Leita í fréttum mbl.is

Vísa í morgunsárið

Dýru gjaldi geld ég flest,
sem gæfan fylgir ekki með í.
En ókeypis er brosið best,
sem bankinn tekur ekki veð í.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Egilsson

Það eru alltaf til jákvæðar hliðar á málunum.

Það er alveg óhætt að horfa stundum á þær líka.

Jónas Egilsson, 25.11.2008 kl. 09:07

2 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Ókeypis er ekki neitt
af öllu því sem langar mig í
Hérna sit ég löðursveitt
og "sörge" orð sem passar hér í .

Ingibjörg Hinriksdóttir, 25.11.2008 kl. 09:58

3 identicon

Brosið sýnir heilbrigða æru

og gefur lífinu gæfu.

Brosinu verða bankarnir fegnir

slíkt er þó óefnislegar eignir.

Gísli Gíslason (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 11:27

4 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Í kreppu brosið besta er
er breytist traust í efa
þá verður auðveldara þér
að öllum fyrirgefa

Ágúst Dalkvist, 25.11.2008 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband