Leita í fréttum mbl.is

Stofnlánadeildin í Qatar

Fyrr í haust gerði ég litla limru í tilefni þess að Sparisjóður Mýrasýslu virtist vera kominn að hluta til í eigu bróður emírsins í Qatar, af því að þessi bróðir hafði þá keypt hlut í Kaupþingi, sem var í þann veginn að eignast 80% af stofnfé sparisjóðsins. Ég hélt sem sagt að sparisjóðurinn væri kominn á þurrt, því að það er jú miklu þurrara í Qatar en á Mýrunum. En nú er þetta allt breytt. Mér skilst að þáverandi Kaupþing hafi aldrei eignast þessi 80% formlega og að bróðir emírsins í Qatar hafi auk heldur náð að kippa þessum 27.000 milljónköllum sínum til baka áður en allt hrundi. Draumur minn um Stofnlánadeildina í Qatar verður því ekki að veruleika. Í tilefni af þessum viðsnúningi gaukaði Georg á Kjörseyri að mér þessari stöku á dögunum:

Það er oft sem aurinn platar
okkur gaurana.
Stofnlánadeildin hans Stebba í Qatar
stakk af með aurana


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband