Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
11.4.2008 | 12:10
Sóknarfæri smáríkjanna felast í sérstöðu þeirra
Ég er algjörlega sammála forsetanum um að breytt heimsmynd skapi sóknartækifæri fyrir smærri ríki. Í því sambandi ræddi hann m.a. um að smærri ríki, gætu vissulega líkt og hin stærri, átt við margvíslega efnahagslega erfiðleika að etja en rétt væri þá að hafa í huga sögulega sýn. Ég held að við þurfum líka að hafa í huga mögulega sýn, nefnilega að forðast pólitískar ákvarðanir sem eru teknar í uppnámi augnbliksvanda.
Ég tel að sóknarfæri smærri ríkja felist öðru fremur í sérstöðu þeirra hvers um sig, en ekki í smæðinni sem slíkri. Það eitt að eiga sína eigin tungu, menningu og gjaldmiðil skapar sóknarfæri til lengri framtíðar, en þessi sóknarfæri geta hæglega glatast þegar yfirsýnina skortir.
Breytileikinn er forsenda framfara. Þess vegna þurfum við að varðveita sérstöðu okkar og þar með breytileikann í heimsþorpinu, ekki bara fyrir okkur sjálf, heldur líka fyrir umheiminn!
Breytt heimsmynd skapar sóknartækifæri fyrir smærri ríki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2008 | 08:49
Tími kominn á klippurnar
Nú er upplagt að klippa limgerðið. Með því að gera það fyrr en síðar má minnka líkurnar á að fiðrildalirfur geri okkur lífið leitt þegar líður á vorið. Flest eggin frá síðasta hausti eru nefnilega föst utarlega á greinunum, þannig að ef greinaendarnir eru fjarlægðir þá fara eggin með. Annars taka eggin að klekjast út senn hvað líður, þ.e.a.s. um svipað leyti og limgerðið byrjar að laufgast. Lirfurnar skríða þá um allt tré og gæða sér á blöðunum.
Boðskapur sögunnar er þessi: Klippa núna!
PS: Já, ég veit alveg að þetta er nákvæmlega sama bloggfærsla og birtist á gamla blogginu mínu 31. mars 2007. En það þarf jú að klippa limgerðið á hverju vori, ekki satt?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2008 | 21:08
Æðsti strumpur...
Í kvöld fann ég fyrir yfirþyrmandi þörf fyrir að vita hvers konar strumpur ég væri eiginlega. Sem betur fer er hægt að komast að þessu á netinu - og niðurstaðan var þessi:
Kemur þetta á óvart? |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.4.2008 | 19:10
47 kíló af koltvísýringi
Ég missti af fyrirlestrinum hans Al Gore í morgun. Ástæðurnar fyrir fjarveru minni voru tvær: Annars vegar tókst mér ekki að verða mér úti um miða, og hins vegar er ég staddur í þriggja daga vinnutörn á Snæfellsnesi, sem ég mátti illa við að sleppa úr.
Auðvitað var það skelfing leiðinlegt fyrir okkur báða að ég skyldi ekki geta mætt. En það er huggun harmi gegn að með fjarveru minni kom ég í veg fyrir að 47,47 kg af koltvísýringi slyppu út í andrúmsloftið. Til að komast á fundinn hefði ég nefnilega þurft að keyra á Príusnum fram og til baka milli Stykkishólms og Reykjavíkur. Þetta eru 172 km hvora leið, þ.e.a.s. 344 km báðar leiðir. Bíllinn hefði líklega eytt 6 bensínlítrum á hundraðið - og við brennslu á hverjum lítra myndast u.þ.b. 2,3 kg af koltvísýringi. Sem sagt:
2x172 km x 0,06 l/km x 2,3 kg CO2/l = 47,47 kg CO2
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
2.4.2008 | 08:16
Ótrúlegt áhugaleysi!
Það vill greinilega enginn græða á því að framleiða demanta í bílskúrnum sínum. Alla vega hef ég ekki fengið neinar fyrirspurnir um málið í framhaldi af bloggskrifum gærdagsins. Og það mætti heldur enginn á kynninguna í Hyrnutorgi, held ég.
Nú, það viðurkennist sem sagt hér með, að um aprílgabb var að ræða. Líklega hefur það verið alveg misheppnað, því að ég veit ekki til að neinn hafi hlaupið neitt þess vegna. Ég hljóp ekki einu sinni sjálfur í gær!
Sumt í demantafærslunni var kannski ekki alveg út í hött, en annað var býsna hæpið. En þetta á allt eftir að verða að veruleika! Þannig er það nefnilega yfirleitt með aprílgöbbin mín. Sjáið t.d. aprílgabbið á blogginu mínu í fyrra, þar sem sagt var frá því að Al Gore væri að koma til landsins. Og viti menn: Hann kemur í næstu viku og verður með fyrirlestur í Háskólabíói á þriðjudagsmorgun! Ég verð reyndar ekki þar, af því að hann gleymdi að bjóða mér sérstaklega og ég var of seinn að útvega mér miða.
Niðurstaðan er þessi: Fylgist vel með demantafréttum í apríl 2009!!!!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tenglar
Gamla bloggið
- Gamla bloggið Bloggfærslurnar mínar 11/1 2007 - 29/2 2008
Síðurnar mínar
- Fjallvegahlaup Bráðabirgðasíða um Stóra Fjallvegahlaupaverkefnið :-)
- Olíuhreinsistöð Umhverfisþættir í rekstri olíuhreinsistöðva
Börnin mín (sum)
- Keli Frumburðurinn
- Jóhanna - myndir Myndirnar hennar Jóhönnu á Flickr
Vinir og ættingjar
- Hörpumyndir Aðallega Ragnar Ingi auðvitað
Frjálsar og hlaup
- FRÍ Frjálsíþróttasamband Íslands
- Hlaup.is Hlaupasíðan
- Hlaupadagbókin Segir ALLA söguna
- Sænska FRÍ Sænska frjálsíþróttasambandið
- Alþjðafrlsítrasambndð Heimasíða Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, IAAF
Umhverfismálin
- Orð dagsins Af vettvangi Staðardagskrár 21
- UMÍS ehf. Environice Fyrirtækið mitt :-)
- Svanurinn í Noregi Svanur eins og svanir eiga að vera
- Miljø og sundhed Informationscenter for miljø og sundhed í Danmörku
- Landvernd Landvernd
- Náttúran.is Verðandi umhverfisvefur númer eitt