12.12.2008 | 12:11
Er snigillinn dauður?
Á blaðamannafundi 2. júní sl. kynnti Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, tillögur starfshóps um heildarstefnumótun skattlagningar á eldsneyti og ökutæki, en starfshópurinn hafði þá setið með málið í fanginu í tæpt ár. Við þetta tækifæri sagðist Árni gera ráð fyrir að það taki sumarið að fara yfir þessar niðurstöður og vonandi hægt að leggja fram frumvörp í haust og þau afgreidd fyrir áramót, svo vitnað sé í frétt mbl.is um málið.
Tillögur umrædds starfshóps gerðu ráð fyrir að skattlagning á eldsneyti og ökutæki yrði framvegis tengd við losun á koltvísýringi, enda væri Ísland með hæstu koltvísýringslosun nýskráðra fólksbíla innan evrópska efnahagssvæðisins. Tillögurnar byggðu að hluta á skýrslu Vettvangs um vistvænt eldsneyti, sem kynnt var í febrúar 2007.
Það er ekkert minni þörf á því nú en áður að nýta eldsneyti vel og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þess vegna er ég sleginn yfir því að Alþingi skuli enn og aftur hjakka í fari úreltrar skattlagningar, þrátt fyrir alla þá góðu vinnu sem búið er að leggja í tillögur um nýjar leiðir, sem eru til þess fallnar að draga okkur a.m.k. hálfa leið út úr skuggum fortíðarinnar. Til hvers í ósköpunum eru menn að plata hópa af fagfólki til að sitja í nefndum mánuðum eða árum saman, ef það stendur svo ekkert til að taka mark á þeim?
Í ólundarlegri bloggfærslu minni 2. júní sl. lét ég þess getið að mér finndist seinagangurinn í skattlagningarmálinu óviðunandi, sérstaklega ef menn ætla að fara að hanga yfir þessu til áramóta án þess að taka neina ákvörðun. Ég sæi ekki betur en málinu sé ætlað að ganga áfram með hraða snigilisins, og svei mér ef snigillinn gengur ekki fyrir jarðefnaeldsneyti, annað hvort bensíni eða díselolíu.
Nú er ég hræddastur um að snigillinn sé dauður!
PS1: Hér hef ég ekki minnst orði á allar hinar aukaverkanirnar sem lög gærdagsins hafa í för með sér. Því hafa aðrir gert góð skil.
PS2: Kannski er þetta allt misskilningur hjá mér. Kannski eru nýju lögin einmitt byggð á tillögum umrædds starfshóps. Ég hef nefnilega ekki lesið þau. Leiðréttið mig endilega ef svo er. Ég mun taka slíkum leiðréttingum afar fagnandi!
Þrýsta vísitölunni upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Gamla bloggið
- Gamla bloggið Bloggfærslurnar mínar 11/1 2007 - 29/2 2008
Síðurnar mínar
- Fjallvegahlaup Bráðabirgðasíða um Stóra Fjallvegahlaupaverkefnið :-)
- Olíuhreinsistöð Umhverfisþættir í rekstri olíuhreinsistöðva
Börnin mín (sum)
- Keli Frumburðurinn
- Jóhanna - myndir Myndirnar hennar Jóhönnu á Flickr
Vinir og ættingjar
- Hörpumyndir Aðallega Ragnar Ingi auðvitað
Frjálsar og hlaup
- FRÍ Frjálsíþróttasamband Íslands
- Hlaup.is Hlaupasíðan
- Hlaupadagbókin Segir ALLA söguna
- Sænska FRÍ Sænska frjálsíþróttasambandið
- Alþjðafrlsítrasambndð Heimasíða Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, IAAF
Umhverfismálin
- Orð dagsins Af vettvangi Staðardagskrár 21
- UMÍS ehf. Environice Fyrirtækið mitt :-)
- Svanurinn í Noregi Svanur eins og svanir eiga að vera
- Miljø og sundhed Informationscenter for miljø og sundhed í Danmörku
- Landvernd Landvernd
- Náttúran.is Verðandi umhverfisvefur númer eitt
Athugasemdir
Góð samlíking. Snigill Arkímedasar dælir engu ef hann snýst ekki nógu hratt, hann bara sullar. Það var snigillinn sem ég sá fyrir mér, hm.
Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 12:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.