Leita í fréttum mbl.is

Skemmdarverk að skoða hlutina í samhengi?

Ég er frekar undrandi á Guðna að tala um skemmdarverk í þessu sambandi. Ákvörðun Þórunnar snýst um að áhrif framkvæmda sem tengjast fyrirhuguðu álveri verði skoðuð í samhengi, enda hlýtur slíkt að vera öllum til góðs þegar upp er staðið. Annars hef ég engu við það að bæta sem ég skrifaði um málið 13. ágúst sl.


mbl.is Kreppa af völdum ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það sem mig grunar að Þórunn vilji ná fram með þessari ákvörðun sinni, er að málið tefjist það mikið, að framkvæmdaaðilar missi áhugan á því og snúi sér eitthvað annað.  Þórunn fer með ósannindi þegar hún segir að matið munu ekki teja framkvæmdirnar nema um nokkra mánuði.  Framkvæmdirnar munu hinsvegar tefjast um nokkur ár og það veit Þórunn mæta vel enda er það nákvæmlega það sem hún vill ná fram með þessu mati.

Einnig túlkast þessi ákvörðun hennar sem mismunun á milli landshluta.  Álverið í Helguvík virðist sloppið í gegn án athugasemda, meira að segja hinir hávaðasömu umhverfissinnar láta ekki neitt í sér heyra út af því.

En það er greinilega ekki sama álver og álver.  Álver á Suð-Vesturhorninu virðast vera "betri" álver en álver úti á landi, enda hafa bæði álverin í Reyðarfirði og væntanlegt álver á Bakka mætt mun meiri andstöðu en öll álverin á Suð-Vesturhorninu.

Þegar Þórunn var spurð um hversvegna álverið í Helguvík þyrfti ekki að undirgangast strangt umhverfismat eins og álverið á Bakka, var fátt um svör önnur en þau að hún væri að fara að lögum.  Það er nú frekar þunnur þrettándi og lýsir bara að manneskan á við stórt útskýringarvandamál að etja.

Segjum svo að heildstæða umhverfismatið vegna Bakkaálversins verði jákvætt, þá munu kjærum rigna inn frá umhverfisfasistum sem tefja mun málið enn frekar og það um mörg ár, þannig að á endanum gefjast framkvæmdaaðilar upp og hætta við framkvæmdirnar vegna mikils kostnaðar vegna tafa.  Þetta er nákvæmlega það sem Þórunn vill og hennar stuðningsfólk.

Þorbjörn H. Aðlageirsson (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 09:24

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Guðna er alveg sama um Þórunni og húsvíkinga. Hann er að veiða atkvæði, reyna að bjarga Framsókn frá drukknun. Sært dýr er grimmt og bítur frá sér.

Villi Asgeirsson, 28.8.2008 kl. 09:41

3 Smámynd: Stefán Gíslason

Mér leiðast samsæriskenningar og finnst ekki fagmannlegt að gera mönnum upp skoðanir. Umhverfisráðherra er bara að reyna að vinna vinnuna sína, rétt eins og forsvarsmenn Alcoa, Landsvirkjunar og annarra stofnana og fyrirtækja sem að málinu koma. Allt þetta fólk vandar til verka, enda mikið í húfi. Það er heldur ekkert sem bendir til þess að umhverfismatið þurfi að tefja framkvæmdir í mörg ár. Matsferlið gengur í raun út á að safna upplýsingum til að byggja ákvörðunina á. Svoleiðis vinna getur ekki tekið mörg ár nema mikið af upplýsingum vanti. Sé svo, þá er alla vega ljóst að menn hafa engan veginn nægar forsendur til að taka ákvörðun um það hér og nú að fara eða fara ekki í þessar framkvæmdir. Hvað fyrirhugað álver í Helguvík varðar, skilst mér að það ferli hafi verið komið mun lengra og því ekki sömu forsendur fyrir ákvörðun ráðherra. Ég þekki enga umhverfisfasista og veit ekki hvernig þeir vinna. En hitt veit ég að kærufrestir eru bundnir í lögum og að þeir eru ekki taldir í árum.

Stefán Gíslason, 28.8.2008 kl. 10:23

4 Smámynd: Sigurður Hrellir

Þorbjörn H. Aðlageirsson tekur það ekki sem gilda útskýringu að það þurfi að fara að lögum. Af því mætti skila að önnur rök (t.d. eiginhagsmunir) séu lögum yfirsterkari. Svo kallar hann okkur fasista sem viljum standa vörð um náttúru landsins. Sem betur fer eru flestir náttúruverndarsinnar ekki fordómafullar bullur eins og hann!

Sigurður Hrellir, 28.8.2008 kl. 10:28

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Alcoa missir ekki áhuga á þessu verkefni... við erum líklega ein af fáum þjóðum sem eru svo vitlausar að gefa svona fyrirtækjum rafmagn á tímum orkukreppu og hás orkuverðs... menn hlaupa ekki meðan mjólkurkýrin mjólkar.

Ég held að menn ættu frekar að fagna að við séum að þroskast og viljum skoða mál í samhengi því mistök þarna verða ekki aftur tekin.

Ég hef trú á að Framsóknarflokkurinn þroskist og átti sig á nauðsyn náttúrverndar og varúðar í umhverfismálum á undan Kínverjum og ríkum Afríku.

En það verður samt ekki meðan Guðni er formaður með sín 19aldar viðhorf.

Jón Ingi Cæsarsson, 28.8.2008 kl. 13:05

6 identicon

Stefán, það er alveg ljóst að matsferlið kemur til með seinka framkvæmdunum þarna fyrir norðan, hvað svo sem að Þórunn segir.  T.d. er einungis hægt að bora tilraunaborholur ca. 2 mánuði á sumrin þannig að ef að umhverfismatinu verður ekki loki fyrr en næsta haust, þá verður fyrst hægt að bora tilraunaholur sumarið 2010 sem vitanlega tefur verkið. 

Já, það er gott að þú þekkir enga umhverfisfasista Stefán, því þeir taka engum skynsömum rökum frekar enn aðrir fasistar, en þeir eru víst til hér á landi og eru frekar hávaðasamur hópur sem lætur mikið fyrir sér fara.

Jú, Sigurður Hrellir, ég get alveg skilað það að það eigi að fara að lögum, en að lögin gildi bara um annað álverið en ekki hitt, get ég ekki, frekar en svo margir aðrir ekki skilið.  Það er engin afsökun að álverið í Helguvík hafi verið komað svo langt í framkvæmdaferli, að ekki megi fara fram heildstætt umhverfismat í þeirri framkvæmd af því að henni var þjófstartað, lögin eiga að gilda líka um þessa framkvæmd og lög geta jú verið afturvirk.  Skv. þessu var það það sem að Húsvíkingar og ALCOA hefðu í raun átt að gera var að hefja framkvæmdir sl. vetur líkt og gert var í Helguvík.

Sigurður Hrellir, þú virðist taka athugasemd minni óstinnt upp og þú hljómar eins og þeir sem ekki vilja heyra nein mótrök gegn skoðunum sínum í staðinn fyrir að taka upp málefnalega umræðu um þessi.  Skrýtið.  En það að ég sé ekki á sama máli og Þórunn og t.d. þú, gefur þér ekki rétt til að kalla mig fordómafulla bulla bara af því að ég er ekki á þinni línu.  Hvernig er það, þekkir þú mig svona mikið??  Þetta lýsir þér eiginlega betur sjálfum og er þér frekar til lasta frekar en hitt.  Hitt er annað mál, að ég kalla það fólk umhverfisfasista sem taka engum skynsömum rökum í umræðu um umhverfismál og vilja hreinlega vernda öll svæði í landinu, já, fara hreinlega offari í umhverfisverndarbrjálæði og vilja þar með ekki nýta gæði landsins á annan hátt en að horfa á þau.  Flest þetta fólk býr á Höfuðborgarsvæðinu og lætur sér í léttu rúmi liggja þó að hvert svæðið á fætur öðru í jaðri Höfurðborgarsvæðisins er tekið undir byggingar og umferðarmannvirki.  Höfuðborgarsvæðið er eitt óumhverfisvænasta svæðið á landinu og hvert skipulagslysið á fætur öðru á sér þar stað.  Reykjavík er ein ljótasta, mengaðasta og óhreinasta höfuðborg í heimi.  Svokallaðir umhverfissinnar eru ekkert að fetta fingur út í það.

Umhverfisvernd snýst um meira en um verndum náttúru fyrir virkjunum og öðrum framkvæmdum, umhverfisvernd snýst líka um að hafa manneskjulegt nær-umhverfi sem alls ekki er t.d að finna á Höfuðborgarsvæðinu.

Þorbjörn H. Aðlageirsson (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 13:58

7 Smámynd: Sigurður Hrellir

Þorbjörn, satt best að segja finnst mér erfitt að rökræða við fólk sem fellur strax í þá gryfju að kasta fram þessum gömlu og þreyttu tuggum um umhverfisfasista eða öfgafulla náttúruverndarsinna sem alltaf búa í 101 Reykjavík og hafa ekkert annað fyrir stafni en að hanga á kaffihúsum eða spilla fyrir vinnandi fólki á landsbyggðinni.

Varðandi álverið í Helguvík þá hljóta aðrir þættir en álverið sjálft að fara í sameiginlegt umhverfismat, s.s. virkjanir og línulagnir. Ég hefði vitaskuld viljað að það sama gilti fyrir álverið þar og fyrirhugað álver á Bakka, en lögspekingar virðast hafa úrskurðað að það geti ekki orðið svo. Landvernd kærði en svo fór sem fór.

Varðandi skipulagsmál á höfuðborgarsvæðinu þá er ég algjörlega sammála þér að þau mál eru í miklum ólestri. Sjálfur hef ég eytt töluverðu púðri í að skrifa pistla og senda inn athugasemdir en það virðist lítil áhrif hafa. Ég skora hér með á þig að taka virkan þátt í þeirri baráttu fyrst þú telur höfuðborgina þína svo ljóta, mengaða og óhreina.

Þú segir að ég vilji ekki heyra nein mótrök en ég spyr á móti hvar eru þín rök? Getur þú t.d. fært rök fyrir því að útblástur frá álverinu rúmist innan skuldbindinga Íslands? Getur þú fært rök fyrir því að eitt álver á Bakka sé betri kostur en fleiri smærri framleiðslu- eða þjónustueiningar? Getur þú rökstutt af hverju allt heila þjóðarbúið ætti að hella sér út í enn eina rússíbanareiðina með þenslu og öðru tilheyrandi?

Ég skal fúslega viðurkenna að ég kæri mig ekki um fleiri álver á Íslandi og finnst meira en nóg komið með þau þrjú sem þegar eru starfandi. Ég tel að þjóðin verði einfaldlega allt of háð heimsmarkaðsverði á áli auk þess sem að örfá alþjóðlega stórfyrirtæki ná kverkataki á samfélaginu. Heldur þú virkilega að þeim sé ekki sama um ykkur þegar að kreppir? Síðast en ekki síst lít ég svo á að náttúra landsins sé sameign okkar allra hvar svo á landinu sem við búum í nútíð og framtíð og að ganga verði hægt um gleðinnar dyr þegar auðlindirnar eru nýttar.

Sigurður Hrellir, 28.8.2008 kl. 16:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband