Leita í fréttum mbl.is

Það byrjar með tungumálinu

Mig langar að vekja athygli á grein sem Bertel Haarder menntamála- og samstarfsráðherra Danmerkur skrifar í Jótlandspóstinn í dag. Í greininni lýsir hann kjarna norræns samstarfs og minnir á að norrænn tungumálaskilningur er hornsteinn þess. Bertel vill að þetta atriði verði tekið til rækilegrar umfjöllunar á þingi Norðurlandaráðs í Helsinki í lok þessa mánaðar, því að nú sé virkilega þörf á að styrkja þennan sameiginlega grunn. Við Bertel erum sammála um að þessu hafi ekki verið sinnt sem skyldi á síðustu árum.

Hægt er að lesa íslenska umfjöllun um grein Bertels á heimasíðu Norðurlandaráðs, og svo er auðvitað upplagt og í anda viðfangsefnisins að spreyta sig á dönsku útgáfunni á heimasíðu Jótlandspóstsins.

Ég er ekki í vafa um að góð kunnátta í norrænum málum er mikilvægur liður í að viðhalda áratugalöngu vináttusambandi við frændur okkar á Norðurlöndunum. Enginn er svo sterkur að hann þurfi ekki vini, jafnvel þegar vel árar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fínt framtak hjá þér og góð grein í Jyllandsposten. Orð í tíma töluð.

Vona að þú fyrirgefir að ég set hér inn sænskan söngtexta og tilvísun á vefinn  þar sem lagið er sungið af Cornelis  Vresvijk sem einnig er höfundur textans. Svo geta menn spreytt sig við að skilja.

Balladen om herr Fredrik Åkare och den söta fröken Cecilia Lind
Lag : Trad.

Från Öckerö loge hörs dragspel och bas
och fullmånen lyser som var den av glas.
Där dansar Fredrik Åkare kind emot kind
med lilla fröken Cecilia Lind.

Hon dansar och blundar så nära intill
hon följer i dansen precis vart han vill.
Han för och hon följer så lätt som en vind.
Men säg varför rodnar Cecilia Lind?

Säg var det för det Fredrik Åkare sa:
Du doftar så gott och du dansar så bra.
Din midja är smal och barmen är trind.
Vad du är vacker, Cecilia Lind.

Men dansen tog slut och vart skulle dom gå?
De bodde så nära varandra ändå.
Till slut kom de fram till Cecilias grind.
Nu vill jag bli kysst, sa Cecilia Lind.

Vet hut, Fredrik Åkare, skäms gamla karln!
Cecilia Lind är ju bara ett barn.
Ren som en blomma, skygg som en hind.
Jag fyller snart sjutton, sa Cecilia Lind.

Och stjärnorna vandra och timmarna fly
och Fredrik är gammal men månen är ny.
Ja, Fredrik är gammal men kärlek är blind.
Åh, kyss mig igen, sa Cecilia Lind.

S.H. (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 08:59

2 identicon

Gleymdi tilvísuninni á YouTubehttp://www.youtube.com/watch?v=TJgdrkMtyA0

S.H. (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 09:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband