22.2.2009 | 17:50
Fjallvegahlaupaáætlun 2009
Eins og alþjóð veit hleyp ég yfir nokkra fjallvegi á sumri hverju, mér til skemmtunar og yndisauka. Ég geri ráð fyrir að allir hafi beðið í ofvæni eftir því að ég opinberaði áform mín um fjallvegahlaup ársins 2009, en það hefur ekki komist í verk fyrr en nú. Fjallvegahlaupaáætlun ársins lítur sem sagt út eins og hér segir, með fyrirvara um smáar og stórar breytingar:
- Maí: Svínaskarð (úr Mosfellsbæ í Kjós) (endanleg dagsetning óákveðin)
- Júní: Tillögur vel þegnar (kannski Vatnsnesfjall)?
- Sunnud.19. júlí: Vesturgatan (almenningshlaup á Vestfjörðum)
- Þriðjud. 21. júlí: Þingmannaheiði (milli Skálmarfjarðar og Vatnsfjarðar)
- Fimmtud. 23. júlí: Miðvörðuheiði (frá Haga á Barðaströnd til Tálknafjarðar)
- Föstud. 24. júlí: Selárdalsheiði (frá Tálknafirði til Selárdals í Arnarfirði)
- Ágúst: Tillögur vel þegnar
Eins og sjá má á þessari upptalningu mun sumarið að öllum líkindum verða helgað Vestfjörðum öðrum landshlutum fremur. Gaman væri að fá félagsskap á þessum ferðalögum. Þeir sem slást í för með mér gera það þó á eigin ábyrgð
Allar nánari upplýsingar um fjallvegahlaupaverkefnið mitt er að finna á síðunni www.fjallvegahlaup.is, sem er reyndar afar frumstæð enn sem komið er. Eins og þar kemur fram hef ég lagt 10 fjallvegi að baki og á 40 eftir óhlaupna.
Skóþvengir bundnir á Ólafsfirði við upphaf fyrsta fjallvega-
hlaups síðasta árs. (Ljósm.: Björk)
Tenglar
Gamla bloggið
- Gamla bloggið Bloggfærslurnar mínar 11/1 2007 - 29/2 2008
Síðurnar mínar
- Fjallvegahlaup Bráðabirgðasíða um Stóra Fjallvegahlaupaverkefnið :-)
- Olíuhreinsistöð Umhverfisþættir í rekstri olíuhreinsistöðva
Börnin mín (sum)
- Keli Frumburðurinn
- Jóhanna - myndir Myndirnar hennar Jóhönnu á Flickr
Vinir og ættingjar
- Hörpumyndir Aðallega Ragnar Ingi auðvitað
Frjálsar og hlaup
- FRÍ Frjálsíþróttasamband Íslands
- Hlaup.is Hlaupasíðan
- Hlaupadagbókin Segir ALLA söguna
- Sænska FRÍ Sænska frjálsíþróttasambandið
- Alþjðafrlsítrasambndð Heimasíða Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, IAAF
Umhverfismálin
- Orð dagsins Af vettvangi Staðardagskrár 21
- UMÍS ehf. Environice Fyrirtækið mitt :-)
- Svanurinn í Noregi Svanur eins og svanir eiga að vera
- Miljø og sundhed Informationscenter for miljø og sundhed í Danmörku
- Landvernd Landvernd
- Náttúran.is Verðandi umhverfisvefur númer eitt
Athugasemdir
Hvernig nennir þú þessu ? En ég takk ofan fyrir þér, vildi óska að ég hefði þennan kraft. Sjálfur er ég svo latur að ég bókstaflega nenni varla að draga andann.:)
Finnur Bárðarson, 22.2.2009 kl. 18:20
Sæll Stefán!
Langar til að benda þér á skemmtilega leið úr því þú verður á Vestfjörðum.Þetta er leiðin yfir Fossheiði,það er úr Arnarfirði yfir á Barðaströnd.Farið er upp frá bænum Fossi í Arnarf,fylgt er gömlum upphlöðnum reiðvegi(gamla póstleiðin)og komið niður hjá bænum Tungumúla á Barðaströnd.
Bestu kveðjur Védís Th.
Védís Thoroddsen (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 15:53
Takk fyrir þetta Védís, ég ætla að skoða þennan valkost gaumgæfilega. Já, og takk fyrir síðast, langt um liðið, 14 ár í vor.
Stefán Gíslason, 23.2.2009 kl. 22:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.