Leita í fréttum mbl.is

Leyfist Ísraelsmönnum ALLT?

Ég sé ekki betur en Ísraelsmönnum leyfist bókstaflega allt í samskiptum sínum við Palestínumenn. Auðvitað er ekki til nein einföld leið til að stöðva helförina á Gaza, en það minnsta sem leiðtogar heims geta gert er þó að vera sammála um að fordæma ósköpin og koma síðan í veg fyrir að Ísraelsmönnum berist aðstoð nokkurs staðar frá, hvort sem aðstoðin er pólítísk, efnahagsleg eða viðskiptaleg. Það getur vel verið að slit á stjórnmálasambandi sé ekki rétta leiðin, en það er þá að minnsta kosti í lagi að kalla heim sendiherra til skrafs og ráðagerða - og að hætta viðskiptum við þetta helfararríki ekki seinna en strax, sbr. það sem Tyrkir hafa nú gert, hvort sem við viljum taka þá okkur sérstaklega til fyrirmyndar eður ei.

Ég ætla ekkert að fara að bera í bætifláka fyrir Hamas. Þar er margur glæponinn innanborðs. En þetta eru nú samt þau samtök sem Palestínumenn kusu í lýðræðislegum kosningum til að stjórna landinu, og í seinni tíð hafa stjórnmál verið þar ofar á dagskránni en vopnaskak. Alla vega eru árásir Hamasliða á Ísrael barnaleikur miðað við útrýmingarherferð Ísraelsmanna á Gaza!

Ég er nú enginn stjórnmálaskýrandi, en mér sýnist þó augljóst að Ísraelsmenn ætli að gera sem allra mestan „skurk“ á Gaza áður en skipt verður um forseta í Bandaríkjunum. Þá gæti nefnilega verið hætta á að Kaninn hætti að láta eins og ekkert sé. (Reyndar er ég bara hóflega bjartsýnn á það). Tímasetning útrýmingarherferðarinnar er engin tilviljum. Ég minni á það, sem kom í ljós í vikunni, að þau rök Ísralesmanna að þeir séu að svara flugskotaárásum Hamas eru bara lygi og yfirklór, því að aðgerðirnar byrjuðu aðeins of snemma til þess. Auk þess var búið að æfa þær mánuðum saman. Nú ætla Ísraelsmenn bara að humma allt vopnahléstal fram af sér fram til 20. janúar eða svo. Þá munu þeir allt í einu verða ljúfir sem lamb, enda búnir að ná „miklum árangri“ í aðgerðum sínum. Í þessu sambandi minni ég á stríðið í Líbanon sumarið 2006. Þar voru Ísraelsmenn til í að gera vopnahlé eftir nokkra daga. Þeir þurftu bara að eyðileggja og drepa aðeins meira fyrst. Og þetta féllust menn á með aðgerðarleysinu.

Það kemur auðvitað að því að helförinni á Gaza ljúki. Þá hefst mikið uppbyggingarstarf. Og þar verður alþjóðasamfélagið auðvitað að koma að málum til að hjálpa Palestínumönnum. Spurningin er þá bara hver eigi að borga brúsann. Skyldi alþjóðasamfélagið líka eiga að gera það? Ef eitthvert rustamenni brýtur niður húsið mitt í geðvonskukasti, fæ ég þá ekki bara nágrannana til að hjálpa mér við að byggja það upp að nýju og leggja svolítinn pening í púkk til að fjármagna endurreisnina? Ekki getur verið að ég ætlist til þess að rustamennið borgi þetta allt saman? Eða hvað?

Það verður sem sagt fróðlegt að sjá hver borgar reikninginn fyrir endurreisnarstarfið á Gaza þegar upp verður staðið. Skyldi Mengunarbótareglan (Polluter Pays Principle (PPP) gilda þar, eða gildir hún bara fyrir fáfróðar þjóðir sem menga efnahag grannþjóða með óráðssíu sinni án þess að lyfta svo mikið sem einum hnífi? Skyldu Ísraelsmenn vera búnir að borga reikninginn fyrir endurreisnina eftir árás þeirra á Líbanon 2006, þ.m.t. fyrir hreinsun olíu af 150 km strandlengju í Líbanon og Sýrlandi?

Líklega þarf ekkert að setja viðskiptabann á Ísrael. Þjóðin mun hvort sem er ekki hafa efni á því að kaupa neitt frá útlöndum næstu áratugi, á meðan hún er að borga fyrir skemmdarverk eigin stjórnvalda á erlendum grundum.


mbl.is Olmert segir að skotið hafi verið frá byggingu SÞ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Sæll Stefán,

satt segir þú félagi, aðfarirnar á Gaza eru hryllilegar og það er ekkert sem réttlætir aðferðir Ísraela gagnvart Palestínumönnum á Gaza. Ég var í Ísrael sl. haust, eða síðsumars, og eitt af því sem ég lærði af dvölinni þar er að orðatiltækið um að sjaldan valdi einn þá tveir deilaá 100% við þar. Því miður held ég að ekkert gerist í þessum máli fyrr en búið er að skipta um þennan handónýta forseta Bandaríkjanna og vonandi mun frú Clinton hafa nægilega sterkt bein í nefinu til að taka á þessum málum af fullum þunga og þeirri alvöru sem þarf en ekki af þeim undirlægjuhætti sem Bandaríkjamenn sýna svo gjarnan gagnvart "vinveittum" þjóðum.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 15.1.2009 kl. 22:26

2 Smámynd: Ár & síð

Hér má sjá myndir sem Mads Gilbert tók við störf sín á Gaza.
Matthías

Ár & síð, 15.1.2009 kl. 22:41

3 identicon

Þú ert svo fáfróður að ég nennti ekki að klára að lesa þessa hallærislegu grein þína. Meðalmennskan og fáfræðin gneistar af hverju orði þínu í bland við væmnislegt tilfinningahjal. Hamas hreyfingin viðurkennir ekki tilverurétt Ísraels og hefur lýst því yfir hún muni ALDREI viðurkenna tilverurétt þess, ALVEG SAMA hvað breytist. Helst vilja þeir ÚTRÝMA Ísraelsríki. Á þá ekki að senda alla hvíta og svarta Kana aftur til Evrópu og Afríku og kalla heim Ástrala aðra en frumbyggja og svo framvegis, ef við ætlum að fara að hlusta á svoleiðis? Hamas byrjaði sem HRYÐJUVERKASAMTÖK og eru ekki virðuleg stjórnmálasamtök á nokkur einasta hátt.

Adolf Hitler var líka "lýðræðislega kjörinn ´leiðtogi´" og er það engin virðuleg nafnbót. Mannslíf skipta meira máli en tryggð við ímyndað "lýðræði" og það sem Hamas vill sjá er ekkert lýðræði.

Sannleikstrúr (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 23:22

4 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Obama breytir engu enda með harðlínu zíonista í forystusveit og hefði aldrei verið kjörinn nema skrifa undir skilyrði þeirra fyrir kjöri. Sannleikstrúr: Komdu fram undir nafni eða haltu kjafti. Mannslíf er mannslíf hvort sem það er arabi eða eitthvað annað. Eins og ég dáðist af ísraelum á unga aldri er ég hreinlega farinn að velta fyrir mér hvort Hitler hafi haft eitthvað til síns máls. Og þegar svo er komið erilla komið. Hefur þú td. kynnt þér hvaða landsvæði tilheyrir Ísrael og hver þeir hafa hertekið og stolið?

Ævar Rafn Kjartansson, 16.1.2009 kl. 00:07

5 identicon

Här kommer en länk till en intervju med Lars M Anderson, universitetslektor i Uppsala och forskare om antisemitism, i SR i går.

http://www.sr.se/sida/default.aspx?ProgramId=1637

Klicka på antisemitism så kanske du får lära dig något.

S.H. (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 07:23

6 Smámynd: Stefán Gíslason

Það að vera hneykslaður og reiður vegna framferðis Ísraelsmanna á Gaza á ekkert skylt við gyðingahatur (Anti-Semitism). Það er heldur ekki ísraelska þjóðin sem stendur fyrir helförinni á Gaza, heldur ísraelsk stjórnvöld. Þeir sem veitast að gyðingum í Svíþjóð eru a.m.k. á jafnlágu plani og þeir sem hrækja á Íslendinga í Danmörku til að hefna fyrir bankakreppuna. Hins vegar má alltaf búast við því að gyðingahatur blossi upp við aðstæður eins og þær sem nú ríkja. Svona aðstæður eru fóður fyrir öfgamenn.

(Og athugasemdareitir á moggablogginu eru einmitt líka vettvangur fyrir fáfræði og hroka í skjóli nafnleyndar)!

Stefán Gíslason, 16.1.2009 kl. 08:25

7 identicon

Sannleikstrúr, fullyrðingar þínar eru í hróplegu ósamræmi við þá nafngift sem þú hefur valið sjálfum þér.

Ísraelsríki fæddist upp úr hryðjuverkastarfsemi. Má þar nefna samtökin Haganah, ein af þeim sem börðust fyrir stofnun þess með sprengjutilræðum og morðárásum. Þetta var fyrir árið 1948. Mörgum áratugum áður en Hamas samtökin voru stofnuð. Margir af helstu stjórnmálaleiðtogum Ísraelsríkis á 6. og 7. áratugnum voru fyrrverandi hryðjuverkamenn (sumir myndu segja að þeir hafi aldrei hætt að vera það).

Það var Ísraelsríki sem átti upptökin í stríðinu 1948 og hrakti hundruð þúsunda Palestínumanna frá heimilum sínum. Í þeim tilfelum þar sem hótanir og ógnanir dugðu ekki var notast við fjöldamorð á óbreyttum borgurum (Gúglaðu "Deir Yessin" og þá færðu smá upplýsingar).

Samtök á borð við Hamas spretta upp úr öfgafullum aðstæðum þar sem heilli þjóð er haldið í fangelsi við algeran skort á öllum nauðsynjum. Lausnin felst í því að Ísraelsríki skili að minnsta kosti þeim svæðum sem voru hertekin árið 1967 og að Palestínumenn fái að stofna sjálfstætt fullvalda ríki. Þetta er eina leiðin til þess að rjúfa vítahring átaka og öfga.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 10:41

8 identicon

Israelsmenn eru að verja sig fyrir illmennum sem hika ekki við að myrða börn og sprengja sig i loft upp a almannafæri i Israel.

 Þu skalt ekki voga þer að kalla það "helför" eða gefa það i skyn að gyðingar seu stjornandi heiminum "politiskt, efnahagslega eða viðskiptalega". Þu skalt ekki endursegja her nasista arodur til þess að varpa ryrð a gyðinga eða israelsriki.

 Þetta er fafroð og fordomafull grein og þer er alveg sama um lif israelskra barna sem hafa verið myrt af fylgismönnum flokks Hamas.

Halldor (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 15:41

9 identicon

Einar, það er rétt sagan er gömul og ljót. En það má ekki verða til þess að menn afneiti raunveruleikanum í stöðunni.

Ísraelsríki er sá aðili í þessari deilu sem er hundraðfalt öflugri, enda er þar um fullvirkt nútíma ríkisvald að ræða, sem er ekki tilfellið hjá þeim á Gaza. Það staðfesta upplýsingar um mannfall: Palestínumenn verða alltaf fyrir miklu meira mannfalli en Ísraelar í þessum átökum. Þetta er sá aðili sem raunhæft ætti að vera að gera kröfur til að rjúfa vítahringinn.

Reyndu að setja þig í spor þeirra sem búa við kúgunina og innilokunina, vöruskortinn, atvinnuleysið o.s.fr. Þeir hafa engan annan valkost en öfgar.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 15:48

10 identicon

Halldór, hættu þessum orðhengilshætti. Þú stjórnar ekki hvað aðrir skrifa á eigin síður. Það ríkir tjáningarfrelsi hér á landi. Orðið helför er hægt að nota í tilfellum sem vísa ekki endilega í nákvæmlega það sama og nasistar gerðu við gyðinga. Helför vísar einfaldlega í fjöldamorð, þessir atburðir nú flokkast undir það.

Auk þess eru vanhöld á um það hver á upptökin í þetta skiptið. Sumar fregnir herma að Ísraelsher hafi skotið fyrstu skotunum, alltént hafa þeir undirbúið innrásina mánuðum saman.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 15:56

11 identicon

Cherio!

Stefán: Ég menade nu bara hänvisa till intervjun av Lars M Anderson, lektor i historia vid Uppsala Universitet. Där definerar han mycket tydligt vad antisemitism är. Att judiska intressen i Helsingborg och Malmö angrips är ju direkt följd därav.

Länken gäller fortfarande men man måste skrolla långt ner på sidan.
http://www.sr.se/sida/default.aspx?ProgramId=1637

Anade inte att du ville skjuta budbäraren:)

För övrigt är din artikel, ytlig, svepande och felaktig. Jag hoppas få återkomma i mån av tid. Vill gärna rekommendera Hans Haraldssons kunniga blogg: Nazister, Israel og heimskingjar.

S.H. (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 15:59

12 identicon

"Ísrael er eiginlega vestrænt ríki, svipað og önnur ríki við Miðjarðarhaf norðanvert."

Sem skiptir nákvæmlega engu í þessu máli. Lýðræðisríki hafa ekki meiri rétt til grimmdarverka frekar en einræðisríki. Annars virðist það oft vera svo að fólki finnist ýmislegt misjafnt vera í lagi bara ef það "er í þágu lýðræðis og frelsis" þ.á.m. manndráp.

"Hvað heldurðu að t.d. ítalski herinn væri lengi að hugsa sig um ef verið væri að skjóta eldflaugum frá Sikiley?"

Þetta er afar légt dæmi sem þú tekur vegna þess að enginn deilir um það að SIKILEY ER NÚ ÞEGAR ÍTALSKT LANDSVÆÐI. Aðgerðir Ísrelshers á Gaza og áður á Vesturbakkanum voru og eru INNRÁS Á LANDSVÆÐI ANNARRAR ÞJÓÐAR. Ísraelsmenn halda þessum svæðum í herkví (þú hefur heyrt minnst á vegginn er það ekki?) efnahagslegri herkví. Þeir vilja ekki frið þeir vilja hrekja alla burt til þess að geta rænt leifunum af landinu. Það er ekki síður Ísraelsríki sem heldur svæðinu í heljargreipum. Til hvers heldurðu að Ísraelar haldi út landnemabyggðum á Vesturbakkanum?

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 16:08

13 identicon

Þorgeir, Það er tjaningarfrelsi en menn mega þo ekki niða þjoðhopa eins og Stefan gerir her, það er brot a logum og astæða til að rannsaka það og serstaklega þar sem hann er opinber starfsmaður.

 Helforin, Holocaust eða Shoah visar i utrymingu nasista a gyðingum. Ogeðslegasta glæp siðustu aldar og það er vanvirðing við fornarlombin, gyðinga og Israelsriki að nota þetta orðsamhengi yfir aðgerðir þjoðar til að verja sig fyrir hryðjuverkamonnum.

 Af wikipedia.

"

The Holocaust (from the Greek ὁ?ό??????? (holókauston): holos, "completely" and kaustos, "burnt"), also known as haShoah (Hebrew: השואה), Churben (Yiddish: חורבן) is the term generally used to describe the genocide of approximately six million European Jews during World War II, as part of a program of deliberate extermination planned and executed by the National Socialist German Workers’ Party (Nazi) regime in Germany led by Adolf Hitler.[2]"

Halldor (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 16:08

14 identicon

Unglingar sem fremja ódæðisverk á Gaza gera það að minnstu leyti vegna loforða um einhverja Paradís. Þeir fremja sín verk af örvæntingu og hefndarþorsta, margir þeirra eiga eflaust ættingja sem hafa fallið. En það hentar áróðursmaskínunni vel að draga athyglina sem mest að því atriði þó það sé veigalítið vegna þess að það gerir þetta fólk framandlegra í okkar augum og þar með illskiljanlegra og þar með minnkar samúðin.

"Eða þætti þér, Þorgeir, þar sem þú vinnur í friði í Reykjavík, flott að eiga von á raketum yfir flóan frá Akranesi af og til, eða að einhver Akurnesingur kæmi með sprengjubelti niður í miðbæ á föstudagseftirmiðdegi og tætti sig í loft upp með 20-50 saklausum, friðelskandi borgurum?"

Aftur er dæmið sem þú tekur slæmt, því þú setur þetta upp eins og innanlandsátök. Þetta eru átök þjóða yfir landamæri. Ef önnur þjóð gerði árás á Ísland væri ég mjög ósáttur. Ég myndi heldur ekki vilja að ríkisstjórn míns eigin lands myndi hegða sér þannig hún ætti upptök að hernaðarátökum, sem er einm,itt tilfellið með Ísrael.

"Það er bara ekkert sem fær mig til þess að sympatisera hryðjuverkamenn, hvað þá mafíósa."

Nú jæja, vertu þá ekki að sympatisera með Ísraelskum glæpamönnum.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 16:20

15 identicon

Halldór, þó að Stefán hafi notað orðið "Ísraelsmenn" í færslunni er augljósasta túlkunin á því að hann eigi við Ísraelsríki, það sést af samhenginu. Hann var ekki að gagnrýna gyðinga sem hóp eða heild heldur ekki alla borgara Ísraels, heldur yfirvöldin. Það er leyfilegt og engin lög hafa verið brotin með því.

"...the term generally used to describe the genocide of approximately six million European Jews during World War II, as part of a program of deliberate extermination planned and executed by the National Socialist German Workers’ Party (Nazi) regime in Germany led by Adolf Hitler"

Þarna kemur einungis fram hver sé algengasta notkun tiltekins orðs í ensku. Orðin sem það er samsett úr eru gömul og með sjálfstæða merkingu. Það að nota íslensku þýðinguna "helför" ekki nákvæmlega eftir þeirri skilgreiningu sem þú birtir hér getur á engan hátt talist brot á lögum.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 16:29

16 identicon

Eg hef þegar sent stjorn blog.is bref þar sem eg bendi a með rökum að malflutningur eins og sa sem Stefan heldur uppi er brot a alþjoðalögum enda er hann að notfæra ser stöðu gyðinga til að koma höggi a Israelsriki. Gagnryni a Israelsriki fer alltof oft ut i arasir a gyðinga og bendlun við nasisma. Menn mega gagnryna Israelsriki en eg lyd ekki að lög seu brotin og þeir bendlaðir við nasisma.

Orðanotkun hans um helförina er ekki lögbrot en algjörlega siðlaus og synir litinn skilning hans a þeim hormungum sem attu ser stað i þriðja rikinu. 

Halldor (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 16:39

17 identicon

"Hvað ætli Breski herinn hefði gert ef IRA hefðu byrjað að skjóta meðallangdrægum skeytum yfir sundið? Örugglega engin vettlingatök."

IRA stóð fyrir sprengjutilræðum árum saman í Bretlandi og lausnin fólst ekki í því að fara inn í borgir og bæi á N-Írlandi (hvað þá Írlandi) og myrða þúsundir manna! Breski herinn var að vísu á staðnum og drap jafnvel fólk en aðgerðir Breta á N-Írlandi eru ekki og hafa aldrei verið sambærilegar við það sem Ísraelsher hefur aðhafst í Palestínu. Aldrei.

"Það var líka gífurlegt ofsóknarbrjálæði í gangi í Þýskalandi langt fram á 9. áratug síðustu aldar vegna Baader-Meinhof/RAF. Sem ég get vel skilið."

Og hvernig brugðust þýsk yfirvöld við? Eins og Ísraelsk yfirvöld? Ekki minnir mig það. Ef brugðist hefði verið við á sama hátt í þessu tilfelli, með drápum þúsunda óbreyttra borgara þá fyrst hefði stuðningur við Baader-Meinhof orðið hættulega mikill. Dæmin sem þú tekur eru á engan hátt lýsandi fyrir það sem við erum að tala um.

"Ísraelsríki hefur rétt á því að verja sig."

Hafa Palestínumenn ekki sama rétt?

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 16:41

18 identicon

Och inom parentes till Stefán: Jag är obenägen att tro att" Danir hafi hraekt á Íslendinga út af bankakreppunni" Kanske har du bevis för denna "vandringssägen" men jag förbehåller mig rätten att tvivla tills jag vet med visshet.

S.H. (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 16:42

19 identicon

Halldór, þú ert andstæðingur tjáningarfrelsis.

"Gagnryni a Israelsriki fer alltof oft ut i arasir a gyðinga og bendlun við nasisma. Menn mega gagnryna Israelsriki en eg lyd ekki að lög seu brotin og þeir bendlaðir við nasisma. Orðanotkun hans um helförina er ekki lögbrot en algjörlega siðlaus og synir litinn skilning hans a þeim hormungum sem attu ser stað i þriðja rikinu."

Það er engin gagnrýni á gyðinga sem etnískan hóp í fyrrnefndum skrifum, aðeins á Ísraelsk yfirvöld og þau má gagnrýna eins og öll önnur yfirvöld. Það er stjórnarskrárvarinn réttur á Íslandi.

"eg lyd ekki að lög seu brotin og þeir bendlaðir við nasisma."

Það er mjög langsótt að halda því fram að með fyrrgreindri orðanotkun einni hafi Ísraelsríki verið bendlað við nasisma. Engin lög hafa verið brotin. Þú hefur háar hugmyndir um sjálfan þig og vald þitt. En það væri sniðugra fyrir þig að þjálfa þig dálítið í rökhugsun áður en þú heldur skrifum og álitsgjöf áfram.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 16:49

20 identicon

"Auðvitað hafa Palestínumenn allan rétt. En ekki Hamas."

Segðu mér þá eitt: Var allt fólkið sem hefur á síðustu dögum verið drepið eða limlest félagar í Hamas-samtökunum?

Jæja, þetta er komið gott, nenni ekki meiru í bili.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 16:51

21 identicon

Eg er ekki a moti tjaningarfrelsi Þorgeir en orðum fylgja abyrgð eins og sagt er i islenskum logum. Hingað til hafa lögin ekki tekið a gyðingahatri en það er svo sannarlega logbrot. Bendi eg þer a skyrslu EUMC um gyðingahatur.

 I skrifum þessum eru gyðingar gagnryndir sem hopur og sagt að þeir likist nasistum og varnir israelsrikis seu "helför" gegn palestinuaröbum. Stefan er þvi að gera litið ur þeim hryllingi sem var gegn gyðingum sem letust i helförinni og þeim fau sem komust lifs af. Svo er af mörgu öðru að taka.

Menn mega þo alveg gagnryna Israelsk yfirvöld en ekki með þessum hætti.

Með visun sina i "helför gegn palestinuaröbum" hefur Stefan svivirt gyðinga og bendlað þa við nasisma þo svo að mönnum se frjalst skv. lögum að mistulka hugtakið er þeim ekki frjalst að nota það til að niða gyðinga eða Israelsmenn.

Eg tel rokhugsun mina agæta, þakka þer fyrir. 

Halldor (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 17:58

22 identicon

Kapp er bezt med forsjá. Pistill Hans Haraldssonar heitir Ísrael, nasistar og heimskingjar og bid ég hann afsökunar á thessu klúdri.
En ágaeti orda hans er hid sama.

S.H. (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 04:56

23 identicon

Lars M Andersson lektor í sagnfraedi vid Uppsalaháskóla skilgreinir hugtakid Antisemitism á thessa leid í Sveriges Radio fréttaskýringathaetti Studio 1 15/1.

Begreppet antisemitism myntades i slutet på 1800-talet i Tyskland och var en förskönande omskrivning för fientlighet mot judar. Denna antisemitism ger sig ofta till känna på så sätt att man mäter Israel och judar med en annan måttstock än andra folk. När det är kris i Mellan-Östern blossar den underliggande antisemitismen upp hos många.

 När man kritiserar Israels krigshandlingar med gammaltestamentliga begrepp som ” Öga för öga, tand för tand” men inte exempelvis Rysslands krig i Tjetjenien med hänvisning till ortodoxa kyrkan på samma sätt då är detta ett utslag av antisemitism.

När man vägrar Israel rätten att försvara sina landområden och sina medborgare men tillerkänner andra länder och folk den rättigheten  är detta antisemitism.

Att kritisera Israel är en självklar sak men det skall ske på samma grunder som vi kritiserar andra folk och länder.

När man hävdar att Israel och judar  på grund av Holocaust bör ha större förståelse för andras lidanden  mäter man också med olika måttstock och det har också antisemitiska orsaker men det kan vara moraliskt berättigat. Å andra sidan kan man också se rädslan för utplåning som ett resultat av det judiska folkets erfarenheter. 

Ett anat tydligt utslag av antisemitism är när man likställer israelerna med nazisterna, genomatt låta bödlar och offer byta plats.  Så sker inte när man kommenterar andra konflikter i världen.                         

S.H. (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 10:49

24 identicon

Einar, thú hefur rangt fyrir thér. Semítar eru ekki til. Hugtakid er rangt frá byrjun. Thad eru engir semítar til ad vera " anti" á móti. Lars M Andersson byrjar á thví ad leidrétta thessa villu. Hlustadu á vidtalid vid hann.

Semitiska tungumál er fraedilegt hugtak í "språkvetenskap"

S.H. (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 11:49

25 identicon

SH., þú bendir á að það geti falist gyðingahatur í því að leggja einhverskonar "sérstandard" á herðar Ísraelsríkis sem ekki er lagður á aðra. En til þess að geta ákvarðað slíkt þarftu þá ekki að þekkja afstöðu Stefáns til annarra mála? Ég þekki hana ekki enda hafði ég ekki lesið neitt á þessari síðu áður en ég sá þessa færslu. Þá liggur beinast við að fjalla um færsluna sjálfa eins og hún kemur fyrir en þar er bara ekki fjallað neitt um önnur mál. Ég get bara talað fyrir sjálfan mig en ég hef svipaða afstöðu t.d. til innrásar Bandaríkjanna í Írak og hernámsaðgerða Ísraels.

Kannski þú þurfir að sýna fram á með dæmum að Ísrael fái sérmeðferð, þá með tilvísan til ákveðinna mála /manna, en ekki með almennum hætti.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 10:34

26 Smámynd: Stefán Gíslason

Þessi umræða hefur eiginlega farið svolítið úr böndunum. Ég hef meira að segja ekki komist yfir að lesa þetta allt sjálfur. En það breytir svo sem ekki öllu. Mér finnst aðalmálið vera það, að hvar sem vér í fylking stöndum, þá er ekki til nein afsökun fyrir því að myrða börn og annað saklaust fólk í hundraðatali, ráðast á starfsfólk hjálparsamtaka, eða brenna byggingar Sameinuðu þjóðanna. Trúarbrögð og sagnfræði breyta þar engu um. Mér þykir jafnvænt um gyðinga og annað fólk, en það skiptir bara engu máli í þessu sambandi. Ísraelsmenn (og þá á ég að sjálfsögðu við ísraelsk stjórnvöld) hafa einfaldlega gengið allt of langt - og komist upp með það!

Stefán Gíslason, 19.1.2009 kl. 10:54

27 identicon

Thorgeir: Jag räknade upp flera exempel på antisemitism (gydingahatur) i mitt referat av vad Lars M Andersson sagt. Inte endast det faktum att Israel inte mäts med samma måttstock som andra länder när det gäller säkerhetsaspekter.

Du eller Stefán vill väl heller inte mena att Finland inte skulle fått försvara sig mot Ryssland under vinterkriget och fortsättningskriget, eller Polen när Tyskland anföll 1. september 1939?

Men Stefán skriver så här:

. Ég minni á það, sem kom í ljós í vikunni, að þau rök Ísralesmanna að þeir séu að svara flugskotaárásum Hamas eru bara lygi og yfirklór, því að aðgerðirnar byrjuðu aðeins of snemma til þess. Auk þess var búið að æfa þær mánuðum saman.” (sic)!

Israel har varit under raketbeskjutning i 7 år!

 Stefán:  Jag väljer att tro dig att du inte var medveten om hur din artikel färgades av antisemitiska klyschor. Läs den igen och du kommer att se att du talar om”helförina”

,helfararríki”och menar  Israel, ”útrýmingarherferd” o s v. Och jämställer därmed det industriella utrotandet av judar,zigenare,kommunister och homosexuella med Israels krig mot Hamas och Gaza.

Vill rekommendera intervjun med Israels Norgeambassadör i RUV den 6. januari för en motbild. Även om Bogi Ágústsson såg ut som satt han på glödande kol och helst ville krypa ur sitt skinn, av obehag inför denna representant för Israel eller av de av antisemitism färgade frågor han ställde, kan man dock för en gångs skull höra den andra sidan förklara sig

S.H. (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 16:51

28 identicon

Ber om ursäkt för den storvulna stilen!!Det var oavsiktligt.

S.H (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband