Leita í fréttum mbl.is

Litlar vindmyllur til sölu

Fyrr í þessum mánuði birtu Sænsku vindorkusamtökin (Svensk Vindkraftförening) dálitla skýrslu sem þau tóku saman fyrir Orkustofnun Svíþjóðar (Energimyndigheten), með yfirliti yfir þær 52 tegundir af litlum vindmyllum (0,2-200 kW) sem fáanlegar eru á sænskum markaði. Á listanum eru bæði vindmyllur sem framleiddar eru í Svíþjóð og fluttar inn.

Vindmyllusamantektinni er ætlað að hjálpa sænskum kaupendum að velja bestu vindmyllurnar. Í henni er m.a. að finna gátlista með helstu spurningum sem vindmyllukaupendur ættu að leita svara við áður en ákvörðun er tekin um kaupin.

Á síðustu árum hefur áhugi Svía á litlum vindmyllum aukist verulega, og hefur þá ekki síst beinst að vindmyllum sem settar eru upp á þök húsa. Að mati Lars Åkeson, sem vann að umræddri samantekt, er raforkan sem framleidd er með þessum vindmyllum oft dýr þegar upp er staðið. Því sé sérstök ástæða til að hvetja fólk til að láta gera vindmælingar áður en ráðist er í fjárfestingu af þessu tagi. Töluvert hefur verið kvartað undan bilunum í þessum litlu vindmyllum, og margir telja sig hafa fengið minna rafmagn út úr þeim en gefnar höfðu verið væntingar um. Lars telur að um þessar mundir séu vindtúrbínur með lóðréttum öxli einna áhugaverðasti kosturinn, en þar hafi athyglisverð þróun átt sér stað upp á síðkastið.

Annað slagið er ég spurður álits á ýmsu varðandi vindmyllur. Ég er enginn sérfræðingur á því sviði, og þess vegna datt mér í hug að skrifa þennan pistil til að vísa á skýrslu Sænsku vindorkusamtakanna. Skýrslan verður uppfærð eftir því sem breytingar verða. Hægt er að nálgast skýrsluna á slóðinni http://www.natverketforvindbruk.se/sv/Om-natverket/Nyheter/Rad-och-tips-om-sma-vindkraftverk.

3windm


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Sæll frændi

Hér er hlekkur inn á leiðbeiningar í vindmyllugerð sem Sigrún María vinkona mín og bekkjarsystir sendi mér á dögunum. 

http://www.mdpub.com/Wind_Turbine/index.html

Herdís Sigurjónsdóttir, 17.6.2009 kl. 11:29

2 Smámynd: Stefán Gíslason

Takk frænka! Ég er ekki búinn að lesa þetta allt, en við fyrstu sýn virðist þetta vera afar áhugaverð lesning.

Stefán Gíslason, 18.6.2009 kl. 08:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband