4.3.2009 | 20:24
Jafnréttisáherslur í loftslagsumræðunni
Norræna ráðherranefndin um jafnréttismál tekur þátt í 53. kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem stendur nú yfir. Þar munu Norðurlöndin leggja sérstaka áherslu á jafnrétti sem mikilvægan lið í því að leysa loftslagsvandann.
Í raun er óhjákvæmilegt að huga að jafnréttismálum þegar rætt er um loftslagsvandann. Á það má m.a. benda að konur skilja eftir sig mun minna kolefnisfótspor en karlar, en verða að engu síður meira fyrir barðinu á loftslagsbreytingum. Þar koma við sögu ýmsir þættir, sem venjulegur Íslendingur leiðir líklega ekki hugann að. Til dæmist farast fleiri konur en karlar í flóðum, vegna þess að þær eru síður syndar en karlarnir. Þrátt fyrir að vera um helmingur jarðarbúa, eiga konur lítinn þátt í ákvörðunum um stefnumótun í loftslagsmálum. Þær eru t.d. aðeins um 15-20% þeirra sem taka þátt í alþjóðlegu samningaferli um loftslagsmál hjá Sameinuðu þjóðunum.
Hægt er að fræðast meira um sameiginlegt framtak Norðurlandanna á yfirstandandi kvennaráðstefnu á fréttasíðu Norrænu ráðherranefndarinnar. Mér fannst ástæða til að vekja athygli á þessu hér, þar sem mig grunar að hið mikla starf sem fram fer á vettvangi Norrænu ráðherranefndarinnar fari býsna mikið fram hjá Íslendingum, jafnvel þótt Ísland fari með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni þetta árið. Það eru t.d. Íslendingar sem leiða sérfræðingaráðstefnu um jafnrétti og loftslagsmál í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna á morgun klukkan 13.15 að staðartíma!
Aðalhvatinn að þessari bloggfærslu voru þó skrif góðrar vinkonu minnar og fyrrum samstarfskonu, Auðar H Ingólfsdóttur, en hún vakti athygli á kynjaslagsíðu í loftslagsumræðunni á bloggsíðunni sinni 26. febrúar sl.
Myndin með þessari færslu er af Anniken Huitfeldt, barna- og jafnréttisráðherra Noregs. Myndin er tekin að láni af heimasíðu Norrænu ráðherranefndarinnar. (Ljósm.: Yann Anker)
Tenglar
Gamla bloggið
- Gamla bloggið Bloggfærslurnar mínar 11/1 2007 - 29/2 2008
Síðurnar mínar
- Fjallvegahlaup Bráðabirgðasíða um Stóra Fjallvegahlaupaverkefnið :-)
- Olíuhreinsistöð Umhverfisþættir í rekstri olíuhreinsistöðva
Börnin mín (sum)
- Keli Frumburðurinn
- Jóhanna - myndir Myndirnar hennar Jóhönnu á Flickr
Vinir og ættingjar
- Hörpumyndir Aðallega Ragnar Ingi auðvitað
Frjálsar og hlaup
- FRÍ Frjálsíþróttasamband Íslands
- Hlaup.is Hlaupasíðan
- Hlaupadagbókin Segir ALLA söguna
- Sænska FRÍ Sænska frjálsíþróttasambandið
- Alþjðafrlsítrasambndð Heimasíða Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, IAAF
Umhverfismálin
- Orð dagsins Af vettvangi Staðardagskrár 21
- UMÍS ehf. Environice Fyrirtækið mitt :-)
- Svanurinn í Noregi Svanur eins og svanir eiga að vera
- Miljø og sundhed Informationscenter for miljø og sundhed í Danmörku
- Landvernd Landvernd
- Náttúran.is Verðandi umhverfisvefur númer eitt
Athugasemdir
Flott færsla Var annars að lesa ævisögu merkilegrar konu, Wangari Maathai, handhafa friðarverðlauna nóbels frá árinu 2004. Merkileg kona, og hefur einmitt unnið mikið starf að tengja saman umhverfismál, sjálfbæra þróun, jafnréttismál, lýðræðisþróun og mannréttindabaráttu.
Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 23:29
Takk Auður. Ég veit að það er mikið búið að reyna að fá Wangari hnigað til lands í tengslum við stóra viðburði á umhverfissviðinu, en hún er eðlilega mikið bókuð, þannig að ekki hefur orðið úr, ennþá. Vissi ekki að búið væri að gefa út ævisöguna hennar. Merkileg kona! Býst við að ævisagan hennar sé vel til þess fallin að víkka skilning manns á því hvað sjálfbær þróun snýst um.
Stefán Gíslason, 5.3.2009 kl. 08:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.