16.7.2008 | 22:03
Brekkugjá hlaupin í austfirskri blíðu
Hlaupið um Brekkugjá í dag gekk vonum framar, enda veðrið eins og best verður á kosið. Ég lagði upp frá Brekku í Mjóafirði um 2-leytið í fylgd með Norðfirðingnum Pjetri St. Arasyni. Leiðin upp á hæstu hæðina tók rúman klukkutíma (1:01:25 klst.). Þessi spölur er reyndar bara 4,02 km, en innifalin er u.þ.b. 750 m hækkun. Alla vega sýndi GPS-hlaupaúrið 808 m hæð þar sem hæst bar. Leiðin upp var greið, nema hvað efst þar sem farið var um brattar fannir. Þar hefðu keðjurnar komið sér vel. Reynið ekki að fara þarna á blankskóm!
Til að gera langa sögu stutta komum við að endamarkinu við Þórarinsstaði í Seyðisfirði þegar klukkan var 10 mínútur gengin í 5. Þá voru 14,11 km að baki og liðnar 2:10:33 klst. Mjög sáttur við það.
Skrifa meira um þetta síðar, að vanda. Á morgun er það Eskifjarðarheiðin. Leggjum af stað úr Eyvindardal kl. 10.00
Þarna sést Pjetur stefna ótrauður upp í Brekkugjá á 3. tímanum í dag. Leiðin upp liggur hægra megin við langa bogna skaflinn lengst til vinstri á myndinni. Þegar upp er komið blasir við nýr hjalli. Þar er betra að fara varlega á bröttum fönnum. Veðrið sést á myndinni.
PS: Hægt er fræðast meira um hlaup dagsins í Svæðisútvarpinu á Austurlandi.
Tenglar
Gamla bloggið
- Gamla bloggið Bloggfærslurnar mínar 11/1 2007 - 29/2 2008
Síðurnar mínar
- Fjallvegahlaup Bráðabirgðasíða um Stóra Fjallvegahlaupaverkefnið :-)
- Olíuhreinsistöð Umhverfisþættir í rekstri olíuhreinsistöðva
Börnin mín (sum)
- Keli Frumburðurinn
- Jóhanna - myndir Myndirnar hennar Jóhönnu á Flickr
Vinir og ættingjar
- Hörpumyndir Aðallega Ragnar Ingi auðvitað
Frjálsar og hlaup
- FRÍ Frjálsíþróttasamband Íslands
- Hlaup.is Hlaupasíðan
- Hlaupadagbókin Segir ALLA söguna
- Sænska FRÍ Sænska frjálsíþróttasambandið
- Alþjðafrlsítrasambndð Heimasíða Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, IAAF
Umhverfismálin
- Orð dagsins Af vettvangi Staðardagskrár 21
- UMÍS ehf. Environice Fyrirtækið mitt :-)
- Svanurinn í Noregi Svanur eins og svanir eiga að vera
- Miljø og sundhed Informationscenter for miljø og sundhed í Danmörku
- Landvernd Landvernd
- Náttúran.is Verðandi umhverfisvefur númer eitt
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.