1.11.2008 | 22:17
Út að hlaupa - reglulega
Fyrir 5 vikum setti ég mér það markmið að hlaupa a.m.k. 40 km í viku hverri. Í dag náði ég því markmiði 5. vikuna í röð. Tilfinningin er góð, bæði sú líkamlega tilfinning sem fylgir því að skrokkurinn sé í þokkalegu standi, og sú andlega tilfinning sem fylgir því að ná settu marki.
Hlaup þessa laugardagsmorguns var rétt rúmir 20 km, nánar tiltekið 20,9. Hljóp með Ingimundi Grétarssyni það sem ég kalla Litla-Hesthálshringinn, þ.e. frá vegamótunum fyrir neðan Hreppslaug, upp að Skorradalsvatni, yfir Hestháls niður í mynni Lundarreykjadals og svo eftir Borgarfjarðarbraut að upphafsstaðnum. Vorum tvo tíma á leiðinni, enda yfir fjallveg að fara. Þetta er ágætis leið.
Nú er ég búinn með 1.655 km það sem af er árinu og hef aldrei hlaupið meira. Er samt langt á eftir Ingimundi, sem kláraði 2000. kílómetra ársins í Skorradalnum í morgun. Til hamingju með það! Héldum upp á áfangann í teboði á Ytri-Skeljabrekku. Góðar veitingar!
Tenglar
Gamla bloggið
- Gamla bloggið Bloggfærslurnar mínar 11/1 2007 - 29/2 2008
Síðurnar mínar
- Fjallvegahlaup Bráðabirgðasíða um Stóra Fjallvegahlaupaverkefnið :-)
- Olíuhreinsistöð Umhverfisþættir í rekstri olíuhreinsistöðva
Börnin mín (sum)
- Keli Frumburðurinn
- Jóhanna - myndir Myndirnar hennar Jóhönnu á Flickr
Vinir og ættingjar
- Hörpumyndir Aðallega Ragnar Ingi auðvitað
Frjálsar og hlaup
- FRÍ Frjálsíþróttasamband Íslands
- Hlaup.is Hlaupasíðan
- Hlaupadagbókin Segir ALLA söguna
- Sænska FRÍ Sænska frjálsíþróttasambandið
- Alþjðafrlsítrasambndð Heimasíða Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, IAAF
Umhverfismálin
- Orð dagsins Af vettvangi Staðardagskrár 21
- UMÍS ehf. Environice Fyrirtækið mitt :-)
- Svanurinn í Noregi Svanur eins og svanir eiga að vera
- Miljø og sundhed Informationscenter for miljø og sundhed í Danmörku
- Landvernd Landvernd
- Náttúran.is Verðandi umhverfisvefur númer eitt
Athugasemdir
Asskoti ertu seigur....fyrirmynd á fleiri en einu sviði!!
Hrönn Ríkharðsdóttir (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 00:21
ég hljóp a.m.k. 78 metra í dag á árgangamóti Breiðabliks í Fífunni. Fór fjórum sinnum inná völlinn, eitt skiptið til að huga að slösuðum leikmanni ... fór þá reyndar frekar hægt yfir. Setti mér mark að ná 57,5 metrum svo ég skil vel þessa tilfinningu sem þú lýsir svo vel. Magnað maður!
Ingibjörg Hinriksdóttir, 2.11.2008 kl. 00:46
... ég öfunda þig að geta hlaupið... ég hljóp í mörg ár, ansi marga kílómetra á viku... en svo kláraði ég á mér hnén... en syndi nú í staðinn... hljóp alltof mikið á malbiki... sýnist þú hafa úr meiru að velja en að vera á grjóthörðu malbikinu... frábært að geta hlaupið svona upp um fjöll og firnindi...
Brattur, 2.11.2008 kl. 12:23
Takk fyrir athugasemdirnar.
Hnén eru veikir punktar hjá mörgum hlaupurum. Reyndar hef ég tröllatrú á að hægt sé að yfirvinna það vandamál með markvissum aðgerðum í langan tíma, þar sem styrking nærliggjandi vöðva er aðalatriði. En auðvitað ræðst þetta af eðli vandans, þ.e. hvort um sé að ræða varanlegar skemmdir.
Ég hef lengi haft uppi áform um að skrifa langa bloggfærslu um hnjámeiðsli og meðferð þeirra, án þess að ég þykist nú vera neinn sérfræðingur á því sviði. Get alla vega sagt frá eigin reynslu á þessu sviði, sem er jú bara jákvæð. Kem þessu kannski í verk bráðum.
Stefán Gíslason, 2.11.2008 kl. 17:17
... sæll aftur Stefán... hjá mér var þetta einfaldlega brjóskeyðing, en ég hef náð að stykja vöðvana í kringum hnén aðeins og það hjálpar til gangs a.m.k. ... veit ekki að til séu almennilegar lausnir þegar brjóskið er búið... eða veist þú eitthvað um slíkt?
Brattur, 2.11.2008 kl. 19:06
Nei, ég veit nú mest lítið um þetta. Býst við að brjóskeyðing flokkist undir varanlegar skemmdir í þessu sambandi. Hef samt einhvers staðar séð að hún geti að einhverju leyti gegnið til baka, a.m.k. tímabundið.
Stefán Gíslason, 2.11.2008 kl. 19:53
Sæll ! Takk fyrir hamingjuóskir og sérlega fyrir síðast. Vil bara benda Nörranum á aðeins þarf að taka ca 41,5 km á viku til áramóta til að smella sér yfir 2000 km. á árinu. Hef einhvern veginn á tilfinningunni að það verði 2008 eða 2009 km. á brúðkaupsafmælinu.
Bestu kveðjur og óskir úr herstöðinni. Ingim.
Ingimundur (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 22:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.