Færsluflokkur: Bloggar
13.10.2008 | 10:41
Eru umhverfiskröfur til trafala?
Oft heyrist sagt að umhverfiskröfur stefni hagsmunum atvinnulífsins í voða. Þetta er alveg rétt. Auknar umhverfiskröfur stefna í voða hagsmunum þess atvinnulífs, sem stefnir hagsmunum komandi kynslóða í voða með útblæstri og ofnýtingu náttúruauðlinda.
Þeim sem vilja lesa sér til um þessar einföldu staðreyndir, bendi ég á einkar fróðlega bloggsíðu sem Svíinn Hans Nilsson heldur úti, sjá www.fourfact.com.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.10.2008 | 12:31
Uppskrift að fullkomnum laugardagsmorgni
Kl. 08.00 | Vakna og drífa sig í hlaupafötin |
Kl. 08.10 | Fá sér morgunmat: AB-mjólk og músli Lesa Moggann, skoða Fréttablaðið |
Kl. 09.00 | Fara út að hlaupa |
Kl. 11.00 | Koma heim, fá sér hressingu, fara í sturtu, hugsa um hvað lífið er dásamlegt, raka sig |
Kl. 12.00 | Morgunninn búinn, dagurinn tekur við |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.10.2008 | 09:34
Þjónusta vistkerfa

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.10.2008 | 23:24
Út að hlaupa - frá vandanum
Ég finn ekki hjá mér neina hvöt til að blogga um lausafjárskort og bankavandræði. Sýnist að ég muni litlu breyta í þeim efnum, jafnvel þótt ég taki mig til og kaupi íslenskar krónur fyrir allt danska klinkið sem ég á í filmuboxi í ónefndri skúffu. Vissulega myndi þetta auka erlendan gjaldeyri í umferð og styrkja þannig krónuna, en ég er bara ekki viss um að þessi gjaldeyrisforði sé nógu stór til að slá virkilega í gegn á markaðnum. Þess vegna er niðurstaðan sem sagt sú að ég geti litlu breytt, nema þá ef ég myndi skipta færeyska 50-kallinum sem ég geymi í veskinu mínu. Og því tími ég ekki. Þess vegna ætla ég bara að bíða rólegur þess sem verða vill og láta öðrum eftir að vera sérfræðingar í því hvað hefði átt eða ekki átt að gera. Þegar allt kemur til alls sýnist mér best að nota þessa rólegu bið til að fara út að hlaupa - og til að blogga um hlaup. Hér fara því á eftir ýmsar tölfræðilegar upplýsingar um hlaup dagsins og ársins. Sumum kunna að finnast þessar upplýsingar léttvægar, en ég get samt fullvissað þjóðina um að þær eru a.m.k. jafn gagnlegar og jafnlangt blogg um lausafjárskort.
Ég fór sem sagt út að hlaupa í kvöld - burt frá öllum vanda. Upp á síðkastið hefur sólargangurinn skerst eins og fleira, og því er ég orðinn háður götuljósum á kvöldhlaupum. Hlaup kvöldsins fór því fram á götum Borgarness - og líka að hluta til á íþróttavellinum. Þetta voru 12,55 km, sem ég lagði að baki á 1:03:31 klst. Meðalhraðinn var því 5:04 mín/km, eða 11,86 km/klst. Með þessu hlaupi eru samanlögð hlaup ársins komin í 1.499 km, sem er það langmesta sem ég hef hlaupið á einu ári til þessa. Í næsta hlaupi verður 1.500 km múrinn rofinn. Þá verður nú aldeilis tilefni til að skrifa laaaaangt blogg! Þess má líka geta að það sem af er árinu hef ég hlaupið eitthvað 111 daga, en alla hina dagana hef ég ekki hlaupið neitt. Samtals hafa þessi hlaup tekið tæpa 6 sólarhringa, sem er nú ekki svo ýkja mikið; nánar tiltekið 141:15:42 klst.
Ég tel brýnt að fram komi að í kvöld hljóp ég á Asics Kayano skóm, sem ég keypti á útsölu í Flexor í lok febrúar 2008. Samtals er ég búinn að hlaupa 619,92 km í þessum skóm, sem er ekki sérlega mikið. Þeir eru enda alveg óslitnir að neðan, en farnir að láta mikið á sjá að ofan.
Ég geri ráð fyrir að flestum þyki þessar upplýsingar ónákvæmar og ófullnægjandi. Hægt er að fá gleggri mynd af ástandinu á http://www.hlaup.com, þar sem ég skrái hlaupaæfingar mínar af töluverðri samviskusemi, ásamt með 652 öðrum íslenskum hlaupurum. Það er skemmtilegt samfélag!
Þessa dagana hef ég reyndar ekki að neinu að stefna í hlaupunum, öðru en því að hlaupa frá vandamálum og halda mér í sæmilegu líkamlegu og andlegu formi. Til þess tel ég mig þurfa að hlaupa þrisvar í viku, samtals að lágmarki 40 km, t.d. 12+8+20, t.d. á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum og laugardagsmorgnum. Það er ekki nóg með að "heimsins grjót" sé mér fjarri á meðan, heldur næ ég stundum að velta við öðrum steinum og komast að fjársjóðunum sem undir liggja. Héld að fleiri ættu að prófa þetta!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.10.2008 | 13:17
Söngur er flestra meina bót
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.10.2008 | 10:13
Páfinn vinnur gegn sjálfbærri þróun
Það er auðvitað ekkert nýtt að Páfagarður sé á móti getnaðarvörnum. Hins vegar tel ég að þessi andstaða valdi sífellt meira tjóni með hverju ári sem líður. Fram hjá því verður ekki horft að takmarkað aðgengi að getnaðarvörnum og andstaða trúarleiðtoga við að þær séu notaðar eiga sinn þátt í óhóflegri fólksfjölgun í þróunarlöndunum, svo ekki sé nú minnst á útbreiðslu AIDS og annarra sjúkdóma sem tengjast kynhegðun fólks. Og fram hjá því verður heldur ekki horft að fólksfjölgun á heimsvísu er eitt þriggja atriða sem ráða mestu um áhrif mannsins á umhverfið og þar með um möguleika mannkynsins á að framfleyta sér á jörðinni. Hin atriðin eru neysla hvers einstaklings og tæknin sem notuð er við neysluna, (sbr. líkan Paul Erlichs frá 1974).
Vissulega bera Vesturlönd mesta ábyrgð á því hvernig komið er í umhverfismálum á heimsvísu. Þar er ekki fólksfjölgun um að kenna, heldur neyslu. Og vissulega væri það ósanngjarnt af mér og öðrum Vesturlandabúum að ætlast til að íbúar þróunarlandanna dragi úr álaginu með því að fjölga sér minna. En málið er ekki svona einfalt. Engin afrísk móðir kærir sig t.d. um að eignast 10 börn og horfa upp á 7 þeirra deyja í bernsku! Þrjú heilbrigð börn, sem fá að alast upp við skikkanleg skilyrði, væru eflaust mun betri kostur, bæði að mati móðurinnar og heimsbyggðarinnar allrar. Málið snýst sem sagt ekki um að banna íbúum þróunarlandanna að auka kyn sitt, heldur eingöngu um það að sjá þeim, og þá sérstaklega konum, fyrir menntun og tækifærum til að taka ákvarðanir um eigin fjölskyldustærð og framtíð! Andstaða Páfagarðs gegn getnaðarvörnum er til þess fallin að auka eymd í þróunarlöndunum. Þetta væri allt í lagi ef enginn tæki mark á Vatíkaninu. En þannig er það því miður ekki! Ég álít að því miður sé þessi andstaða Páfagarðs einn helsti steinninn í vegi sjálfbærrar þróunar. Páfagarður ber líka ábyrgð á því, ásamt með stjórnvöldum á Filippseyjum, að fólksfjölgun fékkst ekki rædd af neinu viti á Ríóráðstefnunni 1992. Þess vegna er líka sá kafla í Dagskrá 21 (5. kafli) lítið meira en máttlaust hjal. Hér heggur sá er hlífa skyldi, nefnilega páfinn!
Einhvern tímann á næstunni skrifa ég kannski örlítið ítarlegri samantekt um fólksfjölgunarvandamál og mikilvægi þess að konur í þróunarlöndunum fái sjálfsákvörðunarrétt og tækifæri til menntunar.
![]() |
Fordæming getnaðarvarna staðfest |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
2.10.2008 | 22:31
Einhvers konar grín
Ég vil taka það fram, til að taka af öll tvímæli, að síðasta færsla var einhvers konar grín, eins og orðin "bindandi ráðgjöf" ættu reyndar að bera þokkalega glöggt vitni um. Ég er eindregið þeirrar skoðunar að þeir sem stjórna Seðlabankanum þurfi að vera fagmenn á því sviði. Davíð Oddsson er það ekki. Ég er líka eindregið þeirrar skoðunar að þeir sem stjórna Seðlabankanum eigi ekki undir nokkrum kringumstæðum að hlutast til um stjórnmál með þessum hætti. Vonandi var þetta með þjóðstjórnina bara kjaftasaga, eins og Geir hélt fram í kvöld. Nóg er samt. Þarf maður virkilega að fara að fletta upp í Stjórnarskránni til að rifja upp hvers konar stjórnskipulag Íslendingar hafa valið sér? Reyndar kíkti ég í hana til öryggis. Þar er hvergi minnst á Seðlabankann!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.10.2008 | 09:59
Góð hugmynd hjá Davíði
![]() |
Seðlabankastjóri viðrar hugmynd um þjóðstjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
30.9.2008 | 12:20
„Allir græða á hlaupum“
Já, það græða allir á hlaupum! Þetta eru mikilvæg skilaboð á tímum þegar peningalegur gróði virðist fallvaltur. Þessi skilaboð flutti Haile Gebrselassie heimsbyggðinni eftir að hafa bætt heimsmetið í maraþonhlaupi í Berlín í fyrradag.
Running is very important in the whole world. Everyone can profit from it. It does not matter if you are the President of the United States or any other person. If you run you will profit because it is a healthy sport,
svo notuð séu hans óbreytt orð. Allir út að hlaupa!
Haile Gebrselassie í Berlín sl. sunnudag. Myndin er fengin að láni af vef Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, sjá http://www.iaaf.org/LRR08/news/newsid=47883.html
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.9.2008 | 09:16
Fjárskortur í umhverfisgeiranum?
Eins og fram kemur í Orðum dagsins í dag gæti yfirstandandi lausafjárkreppa seinkað þróun lífeldsneytis, bæði vegna þess að lánsfé er nú dýrara og óaðgengilegra en áður og vegna þess að stjórnvöld einstakra ríkja gætu neyðst til að draga úr styrkjum og niðurgreiðslum til rannsókna og framleiðslu á endurnýjanlegri orku. Þannig hefur Barack Obama, forsetaefni Demókrataflokks Bandaríkjanna, sagt að hann gæti þurft að endurskoða áætlanir sínar um fjárfestingar í endurnýjanlegri orku, til að vega að einhverju leyti upp á móti hugsanlegu 700 milljarða dollara neyðarframlagi ríkisins til fjármálageirans.
Þetta eru náttúrulega slæmar fréttir, sem þurfa þó ekki að koma neinum á óvart. En eins og nefnt er í frétt PlanetArk/Reuter, sem Orð dagsins byggja á, ríkir engu að síður ákveðin bjartsýni meðal þeirra sem vinna að þróun nýrra orkugjafa. Þeir binda nefnilega vonir við að fjárfestar beini fjármagni sínu í auknum mæli í þessa átt, enda næsta fyrirsjáanlegt að fjárfestingar í endurnýjanlegum orkugjöfum muni skila öruggri ávöxtun til langrar framtíðar. Aukinn áhugi fjárfesta gæti því vegið upp þann skort á lausafé sem greinin stendur annars frammi fyrir.
Svona rétt til fróðleiks má geta þess að samanlagt uppsett afl sólarorkuvera jókst um 62% milli áranna 2006 og 2007, þ.e. úr 1.744 MW í 2.826 MW. Þessi tala hefur 135-faldast síðan 1985! Þá jókst samanlagt uppsett afl vindorkuvera um 27% milli áranna 2006 og 2007 og var komið í 94.112 MW í árslok.
Þeir sem vilja kynna sér vöxt sólar- og vindorkugeirans geta m.a. notast við eftirfarandi tengla:
http://www.solarbuzz.com/
http://www.gwec.net/
http://www.ewea.org
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Gamla bloggið
- Gamla bloggið Bloggfærslurnar mínar 11/1 2007 - 29/2 2008
Síðurnar mínar
- Fjallvegahlaup Bráðabirgðasíða um Stóra Fjallvegahlaupaverkefnið :-)
- Olíuhreinsistöð Umhverfisþættir í rekstri olíuhreinsistöðva
Börnin mín (sum)
- Keli Frumburðurinn
- Jóhanna - myndir Myndirnar hennar Jóhönnu á Flickr
Vinir og ættingjar
- Hörpumyndir Aðallega Ragnar Ingi auðvitað
Frjálsar og hlaup
- FRÍ Frjálsíþróttasamband Íslands
- Hlaup.is Hlaupasíðan
- Hlaupadagbókin Segir ALLA söguna
- Sænska FRÍ Sænska frjálsíþróttasambandið
- Alþjðafrlsítrasambndð Heimasíða Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, IAAF
Umhverfismálin
- Orð dagsins Af vettvangi Staðardagskrár 21
- UMÍS ehf. Environice Fyrirtækið mitt :-)
- Svanurinn í Noregi Svanur eins og svanir eiga að vera
- Miljø og sundhed Informationscenter for miljø og sundhed í Danmörku
- Landvernd Landvernd
- Náttúran.is Verðandi umhverfisvefur númer eitt
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Erlent
- Myrti mann í dagsleyfinu
- Sonja drottning lögð inn á spítala
- Tillögur Trumps: Engin NATO-aðild fyrir Úkraínu
- Skotárás á fjölbýlishús
- Fékk lífstíðardóm fyrir fjöldamorðin
- Trump og Melania fara í útför páfa
- Dánarorsök Frans páfa gerð kunn
- Veski ráðherrans stolið: 400 þúsund í reiðufé
- Kastrup-flugvöllur aldargamall
- Talinn hafa fengið heilablóðfall