Leita í fréttum mbl.is

Getum orðið fyrst uppúr!

Mikið er ég sammála honum Kláusi! Eins og ég hef áður sagt, erum við stödd í fljóti sem við þurfum að komast yfir fyrr en síðar. Síst vil ég gera lítið úr þeirri vanlíðan sem fylgir því að sullast í köldu fljóti. En ef öll hugsunin snýst um fljótið, munum við að öllum líkindum drukkna!

Mitt í vanlíðan okkar þurfum við að hafa hugfast, að aðrar þjóðir þurfa líka að ösla yfir þetta sama fljót. Kannski var okkur hrint útí á undan hinum, en hversu leiðinlegt sem það nú er, þá fylgir því um leið tækifærið til að verða líka fyrst upp úr, upp á fljótsbakka framtíðarinnar!

Okkar er valið! Viljum við sóa hugsunum okkar í bleytuna og kuldann, eða ætlum við að láta hug okkar og vilja vísa okkur leiðina yfir fljótið? Við getum orðið fyrst uppúr!


mbl.is Íslendingar einblína á vandann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég er sannfærður um að með samstilltu átaki getum við orðið fyrst til að komast upp úr.  Við erum að mörgu leyti ríkari en aðrar þjóðir. Gott menntunarstig, auðlindir í hafi og á landi, og síðast en ekki síst þá eigum við til bjartsýni.

Auðvitað hefur þetta verið hundleiðinlegur tími undanfarið og að sjálfsögðu hefur fólki liðið illa. Margir eru að missa vinnu sína. En, því fyrr sem við byrjum að hugsa jákvætt og af bajrtsýni, þeim mun fyrr komumst við upp úr svaðinu.

Snúum vörn í sókn!

Ágúst H Bjarnason, 1.12.2008 kl. 14:27

2 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Hanni í Vík kom eitt sinn að vetri til ásamt fleirum að á. Honum þótti ísinn á ánni ótraustur og fékk því mann til að bera sig á bakinu yfir ána. Hefði ekki verið gott fyrir okkur að nota þessa aðferð?

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 1.12.2008 kl. 18:15

3 identicon

Sæll Stefán,

hér fer gamall skólabróðir þinn úr menntaskóla, sem núna hefur reyndar búið í BNA í tæp þrjú ár og fylgst með þróuninni á Íslandi með skelfingu.

Úr því sem komið er er ég algerlega sammála þér og Ágústi kollega mínum að þjóðin á að byggja upp úr rústunum á þekkingu og háu menntunarstigi og landskunnri þrautsegju.  Vandamálið er auðvitað hvernig tryggt verður að þessir eiginleikar verði virkjaðir, en ekki aftur og enn stjórnað af grímulausri gróðahyggju.  Staðreyndin er nefnilega sú að flestir þeir sem hafa þekkingu og getu til að virkja á þennan hátt hafa hvorki áhuga á atvinnuuppbyggingu né verðmætasköpun.

Lausnin að mínu mati felst þá í því að para saman þá sem hafa góðar hugmyndir og hina sem geta hrint þeim í (leiðinlega) framkvæmd sem skilar störfum og arði til þjóðarbúsins.

Ég leyfi mér að stinga uppá þér Stefán til þess að skapa slíkan vettvang úr grasrótinni. Á þessum tímum eru það ekki verkalýðsfélög, samtök atvinnurekenda né hefðbundin stjórnvöld sem bjarga neinu. Þau kunna það ekki. Grasrótin með nútíma samskiptum er það sem ég sé taka Ísland inn í 21. öldina.

/Heimi

Heimir Þór Sverrisson (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 04:10

4 Smámynd: Fríða

Já, ég er sammála síðasta ræðumanni.  Ég held það þurfi grasrótarsamtök til.

Fríða, 2.12.2008 kl. 10:43

5 Smámynd: Guðrún Helgadóttir

Góð færsla hjá þér, Stefán. Að vissu leyti er þetta eins með þjóðina og einstakling sem greinist með alvarlegan sjúkdóm. Það er ekki endilega leiðin til bata að gera sjúkdóminn að meginþætti sjálfsmyndar sinnar.

Guðrún Helgadóttir, 4.12.2008 kl. 15:24

6 Smámynd: Stefán Gíslason

Takk fyrir athugasemdirnar! Gaman að heyra frá þér Heimir! Held við höfum varla hist síðan við vorum í ENS10 hjá Winston haustið 73. Nei, það eru náttúrulega ýkjur, einhver menntaskólaár liðu nú eftir það. Ég held það sé mikið rétt að nú þurfi að para saman þá sem hafa góðar hugmyndir og hina sem geta hrint þeim í framkvæmd, því að eins og þú segir, þá fara hæfileikar á þessum tveimur sviðum ekki endilega saman. Ég tel hins vegar sjálfan mig vera afar lélegan grasrótarmann. Eða ætti ég kannski að vinna íðí? Byrja á að koma mér upp Facebook síðu kannski?

Stefán Gíslason, 5.12.2008 kl. 08:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband