27.11.2008 | 16:08
Á hverju byggir þessi munur?
Um taxta veit ég varla baun.
Veit þó eitt sem gamall hippi:
Að varla þarf maður þreföld laun,
þó að maður sé með typpi.
Kynbundinn launamunur 19,5% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Gamla bloggið
- Gamla bloggið Bloggfærslurnar mínar 11/1 2007 - 29/2 2008
Síðurnar mínar
- Fjallvegahlaup Bráðabirgðasíða um Stóra Fjallvegahlaupaverkefnið :-)
- Olíuhreinsistöð Umhverfisþættir í rekstri olíuhreinsistöðva
Börnin mín (sum)
- Keli Frumburðurinn
- Jóhanna - myndir Myndirnar hennar Jóhönnu á Flickr
Vinir og ættingjar
- Hörpumyndir Aðallega Ragnar Ingi auðvitað
Frjálsar og hlaup
- FRÍ Frjálsíþróttasamband Íslands
- Hlaup.is Hlaupasíðan
- Hlaupadagbókin Segir ALLA söguna
- Sænska FRÍ Sænska frjálsíþróttasambandið
- Alþjðafrlsítrasambndð Heimasíða Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, IAAF
Umhverfismálin
- Orð dagsins Af vettvangi Staðardagskrár 21
- UMÍS ehf. Environice Fyrirtækið mitt :-)
- Svanurinn í Noregi Svanur eins og svanir eiga að vera
- Miljø og sundhed Informationscenter for miljø og sundhed í Danmörku
- Landvernd Landvernd
- Náttúran.is Verðandi umhverfisvefur númer eitt
Athugasemdir
Ekki svona einfalt.
Þetta er alltaf jafn skakkt hjá þeim, það kemur vel fram hvað konur á landsbyggðinni hafa lág laun enda fer það sérstaklega illa saman að vera kona, lítið menntuð og illa staðsett.
Leiðréttur munur á höfuðborgarsvæðinu er 10% og þarna vantar hugsanlega að leiðrétta fyrir fæðingarorlofum, veikindum og hvort unnið er sjálfstætt eða fyrir hið opinbera. Þeir sem búa vil lægra atvinnuöryggi verða að rukka meira á meðan það er einhverja vinnu að hafa.
Einnig er mikilvægt að hreinsa þetta fyrir karlmönnum yfir 45 með góða menntun enda eru þeir oft í forstjórastöðum með ofurlaun. Það er bara ekki til mikið af konum með viðskiptamenntun úr háskóla og 30ára reynslu af atvinnulífinu. Hinsvegar eiga þeir oft konur í hálfu starfi eða lálauna starfi sem þær eru í bara til að hafa eitthvað að gera og eru ekkert að biðja um launahækkanir.
Karlar sem ekki hafa menntun vinna erfiðari og skítugri vinnu til að fá meira í laun og þetta slítur þá oft fljótt upp.
Svo eru konur bara svo linar í launasamningum og eru síður viljugar að færa sig um starf fyrir 50þ. á mánuði.
Við getum tekið hjón, smið og kennara, hann var með 450 og hún 350 hann er með 28% hærri laun en hún 1 af hverjum 5 árum er hann atvinnulaus, þá er munurinn engin.
Karlar eru tilbúnir að taka að sér meiri vinnu eins og kemur fram í greininni, það er gífurlegur kostur fyrir vinnuveitanda sérstaklega ef ekki er borgað 80% álag. Karlar eru líka líklegri til að láta vinnuna ganga fyrir. Oft eru menn á stað þar sem dagvinnulaunin eru lág af því að það er unnið svo mikið að launin enda á að vera helmingi hærri, þar er hægt að nefna margar karlastéttir, tæknifræðinga, lögreglumenn ofv..
Þetta er bara gífurlega erfitt rannsóknarefni og best er að gera rannsóknir og bera þær saman við eins könnun gerða áður eða gerða á öðrum stað.
Ef það ætti að gera eitthvað þá þarf að taka á fæðingarorlofinu. 6mánuðir á mann og konan verður að taka það fyrst og kallinn svo eða á sama tíma fyrstu 12mánuðina, það virðist voða góð hugmynd að geta skipt þessu og allskonar. En þá er það pressan á vinnustaðnum sem tekur til sín og oft endar það þannig að karlmenn nýta ekki þennan rétt enda eru menn oft á hálfum launum í þessu og það er erfitt fyrir heimilið þegar konan er líka ný búinn að vera á hálfum launum í 6 mán. og barnapössun frá 6-18 mán. kostar 500þ. aukalega í dagmömmu.
Einnig finnst mér 2 frídaga í mánuði vegna veikinda vera bull, við ættum bara að fá 2 auka frídaga og taka þá þegar okkur líður ekki vel. Margar stéttir sem eru að nýta þetta mánuð eftir mánuð 50-70% en aðrir fara bara í frí 3 vikur á sumri.
Johnny Bravo, 27.11.2008 kl. 16:46
Vænn hlýtur hann að vera böllurinn sá er hafði 60 millur á mánuði.
Þá ung ég var heyrði ég að enginn ætti skilið meiri laun en fjórföld þess lægsta. Byrjum þar .....
Magga (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 20:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.