18.1.2009 | 18:03
Mistök í talningu
Hún er fræg þessi framsóknarelja.
Formann þau þurftu að velja.
Af atkvæðum nóg var
og atgervi', en þó var
enginn sem kunni að telja.
Sigmundur kjörinn formaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Gamla bloggið
- Gamla bloggið Bloggfærslurnar mínar 11/1 2007 - 29/2 2008
Síðurnar mínar
- Fjallvegahlaup Bráðabirgðasíða um Stóra Fjallvegahlaupaverkefnið :-)
- Olíuhreinsistöð Umhverfisþættir í rekstri olíuhreinsistöðva
Börnin mín (sum)
- Keli Frumburðurinn
- Jóhanna - myndir Myndirnar hennar Jóhönnu á Flickr
Vinir og ættingjar
- Hörpumyndir Aðallega Ragnar Ingi auðvitað
Frjálsar og hlaup
- FRÍ Frjálsíþróttasamband Íslands
- Hlaup.is Hlaupasíðan
- Hlaupadagbókin Segir ALLA söguna
- Sænska FRÍ Sænska frjálsíþróttasambandið
- Alþjðafrlsítrasambndð Heimasíða Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, IAAF
Umhverfismálin
- Orð dagsins Af vettvangi Staðardagskrár 21
- UMÍS ehf. Environice Fyrirtækið mitt :-)
- Svanurinn í Noregi Svanur eins og svanir eiga að vera
- Miljø og sundhed Informationscenter for miljø og sundhed í Danmörku
- Landvernd Landvernd
- Náttúran.is Verðandi umhverfisvefur númer eitt
Athugasemdir
Sæll Stefán
Það klikkaði ekkert í talningunni. Hinsvegar voru dálkarnir víst ranglega færðir í skjal formanns kjörstjórnar og því fór sem fór. En í samræmi við tillögu um siðareglur sem sammþykkt var á fundinum þá sagði formaður kjörstjórnar af sér þar sem að hann taldi sig bera ábyrgð á mistökunum. Haukur er vammlaus maður og er maður af meiri fyrir vikið. Enn sem fyrr eru það framsóknarmenn sem sýna að þeir axla ábyrgð. Það er þannig fólk sem að vantar við stjórnvölinn.
Kv.
Guðmundur
Guðmundur Ragnar Björnsson, 18.1.2009 kl. 23:05
Sæll Guðmundur,
Þó að svona mistök henti vel sem limrufóður, þá grunaði mig allan tímann að ekkert hefði skort á talningarkunnáttuna. Mér finnst afsögn formanns kjörstjórnar líka til mikillar fyrirmyndar og öðrum til eftirbreytni. Sama má segja um endurnýjunina í forystusveitinni. Svona breytingar eru algjörlega nauðsynlegar og þyrftu að eiga sér stað miklu víðar. Til hamingju með nýja forystu!
Stefán Gíslason, 19.1.2009 kl. 08:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.