23.9.2008 | 13:46
Er norræn samkennd að hverfa?
Ég er algjörlega sammála menningar- og menntanefnd Norðurlandaráðs um að nú séu síðustu forvöð að bjarga hinu norræna tungumálasamfélagi. Ég veit að margir Íslendingar vilja gjarnan hafa samskipti við annað norrænt fólk á ensku, frekar en á einhverju norrænu máli (norsku, sænsku, dönsku eða einhverri blöndu af þessu þrennu). Þetta er skiljanlegt eins og málum er háttað, en ég held samt að fólk átti sig almennt ekkert á því hvað er í húfi. Tungumál er nefnilega ekki bara tungumál. Það er flestu öðru fremur þessi skyldleiki tungumálanna sem gerir norrænt samstarf að því sem það er. Um leið og við gefumst upp á því að viðhalda getunni til að hafa samskipti á norrænum málum, er líklegt að norrænt samstarf líði undir lok, ekki skyndilega heldur smátt og smátt. Menn munu sem sagt vakna upp við það einn daginn að það sem tengdi okkur saman, hvað sem það nú annars var, sé ekki lengur til staðar.
Nú eru síðustu forvöð að bretta upp ermarnar. Það þurfa norrænu menntamálaráðherrarnir að gera. Það þarf að útrýma leiðindunum úr norrænu tungumálanámi og hrinda í framkvæmd hinni metnaðarfullu stefnu um norræna tungumálakunnáttu, sem sagt norrænu tungumálayfirlýsingunni frá 2006.
Látum ekki um okkur spyrjast að "vi har lagt en plan, men husker ikke hvor vi lagt den", eins og norskur kunningi minn orðaði það á dögunum!
PS: Það er ágæt æfing í norrænunni að lesa frétt um þetta sama mál á heimasíðu Norðurlandaráðs.
Hörð gagnrýni á norræna menntamálaráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Gamla bloggið
- Gamla bloggið Bloggfærslurnar mínar 11/1 2007 - 29/2 2008
Síðurnar mínar
- Fjallvegahlaup Bráðabirgðasíða um Stóra Fjallvegahlaupaverkefnið :-)
- Olíuhreinsistöð Umhverfisþættir í rekstri olíuhreinsistöðva
Börnin mín (sum)
- Keli Frumburðurinn
- Jóhanna - myndir Myndirnar hennar Jóhönnu á Flickr
Vinir og ættingjar
- Hörpumyndir Aðallega Ragnar Ingi auðvitað
Frjálsar og hlaup
- FRÍ Frjálsíþróttasamband Íslands
- Hlaup.is Hlaupasíðan
- Hlaupadagbókin Segir ALLA söguna
- Sænska FRÍ Sænska frjálsíþróttasambandið
- Alþjðafrlsítrasambndð Heimasíða Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, IAAF
Umhverfismálin
- Orð dagsins Af vettvangi Staðardagskrár 21
- UMÍS ehf. Environice Fyrirtækið mitt :-)
- Svanurinn í Noregi Svanur eins og svanir eiga að vera
- Miljø og sundhed Informationscenter for miljø og sundhed í Danmörku
- Landvernd Landvernd
- Náttúran.is Verðandi umhverfisvefur númer eitt
Athugasemdir
Ég hef alla tíð verið hrifnari af norðurlandamálum heldur en ensku. Fyrir nokkrum árum tók ég leigubíl í Danmörku og bílstjórinn byrjaði að tala við mig á ensku. Ég svaraði honum á dönsku og hann var dálítið undrandi og sagði að yfirleitt töluðu ferðamenn við hann á ensku. við töluðum saman alla leiðina á dönsku. Við norðurlandaþjóðir eigum að halda í okkar norðurlandamál og tapa ekki málinu fyrir ensku.
Þórður Ingi Bjarnason, 23.9.2008 kl. 14:24
Mangler der bare ikke flere danske film og programmer på det islandske fjernsyn? Når jeg tænker på det så tror jeg jeg har lært meget engelsk fra fjernsynet men slet ikke dansk...
Halldór (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 14:54
Sæll Stefán
Ég er alveg sannfærð um að norræn samkennd er ekki að hverfa, hún er jafnvel að styrkjast, allavega í pólitísku starfi. Ég er einnig sannfærð um að það eru finnar og íslendingar sem verða að standa sig betur í að tjá sig á skandínavísku á fundum. Það eru alltaf þessar tvær þjóðir sem eru ragastar að nota norðurlandamálin í samskiptum. Ok, sérstaklega danirnir geta verið hrokafullir og átt erfitt með að skilja annan framburð en íbúa eigin hverfis (segi nú bara svona).
Maður lærir ekki nema að spreyta sig. Maður viðheldur ekki samkennd nema að "orientera" sig í ákveðna átt. Þannig er það nú bara. Ætli gagnrýnin sé þess vegna ekki að einhverju leyti rétt.
Anna Karlsdóttir, 23.9.2008 kl. 15:23
Þetta vandamál hefur kannski eitthvað með áhuga almennings að gera, danskan var ekki það vinsælasta meðal bekkjarfélagana þegar ég gekk í skóla heima. Hinar norrænu þjóðirnar gætu kannski tekið okkur eitthvað til fyrirmyndar, hvað varðar almenna kennslu í öðru norðurlandatungumáli. Þýskan er hvort eð er álíka hötuð og danskan er heima. Ég get líka vel skilið "venjulegan" íslending, sem komst í gegnum grunnskóladönskuna - kannski mest fyrir velvild kennarans. Allflestir Íslendingar tala MJÖG góða ensku, þökk sé sjónvarpinu og löngum vetrarkvöldum. Það er því sjálfsagt að fólk spreyti sig á henni fyrst. Reyndar kemst maður yfirleitt ekki langt með henni einni saman, sérstaklega ekki hér í noregi. Hér talar fólk almennt ekkert nema norsku.
Eftir 14 ár í noregi, hefur danskan farið að láta á sjá, þó ég reyni að "fordanska" norskuna er ekki alltaf jafn létt að tala við dani (og suma svía). Ég hef pínt marga með að neita að tala ensku Fólk verður að læra!
En skoðun mín er sú að kannski hafi verið valið vitlaust mál sem aukatungumál heima á sínum tíma. Norska fellur mun betur að íslenska hreimnum og því auðveldara að ná tökum á henni. Það gæti leitt til meiri áhuga, eða þó ekki væri annað en að fólk hætti að gefast upp í fyrsta tíma. Mér finnst Sænska eiga meira skylt við íslensku, en Danir eru ekki flinkir við að búa til nýyrði og mér finnst danska vera orðin meira skyld Ensku en Norrænu eða þýsku. Og hana nú!
Hjalti Árnason, 23.9.2008 kl. 17:53
Jeg er enig i at vi mangler flere danske film og programmer på det islandske fjernsyn. Eins og það er nú annars til mikið af góðu dönsku sjónvarpsefni! En ég held að enn mikilvægara sé að eyða leiðindunum úr dönskukennslunni. Þar vantar miklu meiri áherslu en nú er á að hlusta og tala. Nóg er lesið og skrifað. Ég er reyndar að flestu leyti sammála Hjalta um að norskan væri heppilegri gluggi fyrir okkur inn í norræna málsamfélagið - já eða sænskan. Hins vegar býst ég við að erfitt gæti reynst að útvega kennara. Ég er líka sammála Önnu um að það séu einkum Finnar og Íslendingar sem verða að standa sig betur í að tjá sig á skandínavísku á fundum. Oft gremst manni að standa ekki jafnfætis Norðmönnum, Dönum og Svíum á norrænum fundum, en flóttinn yfir í enskuna getur að mínu mati haft of miklar aukaverkanir, eins og ég nefndi í færslunni. Maður lærir jú bara á því að spreyta sig. Ég þekki mjög vel til fólks sem byrjaði nánast mállaust í norrænu samstarfi, en ákvað bara að "stinga sér í laugina" - og þannig hefur það náð allgóðum tökum á einhvers konar blandinavísku sem dugar vel í samstarfinu.
Þann 18. ágúst sl. skrifaði ég aðra færslu um mikilvægi þess að varðveita þennan sameiginlega norræna uppruna, sjá http://stefangisla.blog.is/blog/stefangisla/entry/618352/?t=1219081481. Ég er sannfærður um að tungumálið er lykillinn að því.
Stefán Gíslason, 23.9.2008 kl. 22:11
Om lidt er kaffen klar...
Lára Hanna Einarsdóttir, 23.9.2008 kl. 23:28
Er sammála málshefjanda, við töpum ótrúlega miklu ef við gerum ekki skurk í norrænni málakunnáttu Íslendinga. Ég var í Kaupmannahöfn nýlega og hitti þar Íslending sem hafði búið í landinu í nokkurn tíma en tjáði sig samt á ensku! Ég þekki engann sem talar vel norðurlandamál en slæma ensku. Hins vegar þekki ég marga sem tala í raun bara ensku. Við töpum því tungumálaþekkingu ef menn tapa niður dönskunni og fáum ekkert í staðinn.
Guðmundur Auðunsson, 24.9.2008 kl. 11:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.