Leita í fréttum mbl.is

Búskaparhorfur á Mýrum

Örlítill viðauki við fyrri „skrif“ mín um breytingar á eignarhaldi í Sparisjóði Mýrasýslu:

Mýrarnar fundust mér flatar
og forblautar meðan ég sat þar,
hvergi stuðning að fá.
En nú stóla ég á
Stofnlánadeildina' í Qatar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynja skordal

Takk fyrir bloggvináttu er nú ættuð úr sömu sveit og þú frá Þórustöðum gaman af því

Brynja skordal, 26.9.2008 kl. 01:00

2 Smámynd: Stefán Gíslason

Þetta vissi ég ekki!

Stefán Gíslason, 26.9.2008 kl. 08:49

3 Smámynd: Stefán Gíslason

Takk Herra Limran, mér þykir vænt um svona jákvæðar athugasemdir. Hvað uppsetninguna varðar, þá ýtti ég bara á inndráttarörina í stjórnborðinu og notaði svo SHIFT+ENTER til að færa mig á milli lína (til að fá ekki tvöfalt línubil). Þá gerðist þetta allt sjálfkrafa, meira að segja gæsalappirnar.

Stefán Gíslason, 26.9.2008 kl. 10:43

4 Smámynd: Gunnar Kr.

Bráðskemmtilegar limrur hjá þér, Stefán. Ég fékk dellu fyrir þriggja liða rím fyrir nokkru, sem mér finnst passa svo vel við limruformið. Það getur verið snúið, en bráðskemmtilegt þegar það heppnast. Hér eru tvö dæmi:

Dæmalaust falleg er Díana
og dólgarnir alls ekki flýj'ana.
Þeir hugsa um eitt,
sem hún getur veitt
og það fer svona ferlega í'ana.

Vinur minn, Vilhjálmur Jósafat
veitingamaður, hjá Rósa sat:
"Paprikupasta,
já punktur og basta,
ég dýrka - og allskonar dósamat."

Gunnar Kr., 27.9.2008 kl. 03:20

5 Smámynd: Eyþór Árnason

Fjandi flott limra hjá þér.Kveðja.

Eyþór Árnason, 27.9.2008 kl. 22:35

6 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þeir leynast greinilega víða hagyrðingarnir! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 28.9.2008 kl. 01:25

7 Smámynd: Stefán Gíslason

Takk Gunnar, Eyþór og Lára Hanna! 

Gunnar, þú ert greinilega afburða snjall í limrunum. Ég hef ekki fengist sérstaklega við þriggja liða rím, (ætli það kallist ekki „vængjað rím“ í bragfræðinni(?)). Reyndi reyndar einu sinni að höndla sex liða rím, en það var náttúrulega bara í gamni. Það var þegar „jarðlínuvírana“ var látið ríma á móti „harðlínuírana“. Reyndar hef ég hitt á svona þriggja liða rím í limrum, eiginlega óvart, eins og t.d. í haustsmalamennsku í þoku fyrir svo sem tveimur árum. (Ég fann engar kindur flekkóttar / bara fannhvítar nokkrar og hrekkjóttar. / Með sauðslegu glotti / ég sauð þær í potti / í súpur þykkar og kekkjóttar. Þetta er skemmtileg iðja, en ég gríp varla í kveðskap meira en 5 sinnum á ári þessi árin. Framfarirnar eru afar hægar, sérstaklega með tilliti til þess að ég byrjaði að fást við kveðskap á útmánuðum 1966.

Stefán Gíslason, 29.9.2008 kl. 17:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband