fram að Ljárskógaseli eru greiðfærir og næstu 8 líka að ég held, eftir slóða sem mér skilst að sé jeppafær, fram á svonefndar Hvanneyrar að leitarkofa Laxdæla. Þar tekur hinn eiginlegi heiðarvegur við, líklega um 14 km norður að Brunngili. Síðasti spölurinn er síðan svo sem 5 km frá Brunngili niður að vegamótum við Djúpveg við botn Bitrufjarðar. Þar endar ferðalagið, samtals sem sagt um 37 km.
Að mér meðtöldum hafa eitthvað um 5 manns líst áhuga á að koma með í þetta ferðalag. Vona bara að sem flestir sláist í hópinn. Því fleiri, þeim mun skemmtilegra. Ég ætla svo sem ekki að skipuleggja neitt, en reyni auðvitað að gefa góð ráð um bestu mögulegu nýtingu bílferða og svoleiðis. Væntanlega verður hægt að fá far með fjallajeppa bróður míns framundir Hvanneyrar og hlaupa svo (eða ganga) þaðan til að stytta leiðina svolítið. Eins stefna einhverjir að því að hefja ferðalagið við Brunngil og taka síðasta spölinn. Það er sem sagt engin skylda að slást í hópinn alla leiðina.
Ég er búinn að skrifa svolítið um Gaflfellsheiðina á fjallvegahlaupasíðuna mína, nánar tiltekið á http://www.environice.is/default.asp?Sid_Id=38189&tId=1.
Sendið mér endilega línu ef ykkur langar að taka þátt í þessari uppákomu. Það er líka allt í lagi að spyrja ef eitthvað er óljóst. Er ekki bara málið að skella sér?
Hægt er að fræðast meira um fjallvegahlaupaverkefnið mitt á www.fjallvegahlaup.is.
Tenglar
Gamla bloggið
- Gamla bloggið Bloggfærslurnar mínar 11/1 2007 - 29/2 2008
Síðurnar mínar
- Fjallvegahlaup Bráðabirgðasíða um Stóra Fjallvegahlaupaverkefnið :-)
- Olíuhreinsistöð Umhverfisþættir í rekstri olíuhreinsistöðva
Börnin mín (sum)
- Keli Frumburðurinn
- Jóhanna - myndir Myndirnar hennar Jóhönnu á Flickr
Vinir og ættingjar
- Hörpumyndir Aðallega Ragnar Ingi auðvitað
Frjálsar og hlaup
- FRÍ Frjálsíþróttasamband Íslands
- Hlaup.is Hlaupasíðan
- Hlaupadagbókin Segir ALLA söguna
- Sænska FRÍ Sænska frjálsíþróttasambandið
- Alþjðafrlsítrasambndð Heimasíða Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, IAAF
Umhverfismálin
- Orð dagsins Af vettvangi Staðardagskrár 21
- UMÍS ehf. Environice Fyrirtækið mitt :-)
- Svanurinn í Noregi Svanur eins og svanir eiga að vera
- Miljø og sundhed Informationscenter for miljø og sundhed í Danmörku
- Landvernd Landvernd
- Náttúran.is Verðandi umhverfisvefur númer eitt
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Við eldri systkinin ætlum ekki að leggja í það þrekvirki að hlaupa, en í þess stað höfum við hugsað okkur að ganga frá „upphafi til enda“, þ.e. frá Brunngili, þar sem pabbi fæddist og ólst upp, langleiðina heim að Hvítarhlíð þar sem hann átti heima 1930-56 og þaðan að Gröf, þar sem hann bjó frá 1956 til dánardags. Leiðin mun vera rúmir 14 kíllómetrar og ætlum við að ganga á okkar hraða (fremur rólega), sem þýðir væntanlega að við verðum í það minnsta 3,5 klst. Að sjálfsögðu er þeim sem hafa áhuga velkomin að koma með okkur.
Hallgrímur Gíslason (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 21:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.