Leita í fréttum mbl.is

Ekki kjósa í flýti

Kosningar hljóta að verða á næsta ári, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Hins vegar tel ég óráð að kjósa í flýti, því að allar kosningar, sérstaklega þessar kosningar, þurfa nokkurn aðdraganda og vandaðan undirbúning.

Hvers vegna þurfa „sérstaklega þessar kosningar“ nokkurn aðdraganda og vandaðan undirbúning? Jú, við stöndum nefnilega á þröskuldi nýrra tíma. Framundan hlýtur að vera töluverð uppstokkun og endurnýjun, bæði hvað varðar stjórnmálaflokkana sjálfa og fólkið sem gefur kost á sér. Við þurfum að leyfa þessari uppstokkun að eiga sér stað fyrir kosningar, að svo miklu leyti sem fært er, því að annars eigum við á hættu að festa núverandi flokkaskipan og að vissu marki einnig núverandi einstaklinga í sessi. Þar með sitjum við af okkur það tækifæri sem nú býðst til nýsköpunar.

Erfitt er að fullyrða hversu langan tíma þessi uppstokkun tekur. En þegar á allt er litið hygg ég að vorið 2009 sé góður tími til kosninga. Við höfum þá alla vega nokkra mánuði til stefnu. Svo er vorið líka sá tími þegar sprotar spíra og nýtt fæðist af gömlu. 


mbl.is Undirbúa vantrauststillögu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Þorsteinn Jóakimsson

Mjög sammála þessu kæru ven. Það væri nú annars gaman að hitta þig til skrafs og ráðagerða. Hvnær nær maður í skottið á þér?

Birgir Þorsteinn Jóakimsson, 21.11.2008 kl. 14:49

2 identicon

Algerlega sammála. Held að kosningar séu óumflýjanlegar, en það er slæmt ef þær verða of snemma. 

Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 15:27

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Er að hlýða á fréttir af Menningarhátíð í Frakklandi þar sem Íslendingar eru að vekja jákvæða athygli á þessari þjóð. Þarna eru hátt á annað hundrað listamenn sem við megum vera hreykin af og þakka sem vert er. Þetta er okkur mikill styrkur í ljósi þeirrar myrku niðurlægingar sem íslenska þjóðin verður að þola um þessar mundir á vettvangi þjóða í boði fjárglæframanna okkar og stjórnvalda - jöfnu báðum.

Það er í fletra hugum hafið yfir allan vafa að ríkisstjórnin er rúin trausti þjóðarinnar og jafnframt alþjóðasamfélagsins. Það eru verri tíðindi en svo að við það verði lengur unað en ítrasta nauðsyn krefur. Þó er það nú svo að til þess að eiga von á betri tíð verður að stokka upp gildismat okkar og forðast að nýir valdhafar hafi sömu stefnumál í farteskinu og hinir fyrri.

Þess vegna tek ég undir það að allt bráðlæti við ný framboð gæti verið ávísun á mikið pólitískt slys.

Árni Gunnarsson, 21.11.2008 kl. 16:24

4 Smámynd: Rannveig H

Ópólitísk utanþingsstjórn er það sem fólk kallar eftir núna. Við eigum fullt að hæfu fólki til að taka það verkefni að sér.

Rannveig H, 21.11.2008 kl. 21:23

5 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Mér sýnist að býsna margir séu að komast að sömu niðurstöðu um hvað sé heppilegast í þessu klúðurástandi. Það virðist vera að myndast breið samstaða um vorkosningar og þjóðstjórn sem í sitja fleiri en kjörnir fulltrúar.

Að mínu mati snýr þetta alveg sérstaklega að því að hægt sé að endurvinna traust á íslenskt stjórnkerfi.

Haraldur Rafn Ingvason, 21.11.2008 kl. 21:53

6 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Ég bendi hér með á flokkinn okkar Steina, Álversflokkinn, sem álitlegan kost þegar þar að kemur.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 21.11.2008 kl. 22:05

7 Smámynd: Gísli Már Marinósson

Er ekki ráðleggt að leyfa þessari stjórn að klára þetta sem þeir eru að fást við. mér lýst ekki á að fara í kosningar fyrr en málin eru komin á réttan kjöl.  Við verðum að algeru atlægi útum allan heim ef við bætum stjórnarkreppu ofaná fjármálakreppu.

Gísli Már Marinósson, 21.11.2008 kl. 22:13

8 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Gísli minn...

Bjartsýnustu spár gera ráð fyrir að í árslok 2010 verði hlutir e.t.v. komnir á "réttan kjöl" hvað varðar verðbólgu og atvinnuleysi. Þá er bara eftir að greiða úr skuldaflækjunni og finna út hver staða okkar er meðal annarra þjóða. 

Heldur þú að engum í útlöndum finnist skrítið að enginn beri pólitíska ábyrgð á mesta fjármálaklúðri (miðað við höfðatölu eins og venjulega) sem sést hefur hjá þróuðu ríki? Ég held að við séum einmitt þegar höfð að athlægi út um allan heim út af því.

Haraldur Rafn Ingvason, 21.11.2008 kl. 22:26

9 Smámynd: Stefán Gíslason

Takk fyrir allar athugasemdirnar. Ég óttast að Haraldur hafi rétt fyrir sér varðandi orðsporið ytra.

Stefán Gíslason, 21.11.2008 kl. 22:47

10 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Bara svona í framhaldi af þessu, skoðið færslu frá 19. nóv. kl. 11:33. Aðrar færslur þarna eru líka býsna athyglisverðar...!

Haraldur Rafn Ingvason, 21.11.2008 kl. 22:59

11 Smámynd: Gísli Már Marinósson

Það er satt Haraldur , við höfum fengið ýmsar háðsglósur að utan. Það má ekki bara benda á pólitíska ábyrgð þó hún sé mikil. Þeir sem stjórnuðu bönkunum bera líka mjög mikla ábyrgð, en það er eiginlega aldrei minnst á þá.

Gísli Már Marinósson, 21.11.2008 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband