Leita í fréttum mbl.is

Út að hlaupa á keðjum

Yaktrax-keðjur (Yaktrax Pro)Ég hef sagt það áður og segi það aftur, að það er algjör bylting að eiga Yaktrax-keðjur til að hlaupa á. (Tek það fram að ég er ekki á prósentum). Ég keypti þetta forláta keðjupar í Afreksvörum 25. janúar sl. (til að vera nú sæmilega nákvæmur) og hef notað það töluvert síðan, m.a. í eftirminnilegri Bjarmalandsför um Rauðskörð milli Ólafsfjarðar og Héðinsfjarðar seint í júní. Já, annars notaði ég þær reyndar ekkert í sumar, en nú er kominn keðjutími aftur.

Á keðjunum er svo sem hægt að hlaupa í hvernig færi sem er. Þær gera mér með öðrum orðum kleift að hlaupa á veturna eins og ekkert sé, þó að úti sé snjór og hálka. Í ljósi reynslunnar held ég að það sé ennþá nauðsynlegra að hlaupa úti á veturna en á sumrin, hvort sem horft er á andlegu eða líkamlegu hliðina. Þess vegna eiga allir að fá sér svona keðjur undir hlaupaskóna, já eða undir gönguskóna. Það er miklu betra að vera á keðjum í hálkunni en að detta í hálkunni.

Í kvöld hljóp ég rúma 12 km á keðjunum og var rúman klukkutíma að því. Það er venjulegur þriðjudagsskammtur. Annars skiptir vegalengdin ekki öllu máli, ég held að málið sé bara að vera á hreyfingu úti í a.m.k. hálftíma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fríða

eeh... ég hef aldrei hlaupið á keðjum eða göddum eða nöglum.  Bara á venjulegu hlaupaskónum, eða á goretex skóm með grófari sólum.  Þannig að ég veit nú ekki alveg hvort keðjurnar eru svo nauðsynlegar.  Og ég hleyp í hvaða færi sem er allan ársins hring.  En ég er mjög sammála því að hlaup séu mjög nauðsynleg á veturna, ég held að það sé varla til betra meðal gegn skammdegisfýlu og öðrum álíka kvillum.  Bara fólk fari nú ekki að nota keðjuleysi sem afsökun fyrir því að hlaupa ekki.

Fríða, 29.10.2008 kl. 01:59

2 Smámynd: Birgir Þorsteinn Jóakimsson

Blessaður Stefán. Ég var að prófa keðjurnar hans Daníels í Afreksvörum í hálku og smá snjó. Þær svínvirka. Hvernig gengur að hlaupa þarna í sveitinni?

Kv, Biggi Jóakims (bróðir Gunnars Páls)

Birgir Þorsteinn Jóakimsson, 31.10.2008 kl. 09:03

3 Smámynd: Stefán Gíslason

Gengur fínt maður! Hef ekki misst úr púst í 5 vikur. Segist sjálfur vera í „viðhaldsþjálfun“, sem gengur út á að hlaupa alltaf þrjá daga í viku, samtals a.m.k. 40 km, þar af einu sinni a.m.k. 20 km í einu. Í andránni eru engin markmið í sigtinu, svo sem stórhlaup innanlands eða utan, en ég þykist líka geta undirbúið slíkt með stuttum fyrirvara, svo lengi sem ég held þessum dampi.

Stefán Gíslason, 31.10.2008 kl. 10:42

4 Smámynd: Birgir Þorsteinn Jóakimsson

Þú kemur bara í Gamlárshlaupið (ÍR). Um að gera að hafa eitthvað að stefna að.

Þú átt nú bara assgodi góðan tíma í 10 km… ekki satt?

Birgir Þorsteinn Jóakimsson, 31.10.2008 kl. 12:03

5 Smámynd: Stefán Gíslason

10 km? Jútts, tæpar 37 mín!  Tja, það var reyndar fyrir 34 árum síðan,  en 42,eitthvað er alla vega raunhæft.

Stefán Gíslason, 31.10.2008 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband