Leita í fréttum mbl.is

Getraun frá horfinni öld

Ég fann þennan ryðgaða hlut á æskustöðvunum um daginn. Getur einhver (annar en systkini mín) giskað á hvað þetta er? Vísbending: Hluturinn er hluti af einhverju stærra og var síðast í notkun á árunum fyrir 1960.

Haust08 018web


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dofri Hermannsson

Vindrafstöð?

Dofri Hermannsson, 26.10.2008 kl. 23:09

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta er sennilega ýnamór eða eða rafall. Líklegast úr traktor eða jafnvel þúfnabana. Græjan á hliðinni gæti verið strekkjari fyrir reim. Er samt ekki viss. Líklegast ekki  mjög gamalt.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.10.2008 kl. 23:12

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Dynamór átti að standa. Alternator er líka annað nafn á græjunni.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.10.2008 kl. 23:12

4 identicon

Langt er nú síðan ég sá svona hlut síðast, en þetta er greinilega hluti úr vindmyllu. Á ekki að koma þessu á safn?

Jóhann Gunnarssson (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 00:54

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Já það er líklegast rétt að þetta sé rafall úr vindrafstöð með bremsu þarna og afturúr stendur líklegast vindhaninn sjálfur. Líklegast mixað af Íslenskum völundi.  Var einhver bleðill þarna á stönginni aftur úr rafalnum?

Jón Steinar Ragnarsson, 27.10.2008 kl. 01:15

6 identicon

Þetta er Barbapabbi

Jói (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 04:00

7 identicon

Rafal af vindmillum sem voru á mörgum bæjum í Strandasýslu.

jón Ó Vilhjálmsson (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 08:27

8 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Nú þarf að ryðhreinsa gripinn, smyrja, og koma honum í gagnið. Krepputímar kalla á úrræði og þá er rétt að leita til fortíðar.

Hjálmtýr V Heiðdal, 27.10.2008 kl. 11:04

9 Smámynd: Bjarni G. P. Hjarðar

Gera þetta upp.  Mjög líklega 12V dynamó (jafnstraumur) sem auðveldlega má nýta. 

Bjarni G. P. Hjarðar, 27.10.2008 kl. 17:41

10 identicon

Þetta er rétt hjá öllum aðilum (Dínamór) Rafall er hið rétta.

Þetta er aðalhlutinn af svokallaðri vindrafstöð.

Var gripurinn yfirleitt settur upp á enda mænisáss útihúss, yfirleitt á hlöðu, þannig að hávaðinn truflaði sem minnst menn og dýr. Armurinn utan á rafalnum þjónaði tvennskonar tilgangi. Þetta ver hemill, við hann var tengd festi, sem lá niður úr turninum. Í ofsa roki var var Þessi festi strekkt niður og reirð föst, þannig að vindskrúfan framan á rafalnum, gat ekki snúist. En líka var hægt að stilla festina þannig að einhverksonar miðflótta afls heimill sá um að rafallinn snérist ekki of hratt í mestu kviðum. Á stönginni aftur úr rafalnum, sem var nokkuð löng, var fest plata (vindhani) sem sá um að snúa vélinni upp í vindinn. Þetta tæki var mjög almenn til sveita um og upp úr stríðárunum. Og voru látin hlaða upp rafgeyma. Sum voru heimatilbúin og þá oft mikið stærri og aflmeiri, eins og t.d. í Ólafsdal í Gilsfirði og víðar. En á Kirkjubóli í Korpudal sá ég frumstæðustu og ódýrustu aðferðina til að framleiða rafmagn til heimilisnota. Það var heimatilbúið vatnshjól úr tré. það var tengt við framhjól af reiðhjóli sem síðan aftur snéri rafal úr bifreið, þetta dugði til að hafa ljós í hverju herbergi og til að hlusta á útvarp. En víða var almenn að menn smíðuðu eigin vatnsaflvirkjanir. Á Gilsbrekku í súgandafirði, var held ég aldrei vindmilla, þar var síðar mikið tæknilegri búnaður settur upp við bæjarlækinn, eða sjálfvirk vatnsaflsstöð. Menn björguðu sér. Svona var nú það Nonni minn Steinar.

Jón Aðalbjörn Bjarnason (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 18:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband