Leita í fréttum mbl.is

Ekki kjósa ekki neitt!

Það er eðlilegt að margir séu óánægðir með stöðu mála og vilji sýna óánægju sína á kjördag með því að sitja heima eða skila auðu. En slíkt ætti enginn að gera! Fyrir því eru tvær meginástæður:

  1. Öllum er sama!
    Sú yfirlýsing eða refsing sem við höldum e.t.v. að felist í því að skila auðu mun á engan hátt koma sér illa fyrir þá sem aðgerðinni er beint gegn, þ.e.a.s. „ríkjandi valdakerfi“!
  2. Þá fá hinir að ráða!
    Með því að sitja heima eða skila auðu afsölum við okkur valdi okkar til þeirra sem við treystum líklega síst fyrir því! Við styrkjum með öðrum orðum „ríkjandi valdakerfi“ í sessi í stað þess að koma höggi á það, eins og við kannski héldum að við myndum gera. Við leyfum sem sagt öðrum að búa framtíð okkar til á meðan við sjálf sýslum við eitthvað annað!

Ég skora á alla, sem á annað borð hafa kosningarétt, að mæta á kjörstað á laugardag og krossa við listabókstaf einhvers hinna sjö framboða sem hægt er að velja á milli. Þó að við séum kannski óánægð með þau öll, þá hlýtur samt eitthvert þeirra að vera nógu mikið skárra eða nógu mikið verra en hin, til að við getum fundið og valið skásta kostinn. Ekki kjósa ekki neitt!

PS: Það að skila auðu eða sitja heima virkar kannski að einhverju leyti í sveitarstjórnarkosningum og forsetakosningum, þar sem nálægðin er meiri eða kosningin persónulegri. Í alþingiskosningum virkar þessi aðferð EKKI, nema til að dæma okkur sjálf úr leik!


mbl.is Fleiri munu skila auðu og strika yfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dofri Hermannsson

Vel mælt og skynsamlega eins og þín er von og vísa.

Dofri Hermannsson, 21.4.2009 kl. 12:22

2 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Sammála þér Stefán,það á að nýta kosningarréttin,ef þú vilt ekki kjósa þann flokk sem þú hefur kosið hingað til,þá hlýtur að vera einhver flokkur annar sem er svo til með þín mál á hreinu,slappa af hugsa jákvætt,og horfa á framtíðina,já það er þarna einhver lausn sem maður sér.ALLIR EIGA AÐ KJÓSA,auður seðill hjálpar þeim sem voru og eru við stjórnvöld í dag,flokkar sem ekki gátu hjálpað okkur,það eru alltaf kostir,alltaf hægt að velja.

Jóhannes Guðnason, 21.4.2009 kl. 12:23

3 Smámynd: TARA

Ég veit svei mér þá ekki hvað skal kjósa og er það í fyrsta sinn síðan ég fékk kosningarétt...

TARA, 21.4.2009 kl. 18:09

4 identicon

Það er mjög erfitt að finna einhvern til að kjósa og í rauninni held ég að það sé nákvæmlega sama hvað maður kýs, það er sami afturendinn undir öllu þessu liði. Við megum nefnilega aldrei gleyma því að „hálfsannleikur oftast er, óhrekjandi lygi“.

Halli Gísla (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 22:17

5 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þetta er alveg hárrétt hjá þér! Bendi þeim sem eru í vafa hvað þeir eigi að kjósa á Kosningaáttavita á mbl.is. Svara þarf 20 spurningin og gefur niðurstaðan til kynna hvaða flokkur eigi mest sameiginlegt með skoðunum manns. Spurningarlistann er að finna hér.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 22.4.2009 kl. 02:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband