Leita í fréttum mbl.is

Mistök í talningu

Hún er fræg þessi framsóknarelja.
Formann þau þurftu að velja.
Af atkvæðum nóg var
og atgervi', en þó var
enginn sem kunni að telja.


mbl.is Sigmundur kjörinn formaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Sæll Stefán

Það klikkaði ekkert í talningunni. Hinsvegar voru dálkarnir víst ranglega færðir í skjal formanns kjörstjórnar og því fór sem fór. En í samræmi við tillögu um siðareglur sem sammþykkt var á fundinum þá sagði formaður kjörstjórnar af sér þar sem að hann taldi sig bera ábyrgð á mistökunum. Haukur er vammlaus maður og er maður af meiri fyrir vikið. Enn sem fyrr eru það framsóknarmenn sem sýna að þeir axla ábyrgð. Það er þannig fólk sem að vantar við stjórnvölinn.

Kv.

Guðmundur

Guðmundur Ragnar Björnsson, 18.1.2009 kl. 23:05

2 Smámynd: Stefán Gíslason

Sæll Guðmundur,
Þó að svona mistök henti vel sem limrufóður, þá grunaði mig allan tímann að ekkert hefði skort á talningarkunnáttuna. Mér finnst afsögn formanns kjörstjórnar líka til mikillar fyrirmyndar og öðrum til eftirbreytni. Sama má segja um endurnýjunina í forystusveitinni. Svona breytingar eru algjörlega nauðsynlegar og þyrftu að eiga sér stað miklu víðar. Til hamingju með nýja forystu!

Stefán Gíslason, 19.1.2009 kl. 08:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband