14.12.2008 | 12:55
Út að hlaupa - með birtuna í hönd
Við Ingimundur lögðum af stað hlaupandi vestur Mýrar skömmu fyrir dögun í morgun. Ákváðum nefnilega að hafa dagaskipti við Drottin og hlaupa á sunnudagsmorgni í stað laugardagsmorguns, sem við höfum annars haldið okkur undanbragðalaust við það sem af er vetri.
Það var kyrrlátt á Mýrunum í morgun. Helst minnir mig að við höfum ekki orðið varir við neina umferð alla leið frá Borgarnesi vestur að Langá. Fullt tungl var á himni og lýsti okkur leið, en fljótlega fór síðan að birta af degi.
Svona morgnar teljast til forréttinda. Það eru sem sagt forréttindi að geta hlaupið úti í birtingu á kyrrum vetrarmorgni í hreinu lofti með fjallasýn við tunglsljós. Hægur vindur var á og fremur svalt, líklega 8 stiga frost. En á Íslandi fer jú tískan eftir veðri - og svo var ég náttúrulega á keðjum, (sem eru auðvitað hluti af nefndum tískufatnaði).
Þetta með að hafa birtuna í hönd er orðatiltæki sem ég heyrði oft í æsku. Þetta höfðu pabbi og mamma eftir landpósti sem fór póstleiðina norður Krossárdal, frá Kleifum í Gilsfirði að Gröf í Bitru. Þetta var afar árrisull maður, og mér skilst að oft hafi enn verið myrkur þegar hann var kominn norður yfir. Þegar hann var spurður hvers vegna hann væri alltaf á ferð í myrkri, á hann að hafa sagt að það væri svo gott að hafa birtuna í hönd. Man ekki lengur hver þessi landpóstur var, held samt að hann hafi heitið Kristmundur. Heiti á systkini mín og aðra sem muna lengra en ég að leiðrétta mig eða staðfesta.
Heima voru líka stundum höfð dagaskipti við Drottin. Þetta orðatiltæki var oftast notað um það þegar við vorum við heyskap á sunnudögum í góðu veðri, en tókum okkur frí á rigningardegi í miðri viku í staðinn. Orðatiltækið fól þá í sér einhvers konar samning eða afsökunarbeiðni til almættisins vegna þess að hvíldardagurinn var ekki haldinn heilagur.
Tenglar
Gamla bloggið
- Gamla bloggið Bloggfærslurnar mínar 11/1 2007 - 29/2 2008
Síðurnar mínar
- Fjallvegahlaup Bráðabirgðasíða um Stóra Fjallvegahlaupaverkefnið :-)
- Olíuhreinsistöð Umhverfisþættir í rekstri olíuhreinsistöðva
Börnin mín (sum)
- Keli Frumburðurinn
- Jóhanna - myndir Myndirnar hennar Jóhönnu á Flickr
Vinir og ættingjar
- Hörpumyndir Aðallega Ragnar Ingi auðvitað
Frjálsar og hlaup
- FRÍ Frjálsíþróttasamband Íslands
- Hlaup.is Hlaupasíðan
- Hlaupadagbókin Segir ALLA söguna
- Sænska FRÍ Sænska frjálsíþróttasambandið
- Alþjðafrlsítrasambndð Heimasíða Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, IAAF
Umhverfismálin
- Orð dagsins Af vettvangi Staðardagskrár 21
- UMÍS ehf. Environice Fyrirtækið mitt :-)
- Svanurinn í Noregi Svanur eins og svanir eiga að vera
- Miljø og sundhed Informationscenter for miljø og sundhed í Danmörku
- Landvernd Landvernd
- Náttúran.is Verðandi umhverfisvefur númer eitt
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 145216
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir þessi yndislegu íslensku orðatiltæki, bæði svo undur falleg, en sérstaklega þetta með dagaskipti við Drottin.
Þórey Jónasdóttir (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 16:16
Ég get hvorki leiðrétt né staðfest orð þín, því ég man ekki eftir þessu. Skv. Strandamönnum og Skyggir skuld fyrir sjón var Kristmundur Jónsson (1877-1962) lengi landpóstur á milli Króksfjarðarness og Borðeyrar. Eftir að hann hætti búskap á Gestsstöðum og síðar á Valshamri (1916) átti hann lengi heima á Tindum og Svarfhóli í Geiradal hjá stjúpbörnum sínum, Ragnheiði og Grími, en síðustu árin bó hann í Reykjavík. Hann gæti því hafa verið póstur fram undir 1950.
Hallgrímur Gíslason (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 22:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.