23.10.2008 | 23:06
Nó komment
Ég hef ákveðið að blogga ekki meira um bankakreppuna, hvorki á íslensku né ensku, nema þá hugsanlega í hálfkæringi eða bundnu máli. Að baki þessari ákvörðun liggja tvær ástæður. Annars vegar er ég ekkert sérstaklega góður í ensku, alla vega ekki nógu góður til að fyrirbyggja misskilning þegar rætt er um viðkvæm mál sem varða heill þjóðarinnar um langa framtíð. Hins vegar hef ég enga fagþekkingu á hagstjórn. Ég tel heppilegt að ég og þeir aðrir sem eru háðir annarri eða báðum þessum takmörkunum haldi sig til hlés á þessum viðsjárverðum tímum, því að allt sem sagt er eða skrifað getur haft áhrif á framvindu mála, og þau ekki endilega jákvæð.
Davíð: Varaði ítrekað við að bankar væru í hættu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Gamla bloggið
- Gamla bloggið Bloggfærslurnar mínar 11/1 2007 - 29/2 2008
Síðurnar mínar
- Fjallvegahlaup Bráðabirgðasíða um Stóra Fjallvegahlaupaverkefnið :-)
- Olíuhreinsistöð Umhverfisþættir í rekstri olíuhreinsistöðva
Börnin mín (sum)
- Keli Frumburðurinn
- Jóhanna - myndir Myndirnar hennar Jóhönnu á Flickr
Vinir og ættingjar
- Hörpumyndir Aðallega Ragnar Ingi auðvitað
Frjálsar og hlaup
- FRÍ Frjálsíþróttasamband Íslands
- Hlaup.is Hlaupasíðan
- Hlaupadagbókin Segir ALLA söguna
- Sænska FRÍ Sænska frjálsíþróttasambandið
- Alþjðafrlsítrasambndð Heimasíða Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, IAAF
Umhverfismálin
- Orð dagsins Af vettvangi Staðardagskrár 21
- UMÍS ehf. Environice Fyrirtækið mitt :-)
- Svanurinn í Noregi Svanur eins og svanir eiga að vera
- Miljø og sundhed Informationscenter for miljø og sundhed í Danmörku
- Landvernd Landvernd
- Náttúran.is Verðandi umhverfisvefur númer eitt
Athugasemdir
Ég er sjálf komin á sömu skoðun og ætla að halda bloggum mínum og kommentum á ástandið í lágmarki.
Þegar pólitíkus sem telur sig nógu ábyrgan til leitast eftir forystuhlutverki í íslenskum stjórnmálum er farinn að tala opinberlega um byltingu, og gamall pólitíkus kemur fram í dagsljósið og úttalar sig um ástandið í sjónvarpsþætti og er næstkomandi laugardag skráður fyrir opinberum mótmælafundi gegn ástandinu (skyldi hann langa aftur á þing?) þykir mér menn vera farnir að notfæra sér það sama ástand til að slá sjálfa sig til riddara.
Minni spámenn í bloggheimum blása í herlúðra af krafti og beita til þess smásmugulegum árásum á einstakar persónur.
Ég tek ekki (lengur) þátt í slíku.
Þó mér finnist ennþá að stjórn Seðlabankans ætti að segja af sér. Ég vil afsögn - ekki afhausun.
Greta Björg Úlfsdóttir, 24.10.2008 kl. 04:32
Heyri að skynsemin ríkir á þessari síðu! Auðvitað skiptir máli hvað sagt og skrifað er. Þarna úti er fólk sem á það til að æsast upp og eflast í reiði, eða þunglyndi bæði ráðamenn og almúginn og ekki er á það bætandi.
ha ha (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 08:22
Húmorinn í þessari færslu er svo djúpur að álitsgjafarnir hér fyrir ofan hafa ekki kveikt - ég ætla ekki að skemma þetta frekar.
Guðm.Ól (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 13:32
Stefán Gíslason, 24.10.2008 kl. 14:30
Ég hef líka tekið þessa sömu afstöðu. Ætla að reyna að blogga um líðandi stundir og þá helst þær ánægjulegu og kannski skondnu, því það er nóg af nóg af þeim út um allt.
Ég hef nægar skoðanir á málunum, en hef ákveðið að viðra þær ekki lengur opinberlega, það dregur svo úr mér mátt og kjark að allar fréttir alls staðar séu um efnahagsmál og kreppu að mér finnst mér ekki stætt á að bæta þar í.
María Richter, 24.10.2008 kl. 15:56
Að vísu brá ég út af þessari fyrirætlun minni við fréttirnar af sölunni í Bretlandi...það fauk þvílíkt í mig.
En mér finnst sú frétt undirstrika að við verðum að standa við bakið á ríkisstjórninni þessa dagana. Síðan kemur í ljós, t.d. í næstu kosningum, hvernig tekið verður á málum.
Greta Björg Úlfsdóttir, 24.10.2008 kl. 16:01
Svei mér þá Stebbi, að þú sért bara ekki að gefa boltann á bloggliðið hér. Auðvitað á að reynda slaka á í þessu helvíti. Við fáum hvort eð engu ráðið. Það sýnir sig líka vel að enskan þarf að vera á tæru. Meira að segja Árni Matt klúðraði því.
Það er bara svo erfitt að horfa upp á þetta gerast, þróast, eyðileggjast svona!
Hvítur á leik, 24.10.2008 kl. 17:53
Fínt, þú getur þá bloggað þeim mun meira um hlaup, en um hvað á Dabbi að tjá sig?
Fríða, 24.10.2008 kl. 19:21
Ha, ha, ég tók færsluna mína um Bjögga Thor aftur út - ég nenni ekki að standa í að ergja mig yfir þessum málum.
Lifðu heill!
Greta Björg Úlfsdóttir, 25.10.2008 kl. 17:18
Jú, maður reynir að horfa sem mest á björtu hliðarnar. Það er ekki þar með sagt að maður sé sáttur, en reiði og ólund bæta fátt. Dálítil kímni er hollari fyrir sálinu. En svona burtséð frá því, þá held ég að Davíð ætti að helga sig ritstörfum alfarið. Hann er góður í því.
Stefán Gíslason, 25.10.2008 kl. 17:57
Ég hugsa að Ástríður yrði voða ánægð með það. Sú myndi dúllast í kringum hann. Nema hann yrði alltaf í fýlu - vonandi ekki.
Greta Björg Úlfsdóttir, 25.10.2008 kl. 18:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.