Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Einhvers konar grín

Ég vil taka það fram, til að taka af öll tvímæli, að síðasta færsla var einhvers konar grín, eins og orðin "bindandi ráðgjöf" ættu reyndar að bera þokkalega glöggt vitni um. Ég er eindregið þeirrar skoðunar að þeir sem stjórna Seðlabankanum þurfi að vera fagmenn á því sviði. Davíð Oddsson er það ekki. Ég er líka eindregið þeirrar skoðunar að þeir sem stjórna Seðlabankanum eigi ekki undir nokkrum kringumstæðum að hlutast til um stjórnmál með þessum hætti. Vonandi var þetta með þjóðstjórnina bara kjaftasaga, eins og Geir hélt fram í kvöld. Nóg er samt. Þarf maður virkilega að fara að fletta upp í Stjórnarskránni til að rifja upp hvers konar stjórnskipulag Íslendingar hafa valið sér? Reyndar kíkti ég í hana til öryggis. Þar er hvergi minnst á Seðlabankann!!!


Góð hugmynd hjá Davíði

Mér líst afar vel á hugmynd Davíðs Oddsonar um þjóðstjórn. Eins og staðan er í efnahagsmálum er þó naumast hægt að ætlast til að slík stjórn verði í aðstöðu til að taka fullnaðarákvarðanir um þær ráðstafanir sem nauðsynlegar kunna að verða. Þess vegna er afar brýnt að þjóðstjórnin njóti ráðgjafar færustu sérfræðinga á sviði efnahagsmála. Í því sambandi liggur beinast við að stjórnin leiti eftir ráðgjöf Seðlabankans. Með tilliti til stöðu efnahagsmála myndi þar verða um svokallaða bindandi ráðgjöf að ræða. Þetta fyrirkomulag myndi létta mjög álagi af Alþingi, enda Alþingismenn í afar erfiðri aðstöðu til að taka afstöðu til þeirra margbrotnu viðfangsefna sem stjórnvöld þurfa að fást við, sérstaklega þegar tekið er tillit til þeirra miklu áhrifa sem ófyrirsjáanlegir atburðir í alþjóðlegu fjármálalífi geta haft á íslenskt viðskiptaumhverfi. Alþingi myndi engu að síður gegna afar mikilvægu hlutverki við að samþykkja þær ráðstafanir sem þjóðstjórnin hefði þegar tekið ákvarðanir um, að fenginni ráðgjöf.
mbl.is Seðlabankastjóri viðrar hugmynd um þjóðstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband