10.11.2008 | 11:25
Stofnlánadeildin í Qatar
Fyrr í haust gerði ég litla limru í tilefni þess að Sparisjóður Mýrasýslu virtist vera kominn að hluta til í eigu bróður emírsins í Qatar, af því að þessi bróðir hafði þá keypt hlut í Kaupþingi, sem var í þann veginn að eignast 80% af stofnfé sparisjóðsins. Ég hélt sem sagt að sparisjóðurinn væri kominn á þurrt, því að það er jú miklu þurrara í Qatar en á Mýrunum. En nú er þetta allt breytt. Mér skilst að þáverandi Kaupþing hafi aldrei eignast þessi 80% formlega og að bróðir emírsins í Qatar hafi auk heldur náð að kippa þessum 27.000 milljónköllum sínum til baka áður en allt hrundi. Draumur minn um Stofnlánadeildina í Qatar verður því ekki að veruleika. Í tilefni af þessum viðsnúningi gaukaði Georg á Kjörseyri að mér þessari stöku á dögunum:
Það er oft sem aurinn platar
okkur gaurana.
Stofnlánadeildin hans Stebba í Qatar
stakk af með aurana
Tenglar
Gamla bloggið
- Gamla bloggið Bloggfærslurnar mínar 11/1 2007 - 29/2 2008
Síðurnar mínar
- Fjallvegahlaup Bráðabirgðasíða um Stóra Fjallvegahlaupaverkefnið :-)
- Olíuhreinsistöð Umhverfisþættir í rekstri olíuhreinsistöðva
Börnin mín (sum)
- Keli Frumburðurinn
- Jóhanna - myndir Myndirnar hennar Jóhönnu á Flickr
Vinir og ættingjar
- Hörpumyndir Aðallega Ragnar Ingi auðvitað
Frjálsar og hlaup
- FRÍ Frjálsíþróttasamband Íslands
- Hlaup.is Hlaupasíðan
- Hlaupadagbókin Segir ALLA söguna
- Sænska FRÍ Sænska frjálsíþróttasambandið
- Alþjðafrlsítrasambndð Heimasíða Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, IAAF
Umhverfismálin
- Orð dagsins Af vettvangi Staðardagskrár 21
- UMÍS ehf. Environice Fyrirtækið mitt :-)
- Svanurinn í Noregi Svanur eins og svanir eiga að vera
- Miljø og sundhed Informationscenter for miljø og sundhed í Danmörku
- Landvernd Landvernd
- Náttúran.is Verðandi umhverfisvefur númer eitt
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.