26.2.2009 | 16:44
Hver er sinnar gæfu smiður
Í tilefni af frétt mbl.is um mikilvægi hreyfingar og hollrar fæðu er ekki úr vegi að rifja upp líkan sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur stuðst við til að útskýra hvaða þættir það eru sem stýra heilsufari fólks.
Samkvæmt líkaninu ræðst heilsa manns að hálfu leyti af eigin lífsstíl, svo sem af mataræði, viðfangsefnum í frítíma, notkun tóbaks, áfengis og fíkniefna, o.s.frv. Umhverfisþættir á heimili, vinnustað og í frítíma hafa 20% vægi og erfðir annað eins. Heilbrigðiskerfið vegur aðeins 10%. Samanlagt eru þeir þættir sem maður stjórnar í aðalatriðum sjálfur sem sagt heil 70% af heildarmyndinni!
Vissulega er menn misvel undir það búnir við fæðingu að takast á við lífið, en í grófum dráttum má þó segja að sú leið sem maður velur sér í lífinu ráði mestu um það hvernig til tekst. Það dugar sem sagt ekki að einblína á góða heilsu og langlífi forfeðranna og ætlast svo til að heilbrigðiskerfið sjái um rest! Hver er sinnar gæfu smiður!
Heimild: Seppo Iso-Ahola: Leisure lifestyle and health. Í Compton, D. M. & Iso-Ahola, S. (Eds.), Leisure & mental health (pp. 42-60). Park City, UT: Family Development Resources, Inc., 1994. Sbr. einnig: Ingemar Norling: Rekreation och psykisk hälsa. Dokumentation och analys av forskning om hur rekreationens inriktning och kvalitet kan förbättra psykisk hälsa och behandlingen av psykisk ohälsa. Sektionen för vårdforskning, Sahlgrenska Universitetssjukhuset, Göteborg, 2001.
(Ath.: Svipuð bloggfærsla birtist upphaflega á gamla blogginu mínu 22. mars 2007, en er sem sagt rifjuð upp hér í tilefni af umræddri frétt. Rétt er að taka fram að ég hef ekki kynnt mér hugsanlegar breytingar sem WHO kann að hafa gert á líkaninu síðan þá).
Hreyfing og hollt fæði í baráttunni við krabbamein | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Gamla bloggið
- Gamla bloggið Bloggfærslurnar mínar 11/1 2007 - 29/2 2008
Síðurnar mínar
- Fjallvegahlaup Bráðabirgðasíða um Stóra Fjallvegahlaupaverkefnið :-)
- Olíuhreinsistöð Umhverfisþættir í rekstri olíuhreinsistöðva
Börnin mín (sum)
- Keli Frumburðurinn
- Jóhanna - myndir Myndirnar hennar Jóhönnu á Flickr
Vinir og ættingjar
- Hörpumyndir Aðallega Ragnar Ingi auðvitað
Frjálsar og hlaup
- FRÍ Frjálsíþróttasamband Íslands
- Hlaup.is Hlaupasíðan
- Hlaupadagbókin Segir ALLA söguna
- Sænska FRÍ Sænska frjálsíþróttasambandið
- Alþjðafrlsítrasambndð Heimasíða Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, IAAF
Umhverfismálin
- Orð dagsins Af vettvangi Staðardagskrár 21
- UMÍS ehf. Environice Fyrirtækið mitt :-)
- Svanurinn í Noregi Svanur eins og svanir eiga að vera
- Miljø og sundhed Informationscenter for miljø og sundhed í Danmörku
- Landvernd Landvernd
- Náttúran.is Verðandi umhverfisvefur númer eitt
Athugasemdir
Flott. Þetta var einmitt það sem börnin mín voru að tala um hér við matarborðið í gær. Þ.e. þau voru að spyrja hvort það væri mikið um krabbamein í kring um okkur. Það er um að gera að benda ungu kynslóðinni á hversu mikið þau geta gert sjálf til að halda heilsunni. Nú bendi ég þeim á að lesa þetta.
Fríða, 26.2.2009 kl. 18:14
Sæll Stefán
Rakst á færsluna þína á mbl.is. Ég er sammála þér um að hver er sinnar gæfu smiður- eins langt og það þó nær. Viðhorf skiptir sköpum hvernig tekist er á við lífið og viðfangsefni þess, hinsvegar tel ég málið ögn flóknara en svo að segja að einstaklingurinn "stjórni" um 70% af heilsufarlegum aðstæðum sínum. Margar rannsóknir sýna fram á tengsl milli þjóðfélagsstöðu og heilsu-heilsuleysis . Fátækt er talin ein helsta ástæða heilsuleysis skv WHO, og þá er ekki bara verið að tala um lönd í Afríku heldur vestræn lönd nokkuð nálægt Íslandi eins og t.d. Bretland sbr. Black Report frá 1982 þar sem orðatiltækið "dead poor" er bókstaflegt. Ýmis gögn frá Heilbrigðisráðuneytinu benda til þess að Ísland sé ekki undanskilið frá þessu. Af hverju eru t.d. börn í Breiðholti þyngri en börn í öðrum hverfum í Reykjavík? Ætli það sé vegna þess að þau séu latari eða er ástæðan önnur? Mitt sjónarhorn er að það þurfi að finna einhvern meðalveg í því að kenna einstaklingnum (victim blaming) eða heilbrigðiskerfinu/stjórnvöldum um heilsu- eða heilsuleysi- því ALLIR verða að bera ábyrgð.
Sonja Gústafsdóttir (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 18:32
Er hægt að tala um "victim blaming" þegar það er góð heilsa sem verið er að ræða? Og er ekki um að gera að benda öllum börnum á hvað þau geta gert í sínum málum, líka fátæku börnunum?
Fríða, 26.2.2009 kl. 21:37
Mér finnst soldið villandi að tala um prósentur í þessu samhengi. Hvað er eiginlega átt við? Orskasamhengi á bak við veikindi eru flókin og erfitt að sjá hvernig hægt er að smækka þau niður í eina prósentudreyfingu.
Einnig finnst mér varhugavert að halda því fram að lífstílsþættir svo sem matarræði séu hlutir sem hver ráði yfir sjálfir. Börn ráða t.d. afar takmörkuðu um hvað þau borða og það er ekki hlaupið að því að setja saman hollan og næringarríkan matseðil ef fólk lifir á atvinnuleysisbótum. Ég er á því að við séum gæfusmiðir hvors annars og á það einnig við hérna enda erum við stór hluti af lífstíl hvors annars.
Þó ég telji áhrifaríkt fyrir okkur að vinna saman í heilbrigðismálum eru þó klárlega talsvert af hlutum sem við getum breytt hjá sjálfum okkur. Hlutur sem ekki hefur verið tekið mikið inn í umræðuna um heilbrigðismál er áhrif viðhorfa á heilsu fólks. Bendi fólki á áhugaverðan fyrirlestur Bruce Lipton hérna:
http://video.google.com/videoplay?docid=-8506668136396723343&hl=en
Héðinn Björnsson, 27.2.2009 kl. 16:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.